Akstur í Esjunni bara brot af vandanum Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. ágúst 2017 06:00 Sumir ferðamenn láta sér ekki nægja að aka bílum sínum á viðkvæmum náttúrusvæðum, heldur tjalda þar einnig. Þessi mynd var tekin sumarið 2016. Ferðamönnunum var vísað burt af svæðinu. „Utanvegaakstur er mikið vandamál og þessi uppákoma í Esjuhlíðum ekki stór í því samhengi. Á hálendinu hagar þannig til að vegir eða slóðar eru víða einbreiðir og því nauðsynlegt að fara út fyrir slóðann þegar bílar mætast, annars staðar er plássið meira,“ segir Páll Gíslason, framkvæmdastjóri í Kerlingarfjöllum.Hér með fréttinni má sjá myndir sem voru teknar á Kjalvegi og í nágrenni við Kerlingarfjöll í sumar og í fyrrasumar. Þær sýna utanvegaakstur og þær afleiðingar sem hann kann að hafa. Undanfarið hefur verið fjallað mikið um bíl sem ekið var í Esjuhlíðar og olli skemmdum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að viðurlög við utanvegaakstri væru sektargreiðslur eða fangelsi allt að tveimur árum samkvæmt lögum. Yfirleitt er málum lokið með sektargreiðslum sem nema á bilinu eitt til tvö hundruð þúsund krónur. Snæbjörn Guðmundsson, formaður Landverndar, tekur undir það að vandinn sé mikill og hugsanlega þurfi að þyngja viðurlög með hærri sektum. „Ég sé enga ástæðu til þess að vera eitthvað sérstaklega mjúk í þessu. Því þetta er víða mikið vandamál,“ segir Snæbjörn.Sveinbjörn Halldórsson, formaður ferðaklúbbsins 4X4, segir að skilgreiningar á því hvað sé ólöglegur utanvegaakstur þurfi að vera betri. „Það er ekki til neitt sem heitir skráning á því hvað er utanvegaakstur og hvað er ekki utanvegaakstur. Þar fyrir utan þyrfti líka að vera skráning á því hvort það sé löglegur utanvegaakstur, eins og leitir, eftirleitir eða annað sem viðkemur landbúnaði eða björgunarstörfum og öðru. Vandamálið er að það er talað um utanvegaakstur en 90 prósent af honum er lögleyfður utanvegaakstur,“ segir Sveinbjörn. Hins vegar þurfi að koma i veg fyrir utanvegaakstur þar sem hann eyðileggur umhverfið. „Við leggjum mikið upp úr því við okkar félagsmenn að virða náttúruna,“ segir hann. Páll Gíslason vill vakningu til að menn haldi sig innan þeirra ramma sem vegir og slóðar marka meðan jörð er auð og snjólaus. „Svipað og herferðin Hreint land – fagurt land forðum,“ segir hann. En ráðist var í það átak fyrir nokkrum árum til að koma í veg fyrir náttúruspjöll og rusl og annan óþrifnað í bæjum og til sveita, meðfram þjóðvegum og áningarstöðum ferðamanna.Ferðamenn fara á hálendið í lengri og skemmri ferðir.Sumir ökumenn sem fara á hálendið lenda í miklum vandræðum. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Laga þarf skemmdir í Esjunni með handafli Maðurinn sem ók Land Cruiser upp í Esjuna um helgina gæti átt yfir höfði sér hundraða þúsunda króna sekt. Skógræktin mun að auki krefja manninn bóta vegna skemmda. Ekki er hægt að fara með tæki upp í hlíðarnar til að lagfæra. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira
„Utanvegaakstur er mikið vandamál og þessi uppákoma í Esjuhlíðum ekki stór í því samhengi. Á hálendinu hagar þannig til að vegir eða slóðar eru víða einbreiðir og því nauðsynlegt að fara út fyrir slóðann þegar bílar mætast, annars staðar er plássið meira,“ segir Páll Gíslason, framkvæmdastjóri í Kerlingarfjöllum.Hér með fréttinni má sjá myndir sem voru teknar á Kjalvegi og í nágrenni við Kerlingarfjöll í sumar og í fyrrasumar. Þær sýna utanvegaakstur og þær afleiðingar sem hann kann að hafa. Undanfarið hefur verið fjallað mikið um bíl sem ekið var í Esjuhlíðar og olli skemmdum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að viðurlög við utanvegaakstri væru sektargreiðslur eða fangelsi allt að tveimur árum samkvæmt lögum. Yfirleitt er málum lokið með sektargreiðslum sem nema á bilinu eitt til tvö hundruð þúsund krónur. Snæbjörn Guðmundsson, formaður Landverndar, tekur undir það að vandinn sé mikill og hugsanlega þurfi að þyngja viðurlög með hærri sektum. „Ég sé enga ástæðu til þess að vera eitthvað sérstaklega mjúk í þessu. Því þetta er víða mikið vandamál,“ segir Snæbjörn.Sveinbjörn Halldórsson, formaður ferðaklúbbsins 4X4, segir að skilgreiningar á því hvað sé ólöglegur utanvegaakstur þurfi að vera betri. „Það er ekki til neitt sem heitir skráning á því hvað er utanvegaakstur og hvað er ekki utanvegaakstur. Þar fyrir utan þyrfti líka að vera skráning á því hvort það sé löglegur utanvegaakstur, eins og leitir, eftirleitir eða annað sem viðkemur landbúnaði eða björgunarstörfum og öðru. Vandamálið er að það er talað um utanvegaakstur en 90 prósent af honum er lögleyfður utanvegaakstur,“ segir Sveinbjörn. Hins vegar þurfi að koma i veg fyrir utanvegaakstur þar sem hann eyðileggur umhverfið. „Við leggjum mikið upp úr því við okkar félagsmenn að virða náttúruna,“ segir hann. Páll Gíslason vill vakningu til að menn haldi sig innan þeirra ramma sem vegir og slóðar marka meðan jörð er auð og snjólaus. „Svipað og herferðin Hreint land – fagurt land forðum,“ segir hann. En ráðist var í það átak fyrir nokkrum árum til að koma í veg fyrir náttúruspjöll og rusl og annan óþrifnað í bæjum og til sveita, meðfram þjóðvegum og áningarstöðum ferðamanna.Ferðamenn fara á hálendið í lengri og skemmri ferðir.Sumir ökumenn sem fara á hálendið lenda í miklum vandræðum.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Laga þarf skemmdir í Esjunni með handafli Maðurinn sem ók Land Cruiser upp í Esjuna um helgina gæti átt yfir höfði sér hundraða þúsunda króna sekt. Skógræktin mun að auki krefja manninn bóta vegna skemmda. Ekki er hægt að fara með tæki upp í hlíðarnar til að lagfæra. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira
Laga þarf skemmdir í Esjunni með handafli Maðurinn sem ók Land Cruiser upp í Esjuna um helgina gæti átt yfir höfði sér hundraða þúsunda króna sekt. Skógræktin mun að auki krefja manninn bóta vegna skemmda. Ekki er hægt að fara með tæki upp í hlíðarnar til að lagfæra. 2. ágúst 2017 06:00