Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 17:13 Kolbrún var stödd í súpermarkaði á Römblunni þegar fólk þusti inn skelfingu lostið. Vísir Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri DV, er stödd í Barcelona. Hún er stödd núna í stórum súpermarkaði á Römblunni ásamt um hundrað manns til viðbótar og varð vitni að því þegar fólk kom skelfingu lostið inn í búðina. „Ég var hérna og var að borga þegar kemur hópur af fólki, tíu manns, og hrópar skelfingu lostið. Fólkið var á flótta og þusti inn í búðina. Fyrsta sem manni dettur í hug er hryðjuverkaárás og það reyndist rétt. Umsjónarmenn búðarinnar voru fljótir að sjá það og búðinni var lokað, settir hlerar niður,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi.Talaði við fólk sem varð vitni að árásinni Kolbrún segir að inni í búðinni sé fólk sem varð vitni að árásinni. „Þarna var maður sem ýtti börnunum sínum frá. Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni. Það er furðurlegt að þetta fólk erí sjálfu sér rólegt miðað við aðstæður,“ segir Kolbrún. Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. Hún veit ekki hvenær þeim verður hleypt út.Rólegt andrúmsloft Aðspurð um andrúmsloftið þarna inni segir Kolbrún fólk vera tiltölulega rólegt. Sumir séu frosnir og samhugur sé bersýnilegur. „Fólk situr á gólfinu, það er að borða. Sumir eru að lesa. Börnin eru merkilega róleg en þetta er mjög sérstakt,“ segir Kolbrún. Hún segir að henni líði ágætlega. „Ég bjóst aldrei við að lenda í svona aðstæðum en ég er mjög róleg, ég er ekkert hrædd eða neitt slíkt,“ segir Kolbrún og nefnir að allir þarna inni séu sammála um að það sé hræðilegt hvernig heimurinn sé orðinn og þetta sé orðinn veruleikinn. Kolbrún hefur verið í langri Evrópureisu en stefnir á að snúa heim á laugardaginn næstkomandi. Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri DV, er stödd í Barcelona. Hún er stödd núna í stórum súpermarkaði á Römblunni ásamt um hundrað manns til viðbótar og varð vitni að því þegar fólk kom skelfingu lostið inn í búðina. „Ég var hérna og var að borga þegar kemur hópur af fólki, tíu manns, og hrópar skelfingu lostið. Fólkið var á flótta og þusti inn í búðina. Fyrsta sem manni dettur í hug er hryðjuverkaárás og það reyndist rétt. Umsjónarmenn búðarinnar voru fljótir að sjá það og búðinni var lokað, settir hlerar niður,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi.Talaði við fólk sem varð vitni að árásinni Kolbrún segir að inni í búðinni sé fólk sem varð vitni að árásinni. „Þarna var maður sem ýtti börnunum sínum frá. Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni. Það er furðurlegt að þetta fólk erí sjálfu sér rólegt miðað við aðstæður,“ segir Kolbrún. Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. Hún veit ekki hvenær þeim verður hleypt út.Rólegt andrúmsloft Aðspurð um andrúmsloftið þarna inni segir Kolbrún fólk vera tiltölulega rólegt. Sumir séu frosnir og samhugur sé bersýnilegur. „Fólk situr á gólfinu, það er að borða. Sumir eru að lesa. Börnin eru merkilega róleg en þetta er mjög sérstakt,“ segir Kolbrún. Hún segir að henni líði ágætlega. „Ég bjóst aldrei við að lenda í svona aðstæðum en ég er mjög róleg, ég er ekkert hrædd eða neitt slíkt,“ segir Kolbrún og nefnir að allir þarna inni séu sammála um að það sé hræðilegt hvernig heimurinn sé orðinn og þetta sé orðinn veruleikinn. Kolbrún hefur verið í langri Evrópureisu en stefnir á að snúa heim á laugardaginn næstkomandi.
Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira