Sara syngur um „Tiny Dancer“ og talar um crossfit ferilinn sinn | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2017 13:32 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Instagram síða Söru/sarasigmunds Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verður heldur betur í sviðsljósinu næstu daga þegar heimsleikarnir í Crossfit fara fram í Madison í Wisconsin-fylki. Keppnin hefst á morgun og stendur næstu fjóra daga. Sara er ein af stærstu stjörnum crossfit heimsins og ein af sigurstranglegustu keppendunum í ár. Eftir að hafa endað í þriðja sæti undanfarin tvö ár er suðurnesjastelpan staðráðinn að verða sú hraustasta í heimi í ár. Allt er þegar þrennt er segja sumir og okkar kona trúir á það. Íslenska crossfit-stjarnan virðist líka vera í góðum gír og létt í lundu ef marka má færslu inn twitter-síðu The CrossFit Games en þar sést Sara syngja með lagi Elton John um Tiny Dancer en þetta lag samdi Elton John árið 1971.Follow or unfollow @SaraSigmundsdot after this?https://t.co/3XHy8EBAHGpic.twitter.com/bY4JUNPiiL — The CrossFit Games (@CrossFitGames) August 2, 2017 Athyglin hefur sannarlega verið mikil á Söru í aðdraganda heimsleikana í ár enda ein stærsta crossfit-stjarna heimsins í dag. Julie Foucher er crossfit-stjarna sem er með hlaðvarpsþátt á netinu sem helgaður Crossfit. Foucher fékk Söru í heimsókn til sín á dögunum þar sem Sara fór yfir crossfit ferilinn sinn. Sara segir meðal annars frá því að hún er yngst af fimm systkinum og hvernig hún uppgötvaði Crossfit sautján ára gömul. Hún talar einnig um hvaða áhrif crossfit-stjörnur eins og Anníe Mist Þórisdóttir höfðu á hana og þá fer Sara líka yfir það hvernig dæmigerður dagur er hjá henni. Sara nefnir líka þau þrjú atriði sem hafa jákvæðustu áhrifin á hennar heilsu og hvað hún álítur að sé heilsusamlegt líf. Það má hlusta á brot af þættinum hér fyrir neðan en nálgast hann allan með því að smella hér.Just a few days until the @CrossFitGames! Don't miss Ep 64 of #PursuingHealth live today with @SaraSigmundsdothttps://t.co/ZrscLwKwrFpic.twitter.com/48ZsLhjlaB — Julie Foucher (@Julie_Foucher) July 25, 2017 CrossFit Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Sjá meira
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verður heldur betur í sviðsljósinu næstu daga þegar heimsleikarnir í Crossfit fara fram í Madison í Wisconsin-fylki. Keppnin hefst á morgun og stendur næstu fjóra daga. Sara er ein af stærstu stjörnum crossfit heimsins og ein af sigurstranglegustu keppendunum í ár. Eftir að hafa endað í þriðja sæti undanfarin tvö ár er suðurnesjastelpan staðráðinn að verða sú hraustasta í heimi í ár. Allt er þegar þrennt er segja sumir og okkar kona trúir á það. Íslenska crossfit-stjarnan virðist líka vera í góðum gír og létt í lundu ef marka má færslu inn twitter-síðu The CrossFit Games en þar sést Sara syngja með lagi Elton John um Tiny Dancer en þetta lag samdi Elton John árið 1971.Follow or unfollow @SaraSigmundsdot after this?https://t.co/3XHy8EBAHGpic.twitter.com/bY4JUNPiiL — The CrossFit Games (@CrossFitGames) August 2, 2017 Athyglin hefur sannarlega verið mikil á Söru í aðdraganda heimsleikana í ár enda ein stærsta crossfit-stjarna heimsins í dag. Julie Foucher er crossfit-stjarna sem er með hlaðvarpsþátt á netinu sem helgaður Crossfit. Foucher fékk Söru í heimsókn til sín á dögunum þar sem Sara fór yfir crossfit ferilinn sinn. Sara segir meðal annars frá því að hún er yngst af fimm systkinum og hvernig hún uppgötvaði Crossfit sautján ára gömul. Hún talar einnig um hvaða áhrif crossfit-stjörnur eins og Anníe Mist Þórisdóttir höfðu á hana og þá fer Sara líka yfir það hvernig dæmigerður dagur er hjá henni. Sara nefnir líka þau þrjú atriði sem hafa jákvæðustu áhrifin á hennar heilsu og hvað hún álítur að sé heilsusamlegt líf. Það má hlusta á brot af þættinum hér fyrir neðan en nálgast hann allan með því að smella hér.Just a few days until the @CrossFitGames! Don't miss Ep 64 of #PursuingHealth live today with @SaraSigmundsdothttps://t.co/ZrscLwKwrFpic.twitter.com/48ZsLhjlaB — Julie Foucher (@Julie_Foucher) July 25, 2017
CrossFit Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Sjá meira