Íslensk jarðarber seljast ekki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. ágúst 2017 20:20 Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber því það selst lítið sem ekkert af berjunum. Jarðaberjabóndi á Flúðum er hættur að týna ber í nokkrum gróðurhúsum enda hefur það engan tilgang þegar þau seljast ekki. Á hverju ári eru um tuttugu tonn af íslenskum jarðarberjum ræktuð á Silfurtúni á Flúðum. Ástandið hefur aldrei verið jafn dapurt og í sumar. „Það hefur gengið erfiðlega að koma þessu út. Við höfum orðið að lækka verð töluvert og við erum að velta á undan okkur allt of miklu magni af berjum. Þar af leiðandi verður þetta gamalt og ekki nógu seljanleg vara í búðunum. Þetta helgast af því að það er flutt alveg gríðarlegt magn inn af jarðarberjum. Það má segja að með tilkomu þessarar nýju verslunarkeðju sem kom núna um miðjan júní, að þá breyttist öll staðan hjá okkur íslenskum framleiðendum,“ segir Eiríkur Ágústsson. Hann segir afar erfitt að sjá garðyrkjustöðina sína koðna smátt og smátt niður þegar jarðarberin seljast svona illa. „Það er hundfúlt að vera að vinna hérna allan daginn og langt fram á kvöld og vita ekkert hvað verður um vöruna. Við þurfum jafnvel að henda og það er bara svona.“ Eiríkur segist fagna því að fá Costco inn á markaðinn og segir samkeppnina af hinu góða. „En mér finnst allt of lítil áhersla lögð á íslensku vöruna, íslensku berin, í þessum gömlu góðu búðum okkar. Sem voru að sinna okkur mjög vel og eru enn að sinna okkur. Ég vil bara sjá góða framstillingu á íslenskri vöru,“ segir Eiríkur. Til að bregðast við ástandinu hefur fjölskyldan í Silfurtúni ákveðið að bjóða fólki að koma í gróðurhúsin sín á morgun frá 11:00 til 15:00 og týna jarðarber fyrir sig og sína, í stað þess að þeim verði hent. „Við ætlum að gera það. Ég ætla bara að vona að það verði ekki allt of margt, en þetta er skemmtileg tilbreyting, að fá fólk hingað og leyfa því að týna.“ Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber því það selst lítið sem ekkert af berjunum. Jarðaberjabóndi á Flúðum er hættur að týna ber í nokkrum gróðurhúsum enda hefur það engan tilgang þegar þau seljast ekki. Á hverju ári eru um tuttugu tonn af íslenskum jarðarberjum ræktuð á Silfurtúni á Flúðum. Ástandið hefur aldrei verið jafn dapurt og í sumar. „Það hefur gengið erfiðlega að koma þessu út. Við höfum orðið að lækka verð töluvert og við erum að velta á undan okkur allt of miklu magni af berjum. Þar af leiðandi verður þetta gamalt og ekki nógu seljanleg vara í búðunum. Þetta helgast af því að það er flutt alveg gríðarlegt magn inn af jarðarberjum. Það má segja að með tilkomu þessarar nýju verslunarkeðju sem kom núna um miðjan júní, að þá breyttist öll staðan hjá okkur íslenskum framleiðendum,“ segir Eiríkur Ágústsson. Hann segir afar erfitt að sjá garðyrkjustöðina sína koðna smátt og smátt niður þegar jarðarberin seljast svona illa. „Það er hundfúlt að vera að vinna hérna allan daginn og langt fram á kvöld og vita ekkert hvað verður um vöruna. Við þurfum jafnvel að henda og það er bara svona.“ Eiríkur segist fagna því að fá Costco inn á markaðinn og segir samkeppnina af hinu góða. „En mér finnst allt of lítil áhersla lögð á íslensku vöruna, íslensku berin, í þessum gömlu góðu búðum okkar. Sem voru að sinna okkur mjög vel og eru enn að sinna okkur. Ég vil bara sjá góða framstillingu á íslenskri vöru,“ segir Eiríkur. Til að bregðast við ástandinu hefur fjölskyldan í Silfurtúni ákveðið að bjóða fólki að koma í gróðurhúsin sín á morgun frá 11:00 til 15:00 og týna jarðarber fyrir sig og sína, í stað þess að þeim verði hent. „Við ætlum að gera það. Ég ætla bara að vona að það verði ekki allt of margt, en þetta er skemmtileg tilbreyting, að fá fólk hingað og leyfa því að týna.“
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira