Sigurður Gunnar: Ég er fúll og brjálaður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2017 06:00 Sigurður mælir með því að sem flestir prófi að spila körfubolta í Grindavík. Segir að það sé frábært. Vísir/Anton „Það er mjög gott að koma heim. Deildin hér heima er góð og mikil og góð umfjöllun um hana. Það er fínt að koma heim og hlaða batteríin í eitt ár,“ segir Sigurður Gunnar Þorsteinsson en hann skrifaði undir samning við Grindavík fyrr í vikunni. Sigurður hefur leikið erlendis síðustu þrjú ár. Var fyrst eitt ár í Svíþjóð en síðustu tvö tímabil hefur hann spilað í Grikklandi. „Það var ýmislegt sem kom upp á og þetta þróaðist í þessa átt og nú er ég kominn aftur í Grindavík,“ segir þessi 29 ára gamli og 205 sentimetra hái leikmaður. Hann spilaði með Grindavík í þrjú ár áður en hann fór út en var þar áður hjá Keflavík og KFÍ.Sigurður Gunnar Þorsteinsson kynntur til leiks ásamt nýjum liðsfélögum.Fésbókar síða Körfuknattleiksdeildar GrindavíkurMikil lífsreynsla Þessi sterki strákur hefur safnað mikilli reynslu erlendis og er ánægður með dvölina ytra. „Þetta var mjög skemmtilegt og ég var í tveimur góðum deildum. Þetta var ákveðin lífsreynsla sem maður býr nú að. Boltinn þarna úti er talsvert öðruvísi en hér heima. Meira stillt upp og skotklukkan nýtt. Ég tel mig hafa þroskast og lært heilmikið um körfubolta á þessum árum. Það er ýmislegt sem maður lærir og ekki síst hvernig maður horfir á leikinn.“ Miðherjinn hafði mestan áhuga á því að ganga aftur í raðir Grindavíkur og það gekk eftir að hann komst þangað. „Ég gaf öðrum liðum ekki mikið færi á mér. Mér leið alltaf vel í Grindavík og mæli eindregið með því að leikmenn prófi að spila þar. Það er frábært að vera í Grindavík,“ segir Sigurður en Grindjánar eru komnir með mjög sterkt lið og eru líklegir til afreka á komandi vetri í Domino’s-deildinni. „Ég veit ekki betur en að við stefnum að því að vinna titla. KR verður liðið sem öll lið ætla sér að vinna. Svo hefur landslagið mikið breyst. Við verðum góðir sem og Stólarnir. ÍR endaði vel í fyrra og verður spennandi að fylgjast með þeim í vetur.“Sigurður Gunnar Þorsteinsson á æfingu með íslenska landsliðinu.Vísir/Andri MarinóVerð að kyngja þessu Þessi vinalegi risi var í æfingahópi íslenska landsliðsins fyrir EM en lenti í síðasta niðurskurði. Hann kemst því ekki á EM rétt eins og síðast er liðið fór þangað. „Ég er fúll og brjálaður en maður verður að kyngja því. Ég ætlaði mér að komast út með liðinu núna og auðvitað er ég ósáttur við ákvörðun þjálfarans en maður skilur að hann þarf að velja og valið er erfitt,“ segir Sigurður þó kurteislega en hvernig metur hann möguleika íslenska liðsins á EM? „Ef við horfum á pappírana þá er alveg ljóst að þetta verður erfitt en ég held að liðið eigi góða möguleika á því að vinna einn til tvo leiki. Það er talað um að það þurfi að vinna tvo til þess að komast áfram. Ef liðið vinnur leik snemma þá er alltaf möguleiki að taka annan.“ Bárðdælingurinn ungi Tryggvi Hlinason er ein ástæðan fyrir því að Sigurður komst ekki í hópinn og hann ber sveitadrengnum unga vel söguna. „Tryggvi er gríðarlega hæfileikaríkur og hefur bætt sig mikið. Ég hef meira að segja séð hann taka stórt skref. Það verður mjög spennandi að fylgjast með honum á EM gegn hinum stóru strákunum.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Sigurður Gunnar kominn aftur í Grindavík Grindvíkingar hafa fengið mikinn liðstyrk í karlakörfunni en félagið hefur náð samkomulagi við miðherjann Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í kvöld. 15. ágúst 2017 17:17 Sigurður: Mæli eindregið með því að spila í Grindavík Sigurður Gunnar Þorsteinsson er kominn aftur til Íslands eftir dvöl í Grikklandi og Svíþjóð. 18. ágúst 2017 19:00 Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
