Innlent

Rigning, rok og 18 stiga hiti

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það væri ekki vitlaust að klæða sig í eitthvað vatnshelt um helgina.
Það væri ekki vitlaust að klæða sig í eitthvað vatnshelt um helgina. Vísir/Eyþór
Þrátt fyrir að hitinn verðir notalegur næsta sólarhringinn mega landsmenn gera ráð fyrir rigningu og að það fari að hvessa nokkuð hressilega.

Veðurstofan segir að í dag gangi í nokkuð ákveðna suðaustanátt vestantil á landinu og að henni muni fylgja rigning. Annars ætti að vera hægar vindur og úrkomulítið annars staðar á landinu í dag.

Þá verður stíf sunnan- og suðaustanátt sunnantil á landinu á morgun, en heldur hægari norðan heiða, og rigning í flestum landshlutum, einkum sunnan- og suðaustanlands.

Hitinn verður þó sem fyrr segir nokkuð bærilegur, eða á bilinu 10 til 18 stig og ætlar Veðurstofan að það verði hlýjast í innsveitum á Norðausturlandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga



Á laugardag:

Suðaustan 8-15 m/s og rigning, en hægari og þurrt norðaustantil á landinu fram eftir degi. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á sunnudag:

Suðvestan 5-13 og rigning með köflum, hiti 8 til 13 stig. Yfirleitt þurrt og bjart norðaustan- og austanlands með hita að 17 stigum.

Á mánudag:

Fremur hæg breytileg átt með vætu í flestum landshlutum. Vaxandi norðanátt undir kvöld og rofar til sunnanlands. Hiti 8 til 14 stig.

Á þriðjudag:

Norðan og norðvestan 8-15 m/s. Rigning á Norður- og Austurlandi framan af degi og hiti 4 til 8 stig. Bjartviðri að mestu sunnanlands með hita 10 til 15 stig. Lægir um kvöldið og þá víða léttskýjað og svalt í veðri, en þykknar upp vestast.

Á miðvikudag:

Hæg suðvestlæg átt. Skýjað og lítilsháttar væta vestantil, en léttskýjað eystra. Hiti 8 til 15 stig.

Á fimmtudag:

Útlit fyrir suðvestan golu eða kalda, bjartviðri með köflum og hlýnandi veðri, en vætu vestast undir kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×