Segir miklu erfiðara að gera heimildarmynd heldur en hefðbundna kvikmynd Tómas Valgeirsson skrifar 4. ágúst 2017 13:00 Baldvin Z og Birgir Örn vinna vel saman enda geta þeir verið algjörlega hreinskilnir hvor við annan. Vísir/Laufey „Mín fyrsta mynd af Reyni sterka er bara einhver gæi í Súperman-búningi,“ segir leikstjórinn Baldvin Z sem hefur verið með aflraunamanninn Reyni Örn Leósson á heilanum síðan hann var sex ára gamall. Nú er Baldvin búinn að leggja lokahönd á heimildarmynd um manninn og verður hún frumsýnd í haust. Þetta hófst þegar annar sonur Reynis var í pössum hjá móður Baldvins og drengirnir voru að rífast um hvor pabbinn væri sterkari. „Ég vissi reyndar að pabbi hans væri dáinn en hann sagði mér sögur af því að pabbi sinn hefði lyft hestum, slitið keðjur og brotist í gegnum veggi,“ segir Baldvin. „Ég fer til mömmu og spyr hana út í þetta, haldandi að þetta sé helber lygi. „Þetta er alveg satt,“ segir hún. „Hann var svona sterkur“,“ segir Baldvin. „Svo fer maður að heyra fleiri sögur, og fullt af sögum sem margir afskrifuðu bara sem sögusagnir, reyndust síðan vera hárréttar. Kjálkinn fellur alveg í gólfið þegar maður heyrir sumar þeirra.“ Reynir setti þrjú heimsmet sem eru viðkurkennd í Heimsmetabók Guinness og standa þau enn. Reynir lést árið 1982, aðeins 43 ára að aldri, en heimildarmynd Baldvins fjallar um ævi hans, frá erfiðum uppvaxtarárum til afreka hans og síðustu ára. Myndinni lýsir hann sem sínu fyrsta „bucket list“-verkefni enda hefur þetta verið í bígerð í meira en fimmtán ár. „Hver einasti maður sem hittir mig á lífsleiðinni og þekkir mig spyr mig: „Hvenær kemur Reynir sterki?“ segir hann. „Það var aldrei efi í mér um að ég myndi klára þessa mynd. Á hverju ári gerðist alltaf eitthvað nýtt og kom einhver ný þróun.“Þrjóskan borgaði sig „Það er miklu erfiðara að gera heimildarmynd heldur en bíómynd, meiri hausverkur. Að reyna að setja þessa sögu á tímalínu var algjört kaos. Ég man ekki hversu oft ég byrjaði að klippa og hætta við,“ segir Baldvin og bætir við að útkoman hafi farið aðeins að smella betur saman þegar Birgir Örn Stefánsson, betur þekktur sem Biggi í Maus, kom inn í verkefnið og aðstoðaði með handritsgerðina. „Og Úlfur klippari, sem kom inn í teymið á síðasta ári, hann náði að líma þetta saman með mér. Ég var með tonn af viðtölum og myndefnið sem ég fann árið 2008 hjá syni Reynis var einn stærsti gullmolinn sem við fengum fyrir þetta verkefni.“ Baldvin segir að heimildarmyndin byggi á upptökum sem áður hafa hvergi verið gefnar út. Í þeim sést Reynir til dæmis framkvæma ýmsa hluti og í flestum tilfellum var tökumaður í för með honum. „Við eigum þetta myndefni til og einn tökumaðurinn segir meira að segja sjálfur frá. Fólk er líka að fara að fá söguna hans Reynis í réttu ljósi. Auðvitað eru yfirnáttúrulegar sögusagnir um margt, en í þessari mynd fáum við að heyra réttu sögurnar.“ Leikstjórinn sýndi nýlega fjölskyldu Reynis fullbúnu myndina við jákvæðar viðtökur, þar sem var grátið og faðmast eftir á að sögn Baldvins. Þetta létti af mikilli spennu. „Þau eru náttúrulega búin að ganga í gegnum þetta með mér síðan árið 2000,“ segir hann. „Þau voru svo ótrúlega ánægð með þrjóskuna í mér, að vilja gera þessa mynd.