Golf

Erfiðar lokaholur hjá Ólafíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í fremur erfiðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á Opna breska meistaramótinu í golfi en hún lék í dag á 75 höggum, þremur yfir pari vallarins.

Ólafía var í fínum málum framan af degi en tvívegis þurfti að fresta leik vegna mikillar rigningar.

Hún lék fyrri níu á parinu eftir að hafa fengið tvo skolla og tvo fugla.

Ólafía fékk svo fugla á fyrstu fimm holunum á seinni níu en tapaði svo þremur höggum á fimmtándu og sextándu holum. Á þeirri fyrri fékk hún skolla en svo skramba á sextándu.

Hún paraði síðustu tvær holurnar og var í 124.-132. sæti þegar hún kom í hús.

Líklegt er að Ólafía þurfi að koma heildarskori sínu undir par á morgun til að eiga möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi. Ólafía á rástíma snemma í fyrramálið og verður fylgst með gangi mála í beinni textalýsingu á Vísi.

Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu dagsins.


Tengdar fréttir

Ólafía elskar að spila í roki og rigningu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur í dag leik á Opna breska meistaramótinu í golfi. Leikið verður í roki og rigningu í Skotlandi, við aðstæður sem ættu að henta Ólafíu vel miðað við gengi hennar um liðna helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×