Innlent

Skiptar skoðanir fyrrverandi þingmanna um völd þeirra

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Skiptar skoðanir eru meðal fyrrverandi þingmanna um hvort þingmenn hafi völd eða ekki. Tvær fyrrverandi þingkonur segja gott bakland innan síns flokks og að fá að gegna trúnaðarstörfum á Alþingi auðveldi þingmönnum að koma málum í gegn.

Ummæli fráfarandi þingflokksformanns og formanns Bjartar framtíðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi, um að alþingismenn hefðu minni völd en ætla mætti, hafa vakið athygli. Bæði gagnrýndu þau störf Alþingis en þingflokksformaðurinn sagði erfitt að ná málum í gegn á þingi og sagði vinnubrögðin hæg. Eitt af stefnumálum Bjartar framtíðar fyrir síðustu alþingiskosningar var að breyta stjórnmálum á Íslandi sem hefur ekki tekist.

Skiptar skoðanir eru meðal fyrrverandi þingmanna um hvort þingmenn á Alþingi hafi völd eða ekki. Þeir eru hins vegar sammála um að helst sé hægt að hafa áhrif í gegnum nefndarstörf.

„Mér finnst þessi umræða mjög fyndin og ég er alls ekki að sammála því að þingmenn yfirhöfuð séu valdalausir. Þetta fer fyrst og fremst eftir því hvað þingmenn láta vel af stjórn,“ segir Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingkona.

„Það er mjög útbreiddur misskilningur, finnst mér með hlutverk þingmanna að fólk virðist halda að þetta sé valdaembætti,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona.

„Ef þeir láta vel af stjórn ráðherra eða flokksræðisins þá kannski hafa þeir engin áhrif,“ segir Álfheiður.

„Þú getur haft áhrif í gegnum þingmennsku en þá þarftu að vera í formennsku fyrir þingnefnd eða þér þarf að vera treyst fyrir að vera málaflutningsmaður í tilteknu máli innan þingflokks,“ segir Ólína.

„Menn sem að hafa mjög stór orð uppi um það að það þurfi að breyta starfsaðferðum á Alþingi og að það þurfi að gera þetta og gera hitt, hvort sem er í ríkisstjórn eða í þingi og gera svo ekki neitt. Það er vona að þeim finnist eitthvað það. Ég veit ekkert hvernig Björt framtíð, með sína örfáu þingmenn og nær ekkert bakland er, en svona sæmilega lýðræðislegum hreyfingum að þá er tekist á um hluti. Þarna erum við að ræða um ráðherra og stjórnarþingmann og það er alveg klárt að í stjórnarsáttmála að þá er tekist á um hlutina og stjórnarþingmenn þurfa oft ekki að bara tala tillit til sinna eigin flokksmanna heldur líka samstarfsflokka í ríkisstjórn,“ segir Álfheiður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×