Ánægður með frumvarp sjálfstæðismanna Bjarki Sigurðsson skrifar 22. september 2024 19:13 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir það góða hugmynd að afnema stimpilgjöld. Vísir/Einar Verkalýðshreyfingin fagnar frumvarpi sjálfstæðismanna um afnám stimpilgjalda. Formaður VR segir útilokað að þingmenn fái nokkurn tímann sæti við borðið við gerð kjarasamninga. Nú í tíunda sinn reyna þingmenn Sjálfstæðisflokksins að koma frumvarpi í gegn um afnám stimpilgjalds við kaup einstaklinga á fasteignum. Málið hefur aldrei komist lengra en í fyrstu umræðu en sjálfstæðismenn eru bjartsýnir á að ná þessu í gegn. Sem stendur þurfa kaupendur íbúðarhúsnæðis að greiða 0,8 prósent af fasteignamati í stimpilgjald sem þingmennirnir segja úrelt og óþarfi. Formaður VR segir verkalýðshreyfinguna hrifna af þessari hugmynd. „Hins vegar mætti, ef þingmönnum stjórnarflokkanna er alvara í því að bæta stöðu á húsnæðismarkaði, þá mætti þessu fylgja neikvæðir hvatar fyrir lögaðila og þá sem eru að kaupa margar fasteignir. Að það séu neikvæðir skattalegir hvatar til staðar þar þannig að húsnæðið sem kemur á markaði sé eingöngu þá ætlað almenningi og þeim sem sárvantar að komast í öruggt húsaskjól,“ segir Ragnar. Þingmenn fái aldrei sæti við kjarasamningsborðið Vilhjálmur Árnason, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sagði í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar um þetta mál að mögulega hafi vantað að leggja áherslu á afnám stimpilgjalda við kjarasamningsborðið. Þingmenn hafi því miður ekki sæti við borðið þó kjarasamningar hafi mikil áhrif á störf þingsins. „Hugmynd um að þingmenn komi með beinum hætti að kjarasamningum er auðvitað fráleit hugmynd og myndi aldrei ganga upp. Við værum örugglega ekki búin að gera kjarasamning síðustu tíu árin ef svo væri,“ segir Ragnar. Sérðu fyrir þér einhverskonar fyrirkomulag þar sem þingmenn hafa eitthvað að segja um kjarasamningagerð, þótt þeir myndu ekki sitja beint við borðið? „Að sjálfsögðu ekki. Þetta er flókið ferli og viðsemjendur okkar eru auðvitað Samtök atvinnulífsins, eða þau fyrirtæki sem eru þar undir. Þetta er hugmynd sem myndi aldrei ganga upp. Útilokað, útilokað,“ segir Ragnar. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Skattar og tollar Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Nú í tíunda sinn reyna þingmenn Sjálfstæðisflokksins að koma frumvarpi í gegn um afnám stimpilgjalds við kaup einstaklinga á fasteignum. Málið hefur aldrei komist lengra en í fyrstu umræðu en sjálfstæðismenn eru bjartsýnir á að ná þessu í gegn. Sem stendur þurfa kaupendur íbúðarhúsnæðis að greiða 0,8 prósent af fasteignamati í stimpilgjald sem þingmennirnir segja úrelt og óþarfi. Formaður VR segir verkalýðshreyfinguna hrifna af þessari hugmynd. „Hins vegar mætti, ef þingmönnum stjórnarflokkanna er alvara í því að bæta stöðu á húsnæðismarkaði, þá mætti þessu fylgja neikvæðir hvatar fyrir lögaðila og þá sem eru að kaupa margar fasteignir. Að það séu neikvæðir skattalegir hvatar til staðar þar þannig að húsnæðið sem kemur á markaði sé eingöngu þá ætlað almenningi og þeim sem sárvantar að komast í öruggt húsaskjól,“ segir Ragnar. Þingmenn fái aldrei sæti við kjarasamningsborðið Vilhjálmur Árnason, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sagði í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar um þetta mál að mögulega hafi vantað að leggja áherslu á afnám stimpilgjalda við kjarasamningsborðið. Þingmenn hafi því miður ekki sæti við borðið þó kjarasamningar hafi mikil áhrif á störf þingsins. „Hugmynd um að þingmenn komi með beinum hætti að kjarasamningum er auðvitað fráleit hugmynd og myndi aldrei ganga upp. Við værum örugglega ekki búin að gera kjarasamning síðustu tíu árin ef svo væri,“ segir Ragnar. Sérðu fyrir þér einhverskonar fyrirkomulag þar sem þingmenn hafa eitthvað að segja um kjarasamningagerð, þótt þeir myndu ekki sitja beint við borðið? „Að sjálfsögðu ekki. Þetta er flókið ferli og viðsemjendur okkar eru auðvitað Samtök atvinnulífsins, eða þau fyrirtæki sem eru þar undir. Þetta er hugmynd sem myndi aldrei ganga upp. Útilokað, útilokað,“ segir Ragnar.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Skattar og tollar Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira