Lögreglan fundaði í dag vegna hryðjuverkanna í Barcelona Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. ágúst 2017 19:30 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fundaði í dag vegna hryðjuverkanna í Barcelona, en á morgun verður fjölmennasti viðburður ársins haldinn í Reykjavík. Búist er við að yfir hundrað þúsund manns komi til með að sækja viðburði Menningarnætur sem nær hámarki með flugeldasýningu annað kvöld. Viðamiklar lokanir hafa verið gerðar í miðborginni á morgun vegna Reykjavíkurmaraþons og þeirra fjölmörgu viðburða sem verða í boði á Menningarnótt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu býst við að meira en hundrað þúsund manns í miðborginni og til að tryggja öryggi er unnið eftir viðbúnaðarskipulagi sem viðhaft hefur verið í sumar á fjölmennum viðburðum. Yfirlögregluþjónn segir umfang lokanna og takmörkun umferðar vera á stærra svæði en áður. „Við erum með mjög stór skipulag í gangi, löggæsluskipulag og að því koma Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Ríkislögreglustjóri og síðan erum við í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg. Þannig að þetta er geysi viðamikil aðgerð,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hluta Sæbrautar verður lokað fyrir allri umferð á morgun, frá klukkan sjö að morgni og til klukkan tvö eftir miðnætti. Fólk er beðið um að leggja fær til þess að komast nær og nýta sér almenningssamgöngur til þess að komast í miðbæinn. Strætó mun aka frá völdum stöðum þar sem hægt verður að leggja bílum og fá farþegar frítt í vagninn til þess að komast í miðbæinn. Lögregluyfirvöld funduðu í dag vegna hryðjuverkanna Barcelona í gær, þar var sendibifreið notuð til þess að aka á gangandi vegfarendur „Það er búið að funda vegna þessara hryðjuverka en eins og ég sagði að þá hafa löggæsluáætlanir varðandi þessa viðburði í allt sumar tekið mið af því að reyna að koma í veg fyrir og að geta brugðist við ef að svona kemur upp hjá okkur,“ segir Ásgeir Þór. Ásgeir hvetur eigendur stóra vöruflutningabifreiða og sendibíla til þess að huga að frágangi ökutækja sinni séu þau ekki í notkun á morgun með það í huga að ekki sé hægt að taka þau ófrjálsri hendi. Búist er við því að allt að fimmtán þúsund manns komi til með að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni á morgun og nær hlaupaleiðin út fyrir þær lokanir sem gerðar hafa verið í miðborginni. Ásgeir segir að hugað sé að öryggi þeirra sem taka þátt í hlaupinu. „Þetta er löng leið og það er auðvitað erfiðara. Maraþonið er undir í þessum viðburði líka, þannig að við reynum hvað við getum til þess að allir þeir sem munu leggja leið sína, á hvaða viðburð sem er á Menningarnótt, að þeir geti verið öruggir hjá okkur. Menningarnótt Tengdar fréttir Allt um akstur Strætó og götulokanir á Menningarnótt Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. 18. ágúst 2017 10:15 Öryggisgæsla með hefðbundnu sniði á Menningarnótt Þá verður vörubílum stillt upp á nokkrum stöðum til að auka öryggi. 18. ágúst 2017 11:31 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fundaði í dag vegna hryðjuverkanna í Barcelona, en á morgun verður fjölmennasti viðburður ársins haldinn í Reykjavík. Búist er við að yfir hundrað þúsund manns komi til með að sækja viðburði Menningarnætur sem nær hámarki með flugeldasýningu annað kvöld. Viðamiklar lokanir hafa verið gerðar í miðborginni á morgun vegna Reykjavíkurmaraþons og þeirra fjölmörgu viðburða sem verða í boði á Menningarnótt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu býst við að meira en hundrað þúsund manns í miðborginni og til að tryggja öryggi er unnið eftir viðbúnaðarskipulagi sem viðhaft hefur verið í sumar á fjölmennum viðburðum. Yfirlögregluþjónn segir umfang lokanna og takmörkun umferðar vera á stærra svæði en áður. „Við erum með mjög stór skipulag í gangi, löggæsluskipulag og að því koma Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Ríkislögreglustjóri og síðan erum við í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg. Þannig að þetta er geysi viðamikil aðgerð,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hluta Sæbrautar verður lokað fyrir allri umferð á morgun, frá klukkan sjö að morgni og til klukkan tvö eftir miðnætti. Fólk er beðið um að leggja fær til þess að komast nær og nýta sér almenningssamgöngur til þess að komast í miðbæinn. Strætó mun aka frá völdum stöðum þar sem hægt verður að leggja bílum og fá farþegar frítt í vagninn til þess að komast í miðbæinn. Lögregluyfirvöld funduðu í dag vegna hryðjuverkanna Barcelona í gær, þar var sendibifreið notuð til þess að aka á gangandi vegfarendur „Það er búið að funda vegna þessara hryðjuverka en eins og ég sagði að þá hafa löggæsluáætlanir varðandi þessa viðburði í allt sumar tekið mið af því að reyna að koma í veg fyrir og að geta brugðist við ef að svona kemur upp hjá okkur,“ segir Ásgeir Þór. Ásgeir hvetur eigendur stóra vöruflutningabifreiða og sendibíla til þess að huga að frágangi ökutækja sinni séu þau ekki í notkun á morgun með það í huga að ekki sé hægt að taka þau ófrjálsri hendi. Búist er við því að allt að fimmtán þúsund manns komi til með að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni á morgun og nær hlaupaleiðin út fyrir þær lokanir sem gerðar hafa verið í miðborginni. Ásgeir segir að hugað sé að öryggi þeirra sem taka þátt í hlaupinu. „Þetta er löng leið og það er auðvitað erfiðara. Maraþonið er undir í þessum viðburði líka, þannig að við reynum hvað við getum til þess að allir þeir sem munu leggja leið sína, á hvaða viðburð sem er á Menningarnótt, að þeir geti verið öruggir hjá okkur.
Menningarnótt Tengdar fréttir Allt um akstur Strætó og götulokanir á Menningarnótt Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. 18. ágúst 2017 10:15 Öryggisgæsla með hefðbundnu sniði á Menningarnótt Þá verður vörubílum stillt upp á nokkrum stöðum til að auka öryggi. 18. ágúst 2017 11:31 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Allt um akstur Strætó og götulokanir á Menningarnótt Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. 18. ágúst 2017 10:15
Öryggisgæsla með hefðbundnu sniði á Menningarnótt Þá verður vörubílum stillt upp á nokkrum stöðum til að auka öryggi. 18. ágúst 2017 11:31