„Það er mjög gott að koma heim. Deildin hér heima er góð og mikil og góð umfjöllun um hana. Það er fínt að koma heim og hlaða batteríin í eitt ár,“ segir Sigurður Gunnar Þorsteinsson en hann skrifaði undir samning við Grindavík fyrr í vikunni. Sigurður hefur leikið erlendis síðustu þrjú ár. Var fyrst eitt ár í Svíþjóð en síðustu tvö tímabil hefur hann spilað í Grikklandi. „Það var ýmislegt sem kom upp á og þetta þróaðist í þessa átt og nú er ég kominn aftur í Grindavík,“ segir þessi 29 ára gamli og 205 sentimetra hái leikmaður. Hann spilaði með Grindavík í þrjú ár áður en hann fór út en var þar áður hjá Keflavík og KFÍ.Sigurður Gunnar Þorsteinsson kynntur til leiks ásamt nýjum liðsfélögum.Fésbókar síða Körfuknattleiksdeildar GrindavíkurMikil lífsreynsla Þessi sterki strákur hefur safnað mikilli reynslu erlendis og er ánægður með dvölina ytra. „Þetta var mjög skemmtilegt og ég var í tveimur góðum deildum. Þetta var ákveðin lífsreynsla sem maður býr nú að. Boltinn þarna úti er talsvert öðruvísi en hér heima. Meira stillt upp og skotklukkan nýtt. Ég tel mig hafa þroskast og lært heilmikið um körfubolta á þessum árum. Það er ýmislegt sem maður lærir og ekki síst hvernig maður horfir á leikinn.“ Miðherjinn hafði mestan áhuga á því að ganga aftur í raðir Grindavíkur og það gekk eftir að hann komst þangað. „Ég gaf öðrum liðum ekki mikið færi á mér. Mér leið alltaf vel í Grindavík og mæli eindregið með því að leikmenn prófi að spila þar. Það er frábært að vera í Grindavík,“ segir Sigurður en Grindjánar eru komnir með mjög sterkt lið og eru líklegir til afreka á komandi vetri í Domino’s-deildinni. „Ég veit ekki betur en að við stefnum að því að vinna titla. KR verður liðið sem öll lið ætla sér að vinna. Svo hefur landslagið mikið breyst. Við verðum góðir sem og Stólarnir. ÍR endaði vel í fyrra og verður spennandi að fylgjast með þeim í vetur.“Sigurður Gunnar Þorsteinsson á æfingu með íslenska landsliðinu.Vísir/Andri MarinóVerð að kyngja þessu Þessi vinalegi risi var í æfingahópi íslenska landsliðsins fyrir EM en lenti í síðasta niðurskurði. Hann kemst því ekki á EM rétt eins og síðast er liðið fór þangað. „Ég er fúll og brjálaður en maður verður að kyngja því. Ég ætlaði mér að komast út með liðinu núna og auðvitað er ég ósáttur við ákvörðun þjálfarans en maður skilur að hann þarf að velja og valið er erfitt,“ segir Sigurður þó kurteislega en hvernig metur hann möguleika íslenska liðsins á EM? „Ef við horfum á pappírana þá er alveg ljóst að þetta verður erfitt en ég held að liðið eigi góða möguleika á því að vinna einn til tvo leiki. Það er talað um að það þurfi að vinna tvo til þess að komast áfram. Ef liðið vinnur leik snemma þá er alltaf möguleiki að taka annan.“ Bárðdælingurinn ungi Tryggvi Hlinason er ein ástæðan fyrir því að Sigurður komst ekki í hópinn og hann ber sveitadrengnum unga vel söguna. „Tryggvi er gríðarlega hæfileikaríkur og hefur bætt sig mikið. Ég hef meira að segja séð hann taka stórt skref. Það verður mjög spennandi að fylgjast með honum á EM gegn hinum stóru strákunum.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Sigurður Gunnar kominn aftur í Grindavík Grindvíkingar hafa fengið mikinn liðstyrk í karlakörfunni en félagið hefur náð samkomulagi við miðherjann Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í kvöld. 15. ágúst 2017 17:17 Sigurður: Mæli eindregið með því að spila í Grindavík Sigurður Gunnar Þorsteinsson er kominn aftur til Íslands eftir dvöl í Grikklandi og Svíþjóð. 18. ágúst 2017 19:00 Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
Sigurður Gunnar kominn aftur í Grindavík Grindvíkingar hafa fengið mikinn liðstyrk í karlakörfunni en félagið hefur náð samkomulagi við miðherjann Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í kvöld. 15. ágúst 2017 17:17
Sigurður: Mæli eindregið með því að spila í Grindavík Sigurður Gunnar Þorsteinsson er kominn aftur til Íslands eftir dvöl í Grikklandi og Svíþjóð. 18. ágúst 2017 19:00