Allt um akstur Strætó og götulokanir á Menningarnótt Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2017 10:15 Á Menningarnótt mun Strætó aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun frá morgni til klukkan 22:30. Vísir/Pjetur Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. Strætó hvetur alla sem ætla sér að eyða deginum eða kvöldinu í miðbæ Reykjavíkur að nýta sér almenningssamgöngur. Símaver Reykjavíkurborgar verður vel mannað á laugardeginum og þá sem vantar frekari upplýsingar um hátíðina geta hringt í síma 411-1111. Opið er í símaveri Reykjavíkurborgar frá klukkan 08:00-23:00.Skutluþjónusta Strætó Strætó verður með skutluþjónustu sem ekur frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og þaðan beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. Skutluþjónustan er góður valkostur fyrir þá sem ætla á bílnum í miðbæinn, en ökumenn eru hvattir til að leggja kringum Borgartún eða Laugardalshöll og nýta sér strætóskutluna í miðbæinn. Strætóskutlurnar munu keyra frá klukkan 07:30 til klukkan 01:00 um nóttina og frítt er fyrir alla farþega.Leið Strætóskutlunnar má skoða hér.Hefðbundið leiðakerfi Strætó rofið klukkan 22:30 Á Menningarnótt mun Strætó aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun frá morgni til klukkan 22:30. Klukkan 22:30 verður hefðbundið leiðakerfi Strætó rofið og sérstöku leiðakerfi verður komið á klukkan 23:00 sem miðar að því að koma gestum Menningarnætur heim eins fljótt og kostur er. Hver leið verður merkt bókstaf og munu þær keyra frá Hlemm eða BSÍ á mismunandi áfangastaði innan höfuðborgarsvæðisins. Rúmlega 70 strætisvagnar verða sendir eftir þörfum til þess að taka þátt í tæmingu miðbæjarins.Hægt er að skoða sérstaka leiðakerfið á korti hér.Leiðakerfi Strætó kl. 23:00 - 01:00 á Menningarnótt Brottfarir frá Hlemmi og BSÍ.Leið A: Bústaðavegur – Austurbær Akstursleið: Teigar – Sund – Vogar – Gerði – Bústaðavegur – HáaleitiLeið B: Breiðholt Akstursleið: Sæbraut - Mjódd – Bakkar – Hólar – Berg – Fell – SeljahverfiLeið G: Grafarvogur Akstursleið: Ártún – Gullinbrú – Foldir – Hús – Rimar – Borgir – Víkur – StaðirLeið H: Garðabær – Hafnarfjörður Akstursleið: Hamraborg – Ásgarður – Reykjavíkurvegur – Fjörður – Hringbraut – VellirLeið K: Kópavogur Akstursleið: Hamraborg – Digranes – Hjallar – Lindir – Salir – Kórar – VatnsendiLeið M: Grafarholt – Mosfellsbær* Akstursleið: Vesturlandsvegur – Grafarholt – Úlfarsárdalur – Mosfellsbær *(Ferð verður farin frá Háholti út á Kjalarnes kl. 00:30 )Leið N: Árbær – Norðlingaholt Akstursleið: Suðurlandsbraut - Ártún – Rofabær – Selásbraut – NorðlingaholtLeið V: Vesturbær – Seltjarnarnes Akstursleið: Þorragata – Hagar – Nesvegur – Seltjarnarnes – GrandarYfirlit yfir hátíðarsvæðið og götulokanir.Menningarnott.isGÖTULOKANIR Á Menningarnótt er miðborgin ein allsherjar göngugata og verður því lokuð fyrir bílaumferð frá kl. 7 að morgni til 2 eftir miðnætti. Það er gert til þess að tryggja öryggi gangandi og akandi vegfaranda á þessum fjölsóttasta hátíðardegi ársins. Gestir Menningarnætur eru hvattir til að ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur til að komast á hátíðarsvæðið. Þeir sem þurfa að koma á einkabíl er bent á að nota bílastæði við Borgartún og í Laugardalnum þar sem ókeypis strætóskutlur aka fólki til og frá hátíðarsvæðinu frá kl. 7.30-1.00. Eins og lög gera ráð fyrir verður sektað fyrir ólöglegar bílastöður og þeir bílar sem hindra aðgengi lögreglu, sjúkrabíla og slökkviliðs verða dregnir í burtu svo unnt sé að tryggja aðgengi þessara öryggisaðila ef óhapp ber að. Hægt er að nálgast kort yfir götulokanir á vefsíðu Menningarnætur eða fá