Freyr í 1 á 1: Athyglin var of mikil á tímapunkti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. ágúst 2017 16:58 Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, fer yfir þátttöku Íslands á EM í Hollandi í þættinum 1 á 1 með Gumma Ben sem er á dagskrá á Stöð 2 Sport HD klukkan 22:35 í kvöld. Fátt gekk upp hjá íslenska liðinu á EM og það tapaði öllum þremur leikjum sínum. Mikil umfjöllun var um mótið og íslensku leikmennirnir voru áberandi í fjölmiðlum í aðdraganda þess. En var Freyr aldrei hræddur um að athyglin væri yfirþyrmandi fyrir leikmenn íslenska liðsins? „Jú, ég gerði það. Á sama tíma reyndi ég að hjálpa leikmönnum, með mínu fólki, að ráða við þetta eins mikið og við mögulega gátum. Þetta var of mikið á tímapunkti en það var ekki endilega slæmt því einhvern tímann þurfti þetta að gerast fyrir íþróttir kvenna,“ sagði Freyr. „Þarna vorum við með 50% af þjóðinni að horfa á okkur og 3000 manns á vellinum. Þetta var algjörlega nýtt og eitthvað sem ég er mjög stoltur að hafa verið hluti af. Það er engin eftirsjá en þetta hafði áhrif, jákvætt fyrir einverjar og frábær reynsla en klárlega of mikið fyrir einhverjar.“Íslensku stelpurnar á æfingu.vísir/vilhelmGummi spurði Frey einnig út aðgang fjölmiðla að íslenska liðinu á EM en hver einasta æfing þess virtist vera opin. „Það á að vera fjölmiðlaatburður á hverjum einasta degi sem er of mikið. [Mánudaginn eftir leikinn gegn Sviss] tók ég þá ákvörðun að hvíla leikmennina. Þær voru algjörlega búnar á því andlega. Ég hélt bara blaðamannafund þar sem mínir menn voru og það voru ákveðnir fjölmiðlamenn sem voru mjög óánægðir með það. Þetta fer í báðar áttir. Við viljum gera eins vel og hægt er en stundum þurfum við líka að vernda leikmennina,“ sagði Freyr. Elín Metta Jensen kom inn á sem varamaður í fyrsta leiknum gegn Frakklandi og fékk dæmda á sig vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok sem eina mark leiksins kom úr. Elín Metta kom ekki í viðtöl eftir leik en daginn eftir svaraði hún spurningum fjölmiðla á æfingu Íslands. „Hún gat ekki farið í viðtöl eftir Frakkaleikinn og flestir sýndu því virðingu. Það hefði enginn grætt á því að fá hana í viðtal þar. En hún var ósátt við að fá gagnrýni fyrir að mæta ekki í viðtöl og vildi mæta galvösk [daginn eftir]. Við ræddum bara hvernig hún myndi tækla þetta án þess að ritstýra henni,“ sagði Freyr.Harpa Þorsteinsdóttir huggar Elínu Mettu Jensen eftir leikinn gegn Frakklandi.vísir/vilhelmElín Metta spilaði ekki meira á EM eftir þetta atvik í Frakkaleiknum. „Hún tók ekki þátt í öllu verkefninu í síðustu tveimur leikjunum fyrir EM þar sem hún var að taka inntökupróf í læknisfræði. Aðrir leikmenn fengu tækifæri og nýttu það. Það var ein ástæða fyrir því að hún fékk færri mínútur. Svo tók þetta atvik í Frakkaleiknum á hana. Þetta var erfitt, henni fannst á sér brotið en samt fannst henni hún bera ábyrgðina eins og þetta er,“ sagði Freyr. „Ef leikurinn á móti Sviss hefði farið öðruvísi og við hefðum enn verið inni í myndinni á móti Austurríki hefði hún að öllum líkindum spilað þann leik. Hún var ekki tilbúin að spila á móti Sviss að mínu mati og undir lok leiks gegn Austurríki ákvað ég að leyfa öðrum leikmönnum að taka þátt í mótinu.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, fer yfir þátttöku Íslands á EM í Hollandi í þættinum 1 á 1 með Gumma Ben sem er á dagskrá á Stöð 2 Sport HD klukkan 22:35 í kvöld. Fátt gekk upp hjá íslenska liðinu á EM og það tapaði öllum þremur leikjum sínum. Mikil umfjöllun var um mótið og íslensku leikmennirnir voru áberandi í fjölmiðlum í aðdraganda þess. En var Freyr aldrei hræddur um að athyglin væri yfirþyrmandi fyrir leikmenn íslenska liðsins? „Jú, ég gerði það. Á sama tíma reyndi ég að hjálpa leikmönnum, með mínu fólki, að ráða við þetta eins mikið og við mögulega gátum. Þetta var of mikið á tímapunkti en það var ekki endilega slæmt því einhvern tímann þurfti þetta að gerast fyrir íþróttir kvenna,“ sagði Freyr. „Þarna vorum við með 50% af þjóðinni að horfa á okkur og 3000 manns á vellinum. Þetta var algjörlega nýtt og eitthvað sem ég er mjög stoltur að hafa verið hluti af. Það er engin eftirsjá en þetta hafði áhrif, jákvætt fyrir einverjar og frábær reynsla en klárlega of mikið fyrir einhverjar.“Íslensku stelpurnar á æfingu.vísir/vilhelmGummi spurði Frey einnig út aðgang fjölmiðla að íslenska liðinu á EM en hver einasta æfing þess virtist vera opin. „Það á að vera fjölmiðlaatburður á hverjum einasta degi sem er of mikið. [Mánudaginn eftir leikinn gegn Sviss] tók ég þá ákvörðun að hvíla leikmennina. Þær voru algjörlega búnar á því andlega. Ég hélt bara blaðamannafund þar sem mínir menn voru og það voru ákveðnir fjölmiðlamenn sem voru mjög óánægðir með það. Þetta fer í báðar áttir. Við viljum gera eins vel og hægt er en stundum þurfum við líka að vernda leikmennina,“ sagði Freyr. Elín Metta Jensen kom inn á sem varamaður í fyrsta leiknum gegn Frakklandi og fékk dæmda á sig vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok sem eina mark leiksins kom úr. Elín Metta kom ekki í viðtöl eftir leik en daginn eftir svaraði hún spurningum fjölmiðla á æfingu Íslands. „Hún gat ekki farið í viðtöl eftir Frakkaleikinn og flestir sýndu því virðingu. Það hefði enginn grætt á því að fá hana í viðtal þar. En hún var ósátt við að fá gagnrýni fyrir að mæta ekki í viðtöl og vildi mæta galvösk [daginn eftir]. Við ræddum bara hvernig hún myndi tækla þetta án þess að ritstýra henni,“ sagði Freyr.Harpa Þorsteinsdóttir huggar Elínu Mettu Jensen eftir leikinn gegn Frakklandi.vísir/vilhelmElín Metta spilaði ekki meira á EM eftir þetta atvik í Frakkaleiknum. „Hún tók ekki þátt í öllu verkefninu í síðustu tveimur leikjunum fyrir EM þar sem hún var að taka inntökupróf í læknisfræði. Aðrir leikmenn fengu tækifæri og nýttu það. Það var ein ástæða fyrir því að hún fékk færri mínútur. Svo tók þetta atvik í Frakkaleiknum á hana. Þetta var erfitt, henni fannst á sér brotið en samt fannst henni hún bera ábyrgðina eins og þetta er,“ sagði Freyr. „Ef leikurinn á móti Sviss hefði farið öðruvísi og við hefðum enn verið inni í myndinni á móti Austurríki hefði hún að öllum líkindum spilað þann leik. Hún var ekki tilbúin að spila á móti Sviss að mínu mati og undir lok leiks gegn Austurríki ákvað ég að leyfa öðrum leikmönnum að taka þátt í mótinu.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Sjá meira