Sér fram á dýrustu uppbyggingu í sögu Bandaríkjanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. ágúst 2017 21:48 Donald Trump horfir fram á langvinnan vanda. Visir/afp Í dag fór Dondald Trump bæði til Corpus Christi og Austin í Texas eins og fyrirhugað var að hann myndi gera. Þá er ráðgert að Trump haldi til Louisiana á laugardaginn. Á blaðamannafundi í Austin gerði hann tjón af völdum fellibylsins Harvey að umfjöllunarefni sínu. „Ég geri ráð fyrir því að ekkert hafi verið jafn kostnaðarsamt í sögu landsins okkar,“ sagði forsetinn um þá uppbyggingarvinnu sem ráðist verður í. Þetta kom fram á vef CNN. Á fundinum sagði hann jafnframt að þjóðin standi ekki frammi fyrir skammvinnu vandamáli. Hann horfi fram á kostnaðarsama uppbyggingu á svæðunum sem verst urðu úti í fellibylnum.Forsetahjónin heimsækja Texas.Vísir/afpÍ Corpus Christi ávarpaði Trump fjöldann og reyndi hann að hughreysta fólk á erfiðum tímum. Hann sagðist ætla að bregðast við með besta mögulega hætti þannig að hægt væri að líta um öxl eftir fimm eða tíu ár og hugsa „svona á að gera þetta.“ Þrátt fyrir að Trump lofi öllu fögru gæti verið að biðin eftir fjárhagsaðstoð dragist á langinn að því er fram kemur á vef Politico. Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf gæti orðið á veittri fjárhagsaðstoð.Christina Wilkie birti þessa mynd af Trump þegar hann ávarpaði fórnarlömb fellibylsins Harvey í Corpus Christi. Hún er rannsóknarblaðamaður hjá Washington Post.“What a crowd, what a turnout,” Trump said from atop this firetruck, addressing hurricane victims. pic.twitter.com/0EdsLctHDi— Christina Wilkie (@christinawilkie) August 29, 2017 Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Tala látinna í Texas fer hækkandi Veðurstofa Bandaríkjanna greindi frá því í dag að úrkomumet vegna eins og sama fellibylsins hefði verið slegið á meginlandi Bandaríkjanna. Tvær veðurstofur hafa mælt yfir tólf hundruð millimetra úrkomu. 29. ágúst 2017 23:06 Viðbragðsaðilar að drukkna í hjálparbeiðnum Þúsundum símtala rignir yfir lögreguna, slökkviliðið og strandgæsluna í Texas. 29. ágúst 2017 07:39 Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56 Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita. 27. ágúst 2017 20:55 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Í dag fór Dondald Trump bæði til Corpus Christi og Austin í Texas eins og fyrirhugað var að hann myndi gera. Þá er ráðgert að Trump haldi til Louisiana á laugardaginn. Á blaðamannafundi í Austin gerði hann tjón af völdum fellibylsins Harvey að umfjöllunarefni sínu. „Ég geri ráð fyrir því að ekkert hafi verið jafn kostnaðarsamt í sögu landsins okkar,“ sagði forsetinn um þá uppbyggingarvinnu sem ráðist verður í. Þetta kom fram á vef CNN. Á fundinum sagði hann jafnframt að þjóðin standi ekki frammi fyrir skammvinnu vandamáli. Hann horfi fram á kostnaðarsama uppbyggingu á svæðunum sem verst urðu úti í fellibylnum.Forsetahjónin heimsækja Texas.Vísir/afpÍ Corpus Christi ávarpaði Trump fjöldann og reyndi hann að hughreysta fólk á erfiðum tímum. Hann sagðist ætla að bregðast við með besta mögulega hætti þannig að hægt væri að líta um öxl eftir fimm eða tíu ár og hugsa „svona á að gera þetta.“ Þrátt fyrir að Trump lofi öllu fögru gæti verið að biðin eftir fjárhagsaðstoð dragist á langinn að því er fram kemur á vef Politico. Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf gæti orðið á veittri fjárhagsaðstoð.Christina Wilkie birti þessa mynd af Trump þegar hann ávarpaði fórnarlömb fellibylsins Harvey í Corpus Christi. Hún er rannsóknarblaðamaður hjá Washington Post.“What a crowd, what a turnout,” Trump said from atop this firetruck, addressing hurricane victims. pic.twitter.com/0EdsLctHDi— Christina Wilkie (@christinawilkie) August 29, 2017
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Tala látinna í Texas fer hækkandi Veðurstofa Bandaríkjanna greindi frá því í dag að úrkomumet vegna eins og sama fellibylsins hefði verið slegið á meginlandi Bandaríkjanna. Tvær veðurstofur hafa mælt yfir tólf hundruð millimetra úrkomu. 29. ágúst 2017 23:06 Viðbragðsaðilar að drukkna í hjálparbeiðnum Þúsundum símtala rignir yfir lögreguna, slökkviliðið og strandgæsluna í Texas. 29. ágúst 2017 07:39 Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56 Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita. 27. ágúst 2017 20:55 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Tala látinna í Texas fer hækkandi Veðurstofa Bandaríkjanna greindi frá því í dag að úrkomumet vegna eins og sama fellibylsins hefði verið slegið á meginlandi Bandaríkjanna. Tvær veðurstofur hafa mælt yfir tólf hundruð millimetra úrkomu. 29. ágúst 2017 23:06
Viðbragðsaðilar að drukkna í hjálparbeiðnum Þúsundum símtala rignir yfir lögreguna, slökkviliðið og strandgæsluna í Texas. 29. ágúst 2017 07:39
Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56
Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita. 27. ágúst 2017 20:55