Íslensk jarðarber seljast ekki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. ágúst 2017 20:20 Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber því það selst lítið sem ekkert af berjunum. Jarðaberjabóndi á Flúðum er hættur að týna ber í nokkrum gróðurhúsum enda hefur það engan tilgang þegar þau seljast ekki. Á hverju ári eru um tuttugu tonn af íslenskum jarðarberjum ræktuð á Silfurtúni á Flúðum. Ástandið hefur aldrei verið jafn dapurt og í sumar. „Það hefur gengið erfiðlega að koma þessu út. Við höfum orðið að lækka verð töluvert og við erum að velta á undan okkur allt of miklu magni af berjum. Þar af leiðandi verður þetta gamalt og ekki nógu seljanleg vara í búðunum. Þetta helgast af því að það er flutt alveg gríðarlegt magn inn af jarðarberjum. Það má segja að með tilkomu þessarar nýju verslunarkeðju sem kom núna um miðjan júní, að þá breyttist öll staðan hjá okkur íslenskum framleiðendum,“ segir Eiríkur Ágústsson. Hann segir afar erfitt að sjá garðyrkjustöðina sína koðna smátt og smátt niður þegar jarðarberin seljast svona illa. „Það er hundfúlt að vera að vinna hérna allan daginn og langt fram á kvöld og vita ekkert hvað verður um vöruna. Við þurfum jafnvel að henda og það er bara svona.“ Eiríkur segist fagna því að fá Costco inn á markaðinn og segir samkeppnina af hinu góða. „En mér finnst allt of lítil áhersla lögð á íslensku vöruna, íslensku berin, í þessum gömlu góðu búðum okkar. Sem voru að sinna okkur mjög vel og eru enn að sinna okkur. Ég vil bara sjá góða framstillingu á íslenskri vöru,“ segir Eiríkur. Til að bregðast við ástandinu hefur fjölskyldan í Silfurtúni ákveðið að bjóða fólki að koma í gróðurhúsin sín á morgun frá 11:00 til 15:00 og týna jarðarber fyrir sig og sína, í stað þess að þeim verði hent. „Við ætlum að gera það. Ég ætla bara að vona að það verði ekki allt of margt, en þetta er skemmtileg tilbreyting, að fá fólk hingað og leyfa því að týna.“ Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber því það selst lítið sem ekkert af berjunum. Jarðaberjabóndi á Flúðum er hættur að týna ber í nokkrum gróðurhúsum enda hefur það engan tilgang þegar þau seljast ekki. Á hverju ári eru um tuttugu tonn af íslenskum jarðarberjum ræktuð á Silfurtúni á Flúðum. Ástandið hefur aldrei verið jafn dapurt og í sumar. „Það hefur gengið erfiðlega að koma þessu út. Við höfum orðið að lækka verð töluvert og við erum að velta á undan okkur allt of miklu magni af berjum. Þar af leiðandi verður þetta gamalt og ekki nógu seljanleg vara í búðunum. Þetta helgast af því að það er flutt alveg gríðarlegt magn inn af jarðarberjum. Það má segja að með tilkomu þessarar nýju verslunarkeðju sem kom núna um miðjan júní, að þá breyttist öll staðan hjá okkur íslenskum framleiðendum,“ segir Eiríkur Ágústsson. Hann segir afar erfitt að sjá garðyrkjustöðina sína koðna smátt og smátt niður þegar jarðarberin seljast svona illa. „Það er hundfúlt að vera að vinna hérna allan daginn og langt fram á kvöld og vita ekkert hvað verður um vöruna. Við þurfum jafnvel að henda og það er bara svona.“ Eiríkur segist fagna því að fá Costco inn á markaðinn og segir samkeppnina af hinu góða. „En mér finnst allt of lítil áhersla lögð á íslensku vöruna, íslensku berin, í þessum gömlu góðu búðum okkar. Sem voru að sinna okkur mjög vel og eru enn að sinna okkur. Ég vil bara sjá góða framstillingu á íslenskri vöru,“ segir Eiríkur. Til að bregðast við ástandinu hefur fjölskyldan í Silfurtúni ákveðið að bjóða fólki að koma í gróðurhúsin sín á morgun frá 11:00 til 15:00 og týna jarðarber fyrir sig og sína, í stað þess að þeim verði hent. „Við ætlum að gera það. Ég ætla bara að vona að það verði ekki allt of margt, en þetta er skemmtileg tilbreyting, að fá fólk hingað og leyfa því að týna.“
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira