Yfir 300 þúsund bílar fóru um Hvalfjarðargöng á einum mánuði Gissur Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2017 13:34 Slysa- og óhappatíðni fer ört vaxandi í göngunum. Vísir/Pjetur Vel yfir 300 þúsund bílar fóru um Hvalfjarðargöng í síðasta mánuði, sem er met og langt yfir öryggismörkum Evrópusambandsins um jafnaðarumferð um jarðgöng af þessu tagi á einu ári. Slysa- og óhappatíðni fer ört vaxandi í göngunum. Í Evrópureglunum er er miðað við átta þúsund bíla á sólarhring en þeir voru tæplega tíu þúsund á dag í júlí, sem er þá langt yfir viðmiði. „Já já við erum komin langt yfir mörkin. Þau eru 8000 bílar á sólarhring,” segir Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar. Hver hefur aukningin á bílum verið ef við forum bara 2-3 ár aftur í tímann? „Í fyrra var langstærsti júlímánuður, stærsti mánuður í sögunni, með 295.000 ökutæki í júlí. Það hafði verið 270.000 árið og 240.000 tæp þar áður. Þannig þetta hoppar ansi skarpt.” Hann segist búast við því að farið verði yfir mörk Evrópusambandsins í síðasta lagi árið 2020. „Ja meðalumferðin á þessu ári verður væntanlega í kringum 7000 ökutæki á sólarhring. Það var á síðasta ári rúmlega 6400 og árið þar áður 5600 þannig að það er nú mjög líklegt að þetta náist á árinu 2019. Allra síðasta lagið 2020.” Þá eru gerðar kröfur um hvað, öryggisgöng ekki satt? „Jú jú, þá er um að ræða að tvöfalda göngin því umferðarþunginn núna í einu röri er alveg við þolmörk á sumartíma. Það sem er rétt að benda á I þessu sambandi er að óhappatíðnin hún virðist vaxa hraðar en umferðaraukningin, við erum komin að þeim mörkum. Það hefur verið mjög mikið um óhöpp í sumar og í mörgum tilvikum tefur það umferðina og síðast í gær gerðist það að það þurfti að stjórna umferðina í báðar áttir í minnsta kosti fjóra klukkutíma.“ Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira
Vel yfir 300 þúsund bílar fóru um Hvalfjarðargöng í síðasta mánuði, sem er met og langt yfir öryggismörkum Evrópusambandsins um jafnaðarumferð um jarðgöng af þessu tagi á einu ári. Slysa- og óhappatíðni fer ört vaxandi í göngunum. Í Evrópureglunum er er miðað við átta þúsund bíla á sólarhring en þeir voru tæplega tíu þúsund á dag í júlí, sem er þá langt yfir viðmiði. „Já já við erum komin langt yfir mörkin. Þau eru 8000 bílar á sólarhring,” segir Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar. Hver hefur aukningin á bílum verið ef við forum bara 2-3 ár aftur í tímann? „Í fyrra var langstærsti júlímánuður, stærsti mánuður í sögunni, með 295.000 ökutæki í júlí. Það hafði verið 270.000 árið og 240.000 tæp þar áður. Þannig þetta hoppar ansi skarpt.” Hann segist búast við því að farið verði yfir mörk Evrópusambandsins í síðasta lagi árið 2020. „Ja meðalumferðin á þessu ári verður væntanlega í kringum 7000 ökutæki á sólarhring. Það var á síðasta ári rúmlega 6400 og árið þar áður 5600 þannig að það er nú mjög líklegt að þetta náist á árinu 2019. Allra síðasta lagið 2020.” Þá eru gerðar kröfur um hvað, öryggisgöng ekki satt? „Jú jú, þá er um að ræða að tvöfalda göngin því umferðarþunginn núna í einu röri er alveg við þolmörk á sumartíma. Það sem er rétt að benda á I þessu sambandi er að óhappatíðnin hún virðist vaxa hraðar en umferðaraukningin, við erum komin að þeim mörkum. Það hefur verið mjög mikið um óhöpp í sumar og í mörgum tilvikum tefur það umferðina og síðast í gær gerðist það að það þurfti að stjórna umferðina í báðar áttir í minnsta kosti fjóra klukkutíma.“
Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira