Silfurmaðurinn Oozthuizen söng og neitar að gefast upp | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. ágúst 2017 14:15 Oosthuizen svekktur á vellinum í gær. vísir/getty Kylfingurinn Louis Oosthuizen náði þeim svekkjandi árangri í gær að hafa lent í öðru sæti á öllum risamótunum í golfi. Góður árangur en svekkjandi. Oosthuizen varð þá annar á PGA-meistaramótinu ásamt Francesco Molinari og Patrick Reed. Silfuralslemma á stórmótum því í húsi hjá kappanum. Oosthuizen tapaði fyrir Bubba Watson í umspili á Masters árið 2012 og svo aftur í umspili gegn Zach Johnson á Opna breska árið 2015. Hann varð svo annar á US Open sama ár en þá vann Dustin Johnson. Aðeins fimm kylfingar í sögunni hafa náð að vinna öll risamótin í golfi. Það eru þeir Gene Sarazen, Ben Hogan, Gary Player, Jack Nicklaus og Tiger Woods. Oosthuizen er þó í góðum félagsskap með mönnum eins og Greg Norman sem varð átta sinnum í öðru sæti á stórmóti. Það er þó ekkert miðað við Jack Nicklaus sem varð nítján sinnum í öðru sæti. Það er met sem verður seint slegið. Suður-Afríkumaðurinn birti frábært myndband af sér á Twitter eftir mótið þar sem hann syngur lagið Rise up með Andra Day og er greinilega ekki af baki dottinn.Just finished my career grand slam second's .. "I'll rise up" pic.twitter.com/083aRityWn— Louis Oosthuizen (@Louis57TM) August 14, 2017 Golf Tengdar fréttir Thomas tryggði sér sigur á PGA-meistaramótinu með ótrúlegum lokakafla | Myndbönd Justin Thomas varð í dag 4. yngsti kylfingurinn í sögunni að tryggja sér sigur á PGA-meistaramótinu og vann um leið sitt fyrsta risamót í golfi eftir frábærar níu holur þar sem örlögin voru honum hliðholl. 13. ágúst 2017 23:15 Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kylfingurinn Louis Oosthuizen náði þeim svekkjandi árangri í gær að hafa lent í öðru sæti á öllum risamótunum í golfi. Góður árangur en svekkjandi. Oosthuizen varð þá annar á PGA-meistaramótinu ásamt Francesco Molinari og Patrick Reed. Silfuralslemma á stórmótum því í húsi hjá kappanum. Oosthuizen tapaði fyrir Bubba Watson í umspili á Masters árið 2012 og svo aftur í umspili gegn Zach Johnson á Opna breska árið 2015. Hann varð svo annar á US Open sama ár en þá vann Dustin Johnson. Aðeins fimm kylfingar í sögunni hafa náð að vinna öll risamótin í golfi. Það eru þeir Gene Sarazen, Ben Hogan, Gary Player, Jack Nicklaus og Tiger Woods. Oosthuizen er þó í góðum félagsskap með mönnum eins og Greg Norman sem varð átta sinnum í öðru sæti á stórmóti. Það er þó ekkert miðað við Jack Nicklaus sem varð nítján sinnum í öðru sæti. Það er met sem verður seint slegið. Suður-Afríkumaðurinn birti frábært myndband af sér á Twitter eftir mótið þar sem hann syngur lagið Rise up með Andra Day og er greinilega ekki af baki dottinn.Just finished my career grand slam second's .. "I'll rise up" pic.twitter.com/083aRityWn— Louis Oosthuizen (@Louis57TM) August 14, 2017
Golf Tengdar fréttir Thomas tryggði sér sigur á PGA-meistaramótinu með ótrúlegum lokakafla | Myndbönd Justin Thomas varð í dag 4. yngsti kylfingurinn í sögunni að tryggja sér sigur á PGA-meistaramótinu og vann um leið sitt fyrsta risamót í golfi eftir frábærar níu holur þar sem örlögin voru honum hliðholl. 13. ágúst 2017 23:15 Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Thomas tryggði sér sigur á PGA-meistaramótinu með ótrúlegum lokakafla | Myndbönd Justin Thomas varð í dag 4. yngsti kylfingurinn í sögunni að tryggja sér sigur á PGA-meistaramótinu og vann um leið sitt fyrsta risamót í golfi eftir frábærar níu holur þar sem örlögin voru honum hliðholl. 13. ágúst 2017 23:15