Fylgdu stuttu þingi eftir með lengsta sumarfríinu í áratug Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fundaði ekki í 41 dag í sumar. vísir/anton Engin ríkisstjórn í rúman áratug hefur tekið sér jafn langt frí milli ríkisstjórnarfunda yfir sumartímann og núverandi ríkisstjórn gerði í sumar. Um sex vikur, eða 41 dagur, leið þá á milli ríkisstjórnarfunda, eða frá 30. júní þar til ríkisstjórnin kom loks aftur saman til fundar 11. ágúst síðastliðinn. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi fundaleysi ríkisstjórnarinnar í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær undir yfirskriftinni „Rólegt sumar í ríkisstjórn“. Velti Steingrímur kaldhæðnislega upp þeirri spurningu hvort engin þörf væri á forystu um landsmálin og hvort engin viðfangsefni kölluðu á að ríkisstjórnin að minnsta kosti hittist til að ræða málin. Frá árinu 2013 hafa hlé á ríkisstjórnarfundum yfir sumartímann lengst verulega. Þar til nú í sumar var lengsta hlé á fundum 37 dagar sumarið 2015, hjá ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Það hlé kallaði Árni Páll Árnason, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, lengsta sumarfrí ríkisstjórnar í Íslandssögunni. Nær ómögulegt er þó að sannreyna hvort fríið sé það lengsta í sögunni. Upplýsingar á vef forsætisráðuneytisins ná aðeins aftur til ársins 2009 og rafræn skjalaskráning er tiltölulega ný af nálinni. Fundargerðir á árunum frá síðustu aldamótum til ársins 2006 voru ritaðar á tölvu en einungis varðveittar á pappír. Áratugina þar á undan voru þær handskrifaðar. Við fyrri athugun blaðamanns á málinu fengust þær upplýsingar að það væri nánast ógjörningur að leita í skjalasafni að lengra sumarfríi. En staðfest fékkst að frá árinu 2006 væru ekki dæmi um lengra frí en á umliðnum árum. Fundaleysi sumarsins er ekki síst athyglisvert í ljósi þess hversu óvenjulegt síðasta þing var. Það var sett 6. desember í kjölfar snemmbúinna kosninga í lok október og ný ríkisstjórn ekki formlega mynduð fyrr en 11. janúar. Þingi var svo frestað í byrjun júní. Frá þingsetningu til þingfrestunar fengu þingmenn að auki alls 53 daga í jóla- og páskafrí. Í grein sinni spyr Steingrímur hvort ekki hafi verið tilefni til að ræða alvarlega stöðu sem blasi við sauðfjárbændum í haust, stefnumótun í ferðaþjónustu, stefnu í peningamálum, siðareglur ráðherra og þingmanna og umdeild fiskeldisáform. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira
Engin ríkisstjórn í rúman áratug hefur tekið sér jafn langt frí milli ríkisstjórnarfunda yfir sumartímann og núverandi ríkisstjórn gerði í sumar. Um sex vikur, eða 41 dagur, leið þá á milli ríkisstjórnarfunda, eða frá 30. júní þar til ríkisstjórnin kom loks aftur saman til fundar 11. ágúst síðastliðinn. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi fundaleysi ríkisstjórnarinnar í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær undir yfirskriftinni „Rólegt sumar í ríkisstjórn“. Velti Steingrímur kaldhæðnislega upp þeirri spurningu hvort engin þörf væri á forystu um landsmálin og hvort engin viðfangsefni kölluðu á að ríkisstjórnin að minnsta kosti hittist til að ræða málin. Frá árinu 2013 hafa hlé á ríkisstjórnarfundum yfir sumartímann lengst verulega. Þar til nú í sumar var lengsta hlé á fundum 37 dagar sumarið 2015, hjá ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Það hlé kallaði Árni Páll Árnason, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, lengsta sumarfrí ríkisstjórnar í Íslandssögunni. Nær ómögulegt er þó að sannreyna hvort fríið sé það lengsta í sögunni. Upplýsingar á vef forsætisráðuneytisins ná aðeins aftur til ársins 2009 og rafræn skjalaskráning er tiltölulega ný af nálinni. Fundargerðir á árunum frá síðustu aldamótum til ársins 2006 voru ritaðar á tölvu en einungis varðveittar á pappír. Áratugina þar á undan voru þær handskrifaðar. Við fyrri athugun blaðamanns á málinu fengust þær upplýsingar að það væri nánast ógjörningur að leita í skjalasafni að lengra sumarfríi. En staðfest fékkst að frá árinu 2006 væru ekki dæmi um lengra frí en á umliðnum árum. Fundaleysi sumarsins er ekki síst athyglisvert í ljósi þess hversu óvenjulegt síðasta þing var. Það var sett 6. desember í kjölfar snemmbúinna kosninga í lok október og ný ríkisstjórn ekki formlega mynduð fyrr en 11. janúar. Þingi var svo frestað í byrjun júní. Frá þingsetningu til þingfrestunar fengu þingmenn að auki alls 53 daga í jóla- og páskafrí. Í grein sinni spyr Steingrímur hvort ekki hafi verið tilefni til að ræða alvarlega stöðu sem blasi við sauðfjárbændum í haust, stefnumótun í ferðaþjónustu, stefnu í peningamálum, siðareglur ráðherra og þingmanna og umdeild fiskeldisáform.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira