Íslenski boltinn

Óskar Hrafn: Kennie Chopart er kominn langleiðina upp á Everest

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
KR-ingurinn Kennie Chopart hefur verið sérlega seinheppinn upp við mark andstæðinganna í sumar.

Chopart átti eitt skelfilegt skot í 4-2 sigri KR á Víkingi Ó. í gær en það endaði í innkasti.

Í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi stakk Hörður Magnússon upp á því að Chopart færi á skotæfingu enda væri eins og hann hefði aldrei lært að skjóta.

„Þetta skot bendir til þess að hann hafi ekki fengið kennslu í því,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson.

„Ég skil ekki Kennie Chopart. Ég man ekki betur en að mér hafi verið sagt að hann væri langbesti slúttarinn á æfingum hjá KR. En svo kemur hann í leiki og ef þú tækir saman samanlagða metra sem leikmaður hefði skotið yfir markið í Pepsi-deildinni á þessu ári, þá væri Kennie Chopart kominn langleiðina upp á Everest,“ bætti Óskar Hrafn við.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Bjerregaard: Það eru allir svo almennilegir hérna

André Bjerregaard hefur komið eins og stormsveipur inn í Pepsi-deild karla. KR hefur unnið alla þrjá leikina sem þessi öflugi Dani hefur spilað og Vesturbæingar virðast vera komnir á beinu brautina eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

Ögrað með vatnbyssum en enginn tekinn hálstaki

Það voru ekki bara læti inni á vellinum þegar KR og Víkingur Ó. mættust í 13. umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi, heldur einnig í stúkunni á Alvogen-vellinum. KR vann leikinn 4-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×