upplýsingar í símaveri Reykjavíkurborgar frá kl. 8-23 á Menningarnótt, s.411-1111. Menningarnótt Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. Strætó hvetur alla sem ætla sér að eyða deginum eða kvöldinu í miðbæ Reykjavíkur að nýta sér almenningssamgöngur. Símaver Reykjavíkurborgar verður vel mannað á laugardeginum og þá sem vantar frekari upplýsingar um hátíðina geta hringt í síma 411-1111. Opið er í símaveri Reykjavíkurborgar frá klukkan 08:00-23:00.Skutluþjónusta Strætó Strætó verður með skutluþjónustu sem ekur frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og þaðan beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. Skutluþjónustan er góður valkostur fyrir þá sem ætla á bílnum í miðbæinn, en ökumenn eru hvattir til að leggja kringum Borgartún eða Laugardalshöll og nýta sér strætóskutluna í miðbæinn. Strætóskutlurnar munu keyra frá klukkan 07:30 til klukkan 01:00 um nóttina og frítt er fyrir alla farþega.Leið Strætóskutlunnar má skoða hér.Hefðbundið leiðakerfi Strætó rofið klukkan 22:30 Á Menningarnótt mun Strætó aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun frá morgni til klukkan 22:30. Klukkan 22:30 verður hefðbundið leiðakerfi Strætó rofið og sérstöku leiðakerfi verður komið á klukkan 23:00 sem miðar að því að koma gestum Menningarnætur heim eins fljótt og kostur er. Hver leið verður merkt bókstaf og munu þær keyra frá Hlemm eða BSÍ á mismunandi áfangastaði innan höfuðborgarsvæðisins. Rúmlega 70 strætisvagnar verða sendir eftir þörfum til þess að taka þátt í tæmingu miðbæjarins.Hægt er að skoða sérstaka leiðakerfið á korti hér.Leiðakerfi Strætó kl. 23:00 - 01:00 á Menningarnótt Brottfarir frá Hlemmi og BSÍ.Leið A: Bústaðavegur – Austurbær Akstursleið: Teigar – Sund – Vogar – Gerði – Bústaðavegur – HáaleitiLeið B: Breiðholt Akstursleið: Sæbraut - Mjódd – Bakkar – Hólar – Berg – Fell – SeljahverfiLeið G: Grafarvogur Akstursleið: Ártún – Gullinbrú – Foldir – Hús – Rimar – Borgir – Víkur – StaðirLeið H: Garðabær – Hafnarfjörður Akstursleið: Hamraborg – Ásgarður – Reykjavíkurvegur – Fjörður – Hringbraut – VellirLeið K: Kópavogur Akstursleið: Hamraborg – Digranes – Hjallar – Lindir – Salir – Kórar – VatnsendiLeið M: Grafarholt – Mosfellsbær* Akstursleið: Vesturlandsvegur – Grafarholt – Úlfarsárdalur – Mosfellsbær *(Ferð verður farin frá Háholti út á Kjalarnes kl. 00:30 )Leið N: Árbær – Norðlingaholt Akstursleið: Suðurlandsbraut - Ártún – Rofabær – Selásbraut – NorðlingaholtLeið V: Vesturbær – Seltjarnarnes Akstursleið: Þorragata – Hagar – Nesvegur – Seltjarnarnes – GrandarYfirlit yfir hátíðarsvæðið og götulokanir.Menningarnott.isGÖTULOKANIR Á Menningarnótt er miðborgin ein allsherjar göngugata og verður því lokuð fyrir bílaumferð frá kl. 7 að morgni til 2 eftir miðnætti. Það er gert til þess að tryggja öryggi gangandi og akandi vegfaranda á þessum fjölsóttasta hátíðardegi ársins. Gestir Menningarnætur eru hvattir til að ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur til að komast á hátíðarsvæðið. Þeir sem þurfa að koma á einkabíl er bent á að nota bílastæði við Borgartún og í Laugardalnum þar sem ókeypis strætóskutlur aka fólki til og frá hátíðarsvæðinu frá kl. 7.30-1.00. Eins og lög gera ráð fyrir verður sektað fyrir ólöglegar bílastöður og þeir bílar sem hindra aðgengi lögreglu, sjúkrabíla og slökkviliðs verða dregnir í burtu svo unnt sé að tryggja aðgengi þessara öryggisaðila ef óhapp ber að. Hægt er að nálgast kort yfir götulokanir á vefsíðu Menningarnætur eða fá upplýsingar í símaveri Reykjavíkurborgar frá kl. 8-23 á Menningarnótt, s.411-1111.
Menningarnótt Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira