Hótuðu að setja kynlífsmyndbönd á YouTube Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2017 15:01 Um algenga svikamyllu virðist vera að ræða en lögregla hefur varað við svikum sem þessum undanfarin misseri. Vísir/Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði liðsinnis Europol og bandarísku alríkislögreglunnar FBI á síðasta ári vegna nokkurra fjárkúgunarmála sem tilkynnt voru til lögreglu í fyrravor. Fjallað er um málin í ársskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem birt var í dag. Málin voru öll með sama sniði en kynni tókust með íslenskum karlmanni og erlendri konu í gegnum Fésbókina. Eftir örstutt kynni færðust samskiptin yfir á Skype, þ.e. bæði hljóð og mynd. Þar viðhafði karlinn kynlífstengdar athafnir, en í kjölfar þess var honum tilkynnt að athæfið hefði verið tekið upp á myndband. Það yrði sent til opinberrar birtingar, bæði vinum viðkomandi á Fésbókinni sem og YouTube, ef ekki kæmi til peningagreiðslu innan tiltekins tíma. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ráðlagði þeim sem í þessu lentu að láta ekki undan hótunum enda viðbúið að þær héldu áfram engu að síður. Ekki bárust neinar fréttir um birtingar myndbandanna en vafasömu konurnar virtust eiga ættir sínar að rekja til Fílabeinsstrandarinnar. Fjárkúgunarmálin voru jafnframt áminning um mikilvægi þess að fólk gæti að því hvað það segir og gerir í samskiptum á Netinu segir í ársskýrslu lögrelgunnar. Þessi tegund fjárkúgunar virðist koma endurtekið upp hér á landi en lögreglan varaði við fjársvikum af þessum toga haustið 2015. Lögreglumál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði liðsinnis Europol og bandarísku alríkislögreglunnar FBI á síðasta ári vegna nokkurra fjárkúgunarmála sem tilkynnt voru til lögreglu í fyrravor. Fjallað er um málin í ársskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem birt var í dag. Málin voru öll með sama sniði en kynni tókust með íslenskum karlmanni og erlendri konu í gegnum Fésbókina. Eftir örstutt kynni færðust samskiptin yfir á Skype, þ.e. bæði hljóð og mynd. Þar viðhafði karlinn kynlífstengdar athafnir, en í kjölfar þess var honum tilkynnt að athæfið hefði verið tekið upp á myndband. Það yrði sent til opinberrar birtingar, bæði vinum viðkomandi á Fésbókinni sem og YouTube, ef ekki kæmi til peningagreiðslu innan tiltekins tíma. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ráðlagði þeim sem í þessu lentu að láta ekki undan hótunum enda viðbúið að þær héldu áfram engu að síður. Ekki bárust neinar fréttir um birtingar myndbandanna en vafasömu konurnar virtust eiga ættir sínar að rekja til Fílabeinsstrandarinnar. Fjárkúgunarmálin voru jafnframt áminning um mikilvægi þess að fólk gæti að því hvað það segir og gerir í samskiptum á Netinu segir í ársskýrslu lögrelgunnar. Þessi tegund fjárkúgunar virðist koma endurtekið upp hér á landi en lögreglan varaði við fjársvikum af þessum toga haustið 2015.
Lögreglumál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira