Sér fram á dýrustu uppbyggingu í sögu Bandaríkjanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. ágúst 2017 21:48 Donald Trump horfir fram á langvinnan vanda. Visir/afp Í dag fór Dondald Trump bæði til Corpus Christi og Austin í Texas eins og fyrirhugað var að hann myndi gera. Þá er ráðgert að Trump haldi til Louisiana á laugardaginn. Á blaðamannafundi í Austin gerði hann tjón af völdum fellibylsins Harvey að umfjöllunarefni sínu. „Ég geri ráð fyrir því að ekkert hafi verið jafn kostnaðarsamt í sögu landsins okkar,“ sagði forsetinn um þá uppbyggingarvinnu sem ráðist verður í. Þetta kom fram á vef CNN. Á fundinum sagði hann jafnframt að þjóðin standi ekki frammi fyrir skammvinnu vandamáli. Hann horfi fram á kostnaðarsama uppbyggingu á svæðunum sem verst urðu úti í fellibylnum.Forsetahjónin heimsækja Texas.Vísir/afpÍ Corpus Christi ávarpaði Trump fjöldann og reyndi hann að hughreysta fólk á erfiðum tímum. Hann sagðist ætla að bregðast við með besta mögulega hætti þannig að hægt væri að líta um öxl eftir fimm eða tíu ár og hugsa „svona á að gera þetta.“ Þrátt fyrir að Trump lofi öllu fögru gæti verið að biðin eftir fjárhagsaðstoð dragist á langinn að því er fram kemur á vef Politico. Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf gæti orðið á veittri fjárhagsaðstoð.Christina Wilkie birti þessa mynd af Trump þegar hann ávarpaði fórnarlömb fellibylsins Harvey í Corpus Christi. Hún er rannsóknarblaðamaður hjá Washington Post.“What a crowd, what a turnout,” Trump said from atop this firetruck, addressing hurricane victims. pic.twitter.com/0EdsLctHDi— Christina Wilkie (@christinawilkie) August 29, 2017 Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Tala látinna í Texas fer hækkandi Veðurstofa Bandaríkjanna greindi frá því í dag að úrkomumet vegna eins og sama fellibylsins hefði verið slegið á meginlandi Bandaríkjanna. Tvær veðurstofur hafa mælt yfir tólf hundruð millimetra úrkomu. 29. ágúst 2017 23:06 Viðbragðsaðilar að drukkna í hjálparbeiðnum Þúsundum símtala rignir yfir lögreguna, slökkviliðið og strandgæsluna í Texas. 29. ágúst 2017 07:39 Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56 Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita. 27. ágúst 2017 20:55 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Í dag fór Dondald Trump bæði til Corpus Christi og Austin í Texas eins og fyrirhugað var að hann myndi gera. Þá er ráðgert að Trump haldi til Louisiana á laugardaginn. Á blaðamannafundi í Austin gerði hann tjón af völdum fellibylsins Harvey að umfjöllunarefni sínu. „Ég geri ráð fyrir því að ekkert hafi verið jafn kostnaðarsamt í sögu landsins okkar,“ sagði forsetinn um þá uppbyggingarvinnu sem ráðist verður í. Þetta kom fram á vef CNN. Á fundinum sagði hann jafnframt að þjóðin standi ekki frammi fyrir skammvinnu vandamáli. Hann horfi fram á kostnaðarsama uppbyggingu á svæðunum sem verst urðu úti í fellibylnum.Forsetahjónin heimsækja Texas.Vísir/afpÍ Corpus Christi ávarpaði Trump fjöldann og reyndi hann að hughreysta fólk á erfiðum tímum. Hann sagðist ætla að bregðast við með besta mögulega hætti þannig að hægt væri að líta um öxl eftir fimm eða tíu ár og hugsa „svona á að gera þetta.“ Þrátt fyrir að Trump lofi öllu fögru gæti verið að biðin eftir fjárhagsaðstoð dragist á langinn að því er fram kemur á vef Politico. Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf gæti orðið á veittri fjárhagsaðstoð.Christina Wilkie birti þessa mynd af Trump þegar hann ávarpaði fórnarlömb fellibylsins Harvey í Corpus Christi. Hún er rannsóknarblaðamaður hjá Washington Post.“What a crowd, what a turnout,” Trump said from atop this firetruck, addressing hurricane victims. pic.twitter.com/0EdsLctHDi— Christina Wilkie (@christinawilkie) August 29, 2017
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Tala látinna í Texas fer hækkandi Veðurstofa Bandaríkjanna greindi frá því í dag að úrkomumet vegna eins og sama fellibylsins hefði verið slegið á meginlandi Bandaríkjanna. Tvær veðurstofur hafa mælt yfir tólf hundruð millimetra úrkomu. 29. ágúst 2017 23:06 Viðbragðsaðilar að drukkna í hjálparbeiðnum Þúsundum símtala rignir yfir lögreguna, slökkviliðið og strandgæsluna í Texas. 29. ágúst 2017 07:39 Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56 Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita. 27. ágúst 2017 20:55 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Tala látinna í Texas fer hækkandi Veðurstofa Bandaríkjanna greindi frá því í dag að úrkomumet vegna eins og sama fellibylsins hefði verið slegið á meginlandi Bandaríkjanna. Tvær veðurstofur hafa mælt yfir tólf hundruð millimetra úrkomu. 29. ágúst 2017 23:06
Viðbragðsaðilar að drukkna í hjálparbeiðnum Þúsundum símtala rignir yfir lögreguna, slökkviliðið og strandgæsluna í Texas. 29. ágúst 2017 07:39
Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56
Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita. 27. ágúst 2017 20:55