Vilja takmarka fjölda hótela í 101: „Ekkert sérstaklega gaman að fá nýja nágranna í hverri viku“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. ágúst 2017 12:08 Hótelum og gististöðum hefur fjölgað í takt við fjölgun erlendra ferðamanna. Íbúasamtök í borginni vilja takmarka fjölda hótela í miðbænum en myndin sýnir reit við Lækjargötu þar sem hótel á vegum Íslandshótela mun rísa. vísir/andri marinó Íbúasamtök miðbæjar, Vesturbæjar og Hlíða, það er póstnúmera 101, 107 og 105, hafa tekið höndum saman í baráttunni gegn fjölgun hótela í miðborg Reykjavíkur. Íbúarnir vilja setja kvóta á fjölda hótela og gististaða í 101 og takmarka hann þannig en eins og staðan er í dag er aðeins kvóti á afmörkuðu svæði í Kvosinni. „Við viðjum bara sjá kvóta fyrir allan miðbæinn, það er 101, og svo viljum við að ákvæði um að það að það megi vera hótel við allar aðalgötur verði tekið burt fyrir 101,“ sagði Birgir Þröstur Jóhannsson, sem á sæti í stjórn Íbúasamtaka Vesturbæjar, í umfjöllun um þessi mál í Bítinu á Bylgunni í morgun. Sem dæmi um aðalgötur tók hann Túngötu, Ægisgötu og Mýrargötu.Fækkun íbúa breyting til hins verra Ragnhildur Zoëga, sem á sæti í stjórn Íbúasamtaka miðborgarinnar, sagði fækkun íbúa í miðbænum vera breytingu til hins verra og að hótel og AirBnb-íbúðir spili inn í þá fækkun. „Þegar það fækkar um 300 íbúa á milli ára þá er það ansi há tala. Íbúar á Grettisgötu, þar sem annað hvert hús er AirBnb eða hótel, hafa til dæmis kvartað. Þetta er náttúrulega ekkert sérstaklega skemmtilegt og nágrannasamfélög verða skrýtin,“ sagði Ragnhildur. Birgir tók undir þetta og sagði andrúmsloftið hafa breyst og þá sérstaklega fyrir þá sem eru ekki lengur með nágranna. „Það er ekkert sérstaklega gaman að fá nýja nágranna í hverri viku. Maður vill kynnast fólki, mynda sambönd. Það er það sem er áhugavert við að búa í þéttbýli. Fjölbreytnin er skemmtilegt og ferðamenn eru partur af fjölbreytninni en umhverfið má ekki verða einsleitt.“ Nálgast má frekari upplýsingar um framtakið á Facebook-síðunni No More Hotels in 101. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 6 prósent Mest aukning á Suðurnesjum en samdráttur á Vestur- og Austurlandi. 28. júlí 2017 10:01 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira
Íbúasamtök miðbæjar, Vesturbæjar og Hlíða, það er póstnúmera 101, 107 og 105, hafa tekið höndum saman í baráttunni gegn fjölgun hótela í miðborg Reykjavíkur. Íbúarnir vilja setja kvóta á fjölda hótela og gististaða í 101 og takmarka hann þannig en eins og staðan er í dag er aðeins kvóti á afmörkuðu svæði í Kvosinni. „Við viðjum bara sjá kvóta fyrir allan miðbæinn, það er 101, og svo viljum við að ákvæði um að það að það megi vera hótel við allar aðalgötur verði tekið burt fyrir 101,“ sagði Birgir Þröstur Jóhannsson, sem á sæti í stjórn Íbúasamtaka Vesturbæjar, í umfjöllun um þessi mál í Bítinu á Bylgunni í morgun. Sem dæmi um aðalgötur tók hann Túngötu, Ægisgötu og Mýrargötu.Fækkun íbúa breyting til hins verra Ragnhildur Zoëga, sem á sæti í stjórn Íbúasamtaka miðborgarinnar, sagði fækkun íbúa í miðbænum vera breytingu til hins verra og að hótel og AirBnb-íbúðir spili inn í þá fækkun. „Þegar það fækkar um 300 íbúa á milli ára þá er það ansi há tala. Íbúar á Grettisgötu, þar sem annað hvert hús er AirBnb eða hótel, hafa til dæmis kvartað. Þetta er náttúrulega ekkert sérstaklega skemmtilegt og nágrannasamfélög verða skrýtin,“ sagði Ragnhildur. Birgir tók undir þetta og sagði andrúmsloftið hafa breyst og þá sérstaklega fyrir þá sem eru ekki lengur með nágranna. „Það er ekkert sérstaklega gaman að fá nýja nágranna í hverri viku. Maður vill kynnast fólki, mynda sambönd. Það er það sem er áhugavert við að búa í þéttbýli. Fjölbreytnin er skemmtilegt og ferðamenn eru partur af fjölbreytninni en umhverfið má ekki verða einsleitt.“ Nálgast má frekari upplýsingar um framtakið á Facebook-síðunni No More Hotels in 101.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 6 prósent Mest aukning á Suðurnesjum en samdráttur á Vestur- og Austurlandi. 28. júlí 2017 10:01 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira
Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 6 prósent Mest aukning á Suðurnesjum en samdráttur á Vestur- og Austurlandi. 28. júlí 2017 10:01