Golf

Haraldur Franklín í forystu fyrir lokadaginn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús. vísir/stefán
Haraldur Franklín Magnús úr GR er í forystu eftir annan keppnisdag á Securitasmótinu í golfi. Mótið er lokamót Eimskipsmótaraðarinnar fyrir tímabilið 2016-17 og fer fram á Grafarholtsvelli.

Haraldur fór hringinn í dag á þremur höggum undir pari og er því samtals á átta höggum undir pari í fyrsta sætinu.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR og Aron Snær Júlíusson úr GKG eru jafnir í 2.-3. sæti á fimm höggum undir pari.

Kristján Þór Einarsson er í fjórða sætinu á pari, svo forysta þriggja efstu er nokkuð örugg fyrir síðasta keppnisdaginn.

Í kvennaflokki er Gunnhildur Kristjánsdóttir úr GK í forystu á átta höggum yfir pari. Hún hefur eins höggs forystu á Sögu Traustadóttur úr GR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×