Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2017 08:19 Harvey er sagður öflugasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðastliðin 12 ár. Vísir/Getty Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt. Um er að ræða öflugasta fellibyl sem gengið hefur yfir Bandaríkin í 12 ár. Talið er að honum muni fylgja mikið úrhelli, svartsýnustu spár telja að úrkoman geti orðið um 1000 millimetrar. Í mörgum héröðum er gert ráð fyrir áður óséðum flóðum sem geti verið lífshættuleg. Harvey er fjórða stigs fyllibylur og er áætlað að vindhraði geti náð allt að 60 metrum á sekúndu. Reiknað er með að úbúar Corpus Christi verði einna verst úti og hafa þeir verið hvattir til þess að yfirgefa heimili sín. Bæjarstóri borgarinnar Rockport, skammt frá Corpus Christi, hvatti einnig þá fáu sem enn voru í borginni í gær til að yfirgefa borgina hið snarasta. Það gæti þó reynst þrautin þyngri enda séu í hópi þeirra eldri borgarar sem sitja fastir eftir að hús öldrunarheimilis hrundi hrundi í gærkvöldi. Að sögn BBC hefur björgunarsveitum ekki enn tekist að bjarga þeim úr húsinu. Víða sé þó ekki einu sinni hægt að koma fólki til bjargar, aðstæðurnar séu of hættulegar. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur brýnt fyrir íbúum Texas að fylgja skipunum yfirvalda á hverju svæði fyrir sig svo lágmarka megi eigna- og manntjón. Löng bílaröð hefur myndast á þjóðvegum Texas er hundruð þúsunda Texasbúa reyna að flýja hamfarasvæðin. Greg Abott, ríkisstjóri Texas, hefur fram á aukna aðstoð frá alríkisstjórninni en hann reiknar með að tjónið sem Harvey muni valda muni hlaupa á milljörðum bandaríkjadala. Harvey er sagður vera öflugasti fellbylur sem gengið hefur á land í Bandaríkjunum síðan Wilma dró 87 manns til dauða í Flórídafylki árið 2005. Harvey hefur raskað flugsamgöngum og hefur olíuvinnsla út af ströndum Texas nær algjörlega lamast.Íbúar borga á austurströnd Texas hafa verið hvattir til að yfirgefa heimili sín.Vísir/Getty Veður Tengdar fréttir Standa frammi fyrir „mjög miklum hamförum“ Íbúar Texas-ríkis Bandaríkjanna standa frammi "mjög miklum hamförum“ eftir því sem fellibylurinn Harvey fikrar sig nær ströndum ríkisins. 25. ágúst 2017 19:31 Skilaboð Trump til íbúa Texas: „Gangi ykkur öllum vel“ Fastlega er reiknað með að fellibyllurinn Harvey muni valda miklum usla í Texas-ríki Bandaríkjann er hann gengur á land. Donald Trump sendi íbúum Texas skilaboð fyrr í kvöld. 25. ágúst 2017 22:26 Lífshættuleg flóð gætu fylgt fellibylnum Harvey Varað er við sjávar- og skyndiflóðum í Texas þar sem stærsti fellibylurinn í Bandaríkjunum í tólf ár á að ganga á land í kvöld. 25. ágúst 2017 10:31 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt. Um er að ræða öflugasta fellibyl sem gengið hefur yfir Bandaríkin í 12 ár. Talið er að honum muni fylgja mikið úrhelli, svartsýnustu spár telja að úrkoman geti orðið um 1000 millimetrar. Í mörgum héröðum er gert ráð fyrir áður óséðum flóðum sem geti verið lífshættuleg. Harvey er fjórða stigs fyllibylur og er áætlað að vindhraði geti náð allt að 60 metrum á sekúndu. Reiknað er með að úbúar Corpus Christi verði einna verst úti og hafa þeir verið hvattir til þess að yfirgefa heimili sín. Bæjarstóri borgarinnar Rockport, skammt frá Corpus Christi, hvatti einnig þá fáu sem enn voru í borginni í gær til að yfirgefa borgina hið snarasta. Það gæti þó reynst þrautin þyngri enda séu í hópi þeirra eldri borgarar sem sitja fastir eftir að hús öldrunarheimilis hrundi hrundi í gærkvöldi. Að sögn BBC hefur björgunarsveitum ekki enn tekist að bjarga þeim úr húsinu. Víða sé þó ekki einu sinni hægt að koma fólki til bjargar, aðstæðurnar séu of hættulegar. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur brýnt fyrir íbúum Texas að fylgja skipunum yfirvalda á hverju svæði fyrir sig svo lágmarka megi eigna- og manntjón. Löng bílaröð hefur myndast á þjóðvegum Texas er hundruð þúsunda Texasbúa reyna að flýja hamfarasvæðin. Greg Abott, ríkisstjóri Texas, hefur fram á aukna aðstoð frá alríkisstjórninni en hann reiknar með að tjónið sem Harvey muni valda muni hlaupa á milljörðum bandaríkjadala. Harvey er sagður vera öflugasti fellbylur sem gengið hefur á land í Bandaríkjunum síðan Wilma dró 87 manns til dauða í Flórídafylki árið 2005. Harvey hefur raskað flugsamgöngum og hefur olíuvinnsla út af ströndum Texas nær algjörlega lamast.Íbúar borga á austurströnd Texas hafa verið hvattir til að yfirgefa heimili sín.Vísir/Getty
Veður Tengdar fréttir Standa frammi fyrir „mjög miklum hamförum“ Íbúar Texas-ríkis Bandaríkjanna standa frammi "mjög miklum hamförum“ eftir því sem fellibylurinn Harvey fikrar sig nær ströndum ríkisins. 25. ágúst 2017 19:31 Skilaboð Trump til íbúa Texas: „Gangi ykkur öllum vel“ Fastlega er reiknað með að fellibyllurinn Harvey muni valda miklum usla í Texas-ríki Bandaríkjann er hann gengur á land. Donald Trump sendi íbúum Texas skilaboð fyrr í kvöld. 25. ágúst 2017 22:26 Lífshættuleg flóð gætu fylgt fellibylnum Harvey Varað er við sjávar- og skyndiflóðum í Texas þar sem stærsti fellibylurinn í Bandaríkjunum í tólf ár á að ganga á land í kvöld. 25. ágúst 2017 10:31 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Standa frammi fyrir „mjög miklum hamförum“ Íbúar Texas-ríkis Bandaríkjanna standa frammi "mjög miklum hamförum“ eftir því sem fellibylurinn Harvey fikrar sig nær ströndum ríkisins. 25. ágúst 2017 19:31
Skilaboð Trump til íbúa Texas: „Gangi ykkur öllum vel“ Fastlega er reiknað með að fellibyllurinn Harvey muni valda miklum usla í Texas-ríki Bandaríkjann er hann gengur á land. Donald Trump sendi íbúum Texas skilaboð fyrr í kvöld. 25. ágúst 2017 22:26
Lífshættuleg flóð gætu fylgt fellibylnum Harvey Varað er við sjávar- og skyndiflóðum í Texas þar sem stærsti fellibylurinn í Bandaríkjunum í tólf ár á að ganga á land í kvöld. 25. ágúst 2017 10:31