Katrín Tanja og Sara sýna hvar þær æfðu fyrir heimsleikana í Crossfit | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2017 16:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Vísir/Samsett/CrossFit Heimsleikarnir í crossfit hefjast á morgun og í aðdraganda keppninnar var vel fylgst með þeim keppendum sem enduðu í efstu sætunum á heimsleikunum í fyrra. Í þeim flotta hópi eru meðal annars tvær öflugar íslenskar stelpur en Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana annað árið í röð og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð í þriðja sætinu annað árið í röð. Tia-Clair Toomey frá Ástralíu varð önnur en í fjórða sæti var hin breska Sam Briggs sem vann heimsleikana árið 2013. Fulltrúar Crossfit leikanna heimsóttu þær Katrínu Tönju, Söru, Toomey og Briggs þar sem þær voru að hefja lokaundirbúning sinn fyrir heimsleikana. Nú er hægt að horfa á myndband með viðtölum við þær fjórar auk þess hægt að fylgjast með þeim undirbúa sig fyrir átökin. Heimsleikarnir fara fram í Madison í Wisconsin-fylki og standa yfir frá 3. til 6. ágúst. Leikarnir eru aðeins seinna í ár en undanfarin ár þegar þeir voru í Carson í Kaliforníu-fylki. Það er fróðlegt að sjá og heyra muninn á æfingaaðstöðu og æfingum bestu crossfit-kvenna heimsins á síðasta ári. Sam Briggs var heima hjá sér í Manchester en Tia-Clair Toomey flaug til San Diego við landamæri Bandríkjanna og Mexíkó. Íslensku stelpurnar urðu að undirbúa sig fyrir hitann, rakann og allar þær krefjandi aðstæður sem bíða þeirra í keppninni. Þær voru því ekki heima á Íslandi heldur fóru þær til Bandaríkjanna og fundu sér báðar flotta staði sem þær tala báðar vel um þá í umræddu myndbandi. Katrín Tanja Davíðsdóttir æfði á Cape Cod eða Þorskhöfða en það er stór L-laga höfði sem tilheyrir Barnstable-sýslu í Massachusetts á austurströnd Bandaríkjanna. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir æfði aftur á móti Cookeville í Tennessee-fylki sem er í suðausturhluta Bandaríkjanna. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið með fjórum bestu crossfit-konum heimsins árið 2016. Hvar þær lenda árið 2017 verður síðan að koma í ljós. CrossFit Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Heimsleikarnir í crossfit hefjast á morgun og í aðdraganda keppninnar var vel fylgst með þeim keppendum sem enduðu í efstu sætunum á heimsleikunum í fyrra. Í þeim flotta hópi eru meðal annars tvær öflugar íslenskar stelpur en Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana annað árið í röð og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð í þriðja sætinu annað árið í röð. Tia-Clair Toomey frá Ástralíu varð önnur en í fjórða sæti var hin breska Sam Briggs sem vann heimsleikana árið 2013. Fulltrúar Crossfit leikanna heimsóttu þær Katrínu Tönju, Söru, Toomey og Briggs þar sem þær voru að hefja lokaundirbúning sinn fyrir heimsleikana. Nú er hægt að horfa á myndband með viðtölum við þær fjórar auk þess hægt að fylgjast með þeim undirbúa sig fyrir átökin. Heimsleikarnir fara fram í Madison í Wisconsin-fylki og standa yfir frá 3. til 6. ágúst. Leikarnir eru aðeins seinna í ár en undanfarin ár þegar þeir voru í Carson í Kaliforníu-fylki. Það er fróðlegt að sjá og heyra muninn á æfingaaðstöðu og æfingum bestu crossfit-kvenna heimsins á síðasta ári. Sam Briggs var heima hjá sér í Manchester en Tia-Clair Toomey flaug til San Diego við landamæri Bandríkjanna og Mexíkó. Íslensku stelpurnar urðu að undirbúa sig fyrir hitann, rakann og allar þær krefjandi aðstæður sem bíða þeirra í keppninni. Þær voru því ekki heima á Íslandi heldur fóru þær til Bandaríkjanna og fundu sér báðar flotta staði sem þær tala báðar vel um þá í umræddu myndbandi. Katrín Tanja Davíðsdóttir æfði á Cape Cod eða Þorskhöfða en það er stór L-laga höfði sem tilheyrir Barnstable-sýslu í Massachusetts á austurströnd Bandaríkjanna. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir æfði aftur á móti Cookeville í Tennessee-fylki sem er í suðausturhluta Bandaríkjanna. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið með fjórum bestu crossfit-konum heimsins árið 2016. Hvar þær lenda árið 2017 verður síðan að koma í ljós.
CrossFit Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira