Umhverfisráðherra stefnir að því rafbílar taki yfir innan þrettán ára Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2017 22:50 Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, virðist afar bjartsýn á að Íslendingum takist að rafvæða bílaflota sinn á mettíma. Visir/Stefán Stefnt er að því að allur bílafloti Íslands verði raf- og metanvæddur fyrir árið 2030 til að bregðast við loftslagsvandanum. Þetta sagði Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra í viðtali við RÚV í kvöld. Ráðherrann telur rafmagnsbíla vera helsta vopn Íslendinga í baráttunni við loftslagsbreytingar. Vísar hún til gnægtar grænna orku sem Íslendingar eigi sem hægt sé að knýja rafvæddan bílaflota með. „Við eigum alla þessa grænu orku og erum í okkar aðgerðaáætlun varðandi loftslagsvandann að stefna að því að rafbílavæða og metanbílavæða ef því er að skipta allan bílaflotann,“ sagði Björt í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Nefndi hún jafnframt að það markmið ætti að nást fyrir árið 2030 og að hún væri vongóð um að það tækist. „Við eigum gnótt af grænni orku og við getum svo vel rafbílavætt hér allt landið. Þangað eigum við að stefna og þangað erum við að stefna,“ sagði Björt við RÚV.Hlutfall rafknúinna bíla aðeins 1,5% núRafbílum hefur fjölgað nokkuð á götum Íslands undanfarin misseri. Í umfjöllun Kjarnans fyrr í þessum mánuði kom þannig fram að fjöldi mánaðarlegra nýskráninga hefði þrefaldast á einu ári. Hreinir rafbílar eru nú 1.400 talsins en tvinnbílar 1.700. Þrátt fyrir þennan vöxt eru bílar sem eru knúnir rafmagni að öllu eða einhverju leyti aðeins 1,5% af virkum bílaflota Íslendinga. Rafbílar eru enn sem komið er dýrari en sambærilegir bensínbílar þó að sérfræðingar spái því að það muni breytast hratt á allra næstu árum. Í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um orkuskipti sem var samþykkt sem þingsályktun er það markmið sett að hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum á Íslandi verði 40% árið 2030. Loftslagsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Stefnt er að því að allur bílafloti Íslands verði raf- og metanvæddur fyrir árið 2030 til að bregðast við loftslagsvandanum. Þetta sagði Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra í viðtali við RÚV í kvöld. Ráðherrann telur rafmagnsbíla vera helsta vopn Íslendinga í baráttunni við loftslagsbreytingar. Vísar hún til gnægtar grænna orku sem Íslendingar eigi sem hægt sé að knýja rafvæddan bílaflota með. „Við eigum alla þessa grænu orku og erum í okkar aðgerðaáætlun varðandi loftslagsvandann að stefna að því að rafbílavæða og metanbílavæða ef því er að skipta allan bílaflotann,“ sagði Björt í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Nefndi hún jafnframt að það markmið ætti að nást fyrir árið 2030 og að hún væri vongóð um að það tækist. „Við eigum gnótt af grænni orku og við getum svo vel rafbílavætt hér allt landið. Þangað eigum við að stefna og þangað erum við að stefna,“ sagði Björt við RÚV.Hlutfall rafknúinna bíla aðeins 1,5% núRafbílum hefur fjölgað nokkuð á götum Íslands undanfarin misseri. Í umfjöllun Kjarnans fyrr í þessum mánuði kom þannig fram að fjöldi mánaðarlegra nýskráninga hefði þrefaldast á einu ári. Hreinir rafbílar eru nú 1.400 talsins en tvinnbílar 1.700. Þrátt fyrir þennan vöxt eru bílar sem eru knúnir rafmagni að öllu eða einhverju leyti aðeins 1,5% af virkum bílaflota Íslendinga. Rafbílar eru enn sem komið er dýrari en sambærilegir bensínbílar þó að sérfræðingar spái því að það muni breytast hratt á allra næstu árum. Í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um orkuskipti sem var samþykkt sem þingsályktun er það markmið sett að hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum á Íslandi verði 40% árið 2030.
Loftslagsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira