Klúr kláraheiti kölluðu á hestanafnanefndina Benedikt Bóas skrifar 25. ágúst 2017 06:00 Mósan ásamt Guðrúnu Þóru Björgvinsdóttur. MYND/KOLBRÚN HRAFNSDÓTTIR Jón Baldur Lorange, verkefnastjóri hjá MAST og WorldFeng skráningarkerfinu, segir að hestanafnanefndin hafi verið sett á laggirnar af illri nauðsyn. Nánast allir hestaeigendur nefni hrossin sín góðum og gildum íslenskum nöfnum en ekki allir. „Nöfnin eiga ekki að vera klúr eða skammstafanir og með ruddalegri meiningu. Það var farið að gefa hrossum slík nöfn og þá þarf að grípa inn í,“ segir hann. Fréttablaðið greindi frá hestanafnanefndinni í gær en í henni eiga tveir sæti. Annar er skipaður af ábyrgðarmanni hrossaræktar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og formanni skýrsluhaldsnefndar FEIF, alþjóðasamtaka íslenska hestsins. Nefndin hefur hafnað nafninu Mósunni á þeirri forsendu að nöfn með greini brjóta í bága við íslenska nafnahefð og vegna þess að sérnöfn eru í sjálfu sér nokkurs konar jafngildi orða með greini. Hesteigendur geta skráð nafn á hross sín í WorldFeng. Nafni á hrossi er hægt að breyta þangað til hrossið hefur verið sýnt í kynbótadómi eða tekið þátt í keppni sem er skráð í WorldFeng. Þá er ekki hægt að breyta nafni eftir að hrossið hefur eignast skráð afkvæmi. Hesteigendur geta haft nafnabanka WorldFengs til viðmiðunar við nafngjöf, en vilji þeir nefna hrossið öðru nafni er hægt að sækja um leyfi fyrir því. Sé nafnið samþykkt er því bætt í nafnabankann. Jón segir að ákveðið hafi verið að herða á nafnareglunum á síðasta aðalfundi FEIF sem fram fór í Helsinki í ár. „Eitt af einkennum íslenska hestsins er íslenska nafnið. Það eru 99,9 prósent sammála því að halda í íslenska nafnahefð. Auðvitað hefur það verið þannig í gegnum tíðina að hrossunum hafa verið gefin ýmis nöfn og þá endar það þannig að það þarf að setja reglur því það var verið að gefa nöfn út í loftið. Þess vegna var sett inn kerfi hjá WorldFeng með nafnabanka og þar er búið að lesa inn nafnið á íslensku þannig að framburðurinn heyrist. Við erum með þessu að halda íslenskunni á lofti,“ segir hann. Jón bendir á að útlendingar vilji hafa íslenskt nafn á íslenska hrossinu sínu og þetta hafi verið gert að stórum hluta að beiðni erlendis frá. „Þeir vilja ekki kaupa íslenskt hross með útlensku nafni. Nema Hollendingar, þeir hafa verið svolítið á móti þessu. Örfáir Íslendingar líka.“ Hann bendir einnig á að nafnanefndin tengist ekki stjórnvöldum á nokkurn hátt. Birtist í Fréttablaðinu Hestar Landbúnaður Tengdar fréttir Nefnd um hestanöfn neitar nafni Mósunnar Bóndi á Skeggsstöðum fær ekki að nefna þriggja vetra merina sína Mósuna en frá febrúar hefur hestanafnanefnd úrslitavald um hvað hross megi heita. Atvinnuvegaráðuneytið skoðar nú á hvaða lagagrunni nefndin starfar. 24. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Jón Baldur Lorange, verkefnastjóri hjá MAST og WorldFeng skráningarkerfinu, segir að hestanafnanefndin hafi verið sett á laggirnar af illri nauðsyn. Nánast allir hestaeigendur nefni hrossin sín góðum og gildum íslenskum nöfnum en ekki allir. „Nöfnin eiga ekki að vera klúr eða skammstafanir og með ruddalegri meiningu. Það var farið að gefa hrossum slík nöfn og þá þarf að grípa inn í,“ segir hann. Fréttablaðið greindi frá hestanafnanefndinni í gær en í henni eiga tveir sæti. Annar er skipaður af ábyrgðarmanni hrossaræktar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og formanni skýrsluhaldsnefndar FEIF, alþjóðasamtaka íslenska hestsins. Nefndin hefur hafnað nafninu Mósunni á þeirri forsendu að nöfn með greini brjóta í bága við íslenska nafnahefð og vegna þess að sérnöfn eru í sjálfu sér nokkurs konar jafngildi orða með greini. Hesteigendur geta skráð nafn á hross sín í WorldFeng. Nafni á hrossi er hægt að breyta þangað til hrossið hefur verið sýnt í kynbótadómi eða tekið þátt í keppni sem er skráð í WorldFeng. Þá er ekki hægt að breyta nafni eftir að hrossið hefur eignast skráð afkvæmi. Hesteigendur geta haft nafnabanka WorldFengs til viðmiðunar við nafngjöf, en vilji þeir nefna hrossið öðru nafni er hægt að sækja um leyfi fyrir því. Sé nafnið samþykkt er því bætt í nafnabankann. Jón segir að ákveðið hafi verið að herða á nafnareglunum á síðasta aðalfundi FEIF sem fram fór í Helsinki í ár. „Eitt af einkennum íslenska hestsins er íslenska nafnið. Það eru 99,9 prósent sammála því að halda í íslenska nafnahefð. Auðvitað hefur það verið þannig í gegnum tíðina að hrossunum hafa verið gefin ýmis nöfn og þá endar það þannig að það þarf að setja reglur því það var verið að gefa nöfn út í loftið. Þess vegna var sett inn kerfi hjá WorldFeng með nafnabanka og þar er búið að lesa inn nafnið á íslensku þannig að framburðurinn heyrist. Við erum með þessu að halda íslenskunni á lofti,“ segir hann. Jón bendir á að útlendingar vilji hafa íslenskt nafn á íslenska hrossinu sínu og þetta hafi verið gert að stórum hluta að beiðni erlendis frá. „Þeir vilja ekki kaupa íslenskt hross með útlensku nafni. Nema Hollendingar, þeir hafa verið svolítið á móti þessu. Örfáir Íslendingar líka.“ Hann bendir einnig á að nafnanefndin tengist ekki stjórnvöldum á nokkurn hátt.
Birtist í Fréttablaðinu Hestar Landbúnaður Tengdar fréttir Nefnd um hestanöfn neitar nafni Mósunnar Bóndi á Skeggsstöðum fær ekki að nefna þriggja vetra merina sína Mósuna en frá febrúar hefur hestanafnanefnd úrslitavald um hvað hross megi heita. Atvinnuvegaráðuneytið skoðar nú á hvaða lagagrunni nefndin starfar. 24. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Nefnd um hestanöfn neitar nafni Mósunnar Bóndi á Skeggsstöðum fær ekki að nefna þriggja vetra merina sína Mósuna en frá febrúar hefur hestanafnanefnd úrslitavald um hvað hross megi heita. Atvinnuvegaráðuneytið skoðar nú á hvaða lagagrunni nefndin starfar. 24. ágúst 2017 06:00