“Neyslusaga næst á dagskrá Baldvin situr aldeilis ekki auðum höndum um þessar mundir. Fyrir utan að þróa sjónvarpsseríu með Andra Ómarssyni og Abbý Hafliða, sem unnu að Rétti með honum, ásamt Herði Rúnarssyni og hafa saman stofnað fyrirtækið Glassriver, þá hefjast tökur í næstu viku á dramanu Lof mér að falla, verkefni sem átti sér ótrúlega skrítið upphaf að sögn leikstjórans. „Árið 2011 fæ ég tilboð um að gera eitthvert forvarnarverkefni sem átti að fara af stað en það var sett á hilluna. Ég fer að kynna mér alls konar forvarnir og einhverjar sögur,“ segir hann. Í kringum þann tíma var Baldvin aðstoðarleikstjóri á hrollvekjunni Frost. Þar var hann að vinna með Kristínu Kristjánsdóttur sminku. „Eftir að ég var búinn að segja henni frá þessu forvarnarverkefni þá spyr hún mig hvort ég kannist við söguna um Kristínu Gerði,“ segir hann og bætir við að hann hafi ekki þekkt til hennar þá. „Það reyndist vera einhver rosalegasta saga sem ég hef heyrt á ævi minni. Þetta er stelpa sem tekur sitt eigið líf í kringum aldamótin. Ég hitti mömmu hennar og systur sem héldu utan um dagbækur sem hún skildi eftir. Eftir þann hitting og í gegnum Jóhannes Kr, enda ég með þessar dagbækur og við Biggi byrjum að lesa. En eftir að hafa lesið dagbækurnar og unnið töluvert í hugmyndavinnu handritsins fannst okkur vanta meira úr nútímanum, þetta voru allt frekar gamlar sögur, frá í kringum 89-90. Mig langaði að vita meira um hvernig þetta væri í dag og þá kom Jóhannes okkur í samband við nokkrar stelpur, sem voru í neyslu á þeim tíma sem ég hitti þær, og úr þessum dagbókum og frásögnum þessara stelpna fæddist hugmyndin að þessari bíómynd,“ segir hann. Titillinn Lof mér að falla var eitthvað sem Baldvin dreymdi, en heitið hefur ekkert með samnefndu söguna hans Þorsteins Bachmann úr Vonarstræti að gera.Vantaði alla von í handritið Lof mér að falla segir frá hinni fimmtán ára Magneu, sem kynnist Stellu, sem er átján ára, og þróar sterkar tilfinningar til hennar. Stella notfærir sér þetta og leiðir Magneu inn í grimman heim sem tekur toll af þeim báðum. Baldvin segir að markmiðið sé að skapa ákveðna tilfinningu með þessari kvikmynd. „Það er sú tilfinning að vera aðstandandi fíkils. Það eru svo mikil vonbrigði og sorg í kringum þetta,“ segir hann. „Þessar stelpur sem við töluðum við eru allar edrú í dag. Í heljarinnar neyslu þegar við hittum þær, og alveg massívar sögur sem þær sögðu okkur. Þær voru sautján ára, og þá fer maður að spyrja sig: Hvað með foreldrana? Það er mjög áhugavert að reyna að skilja þann part, með fjölskyldutengslin. Sumir hugsa kannski Hvernig gastu leyft barninu þínu að fara þangað? En það er ekki spurningin. Spurningin er: Hvernig ætlarðu að bjarga barninu þegar það er komið þangað? Þetta er algjörlega ekki í þínum höndum. Fíknin er eitt sterkasta niðurbrotsaflið sem við höfum. Hún sigrar allt. Þú verður svo eigingjarn þegar þú ert í fíkninni, tilbúinn að fórna öllu fyrir alla. Ástin er einnig gríðarlega sterkt afl sem er á hinum pólnum, en þetta er saga um það þegar fíknin sigrar ástina.“ Leikstjórinn segir að foreldrar leikaranna hafi eðlilega spurt sig: „Af hverju ertu að segja svona sögur?“ og því svaraði hann einfaldlega: „Af hverju ekki?“Sálfræðiþátturinn í fyrirrúmi Þeir Baldvin og Birgir eru farnir að mynda gefandi samstarf sem vaxið hefur á undanförnum árum. „Með Vonarstræti skrifaði ég einn útlínuna og svo skrifuðum við handritið saman, en núna erum við báðir í þessu frá grunni. Við erum báðir veikir fyrir mannlega þættinum,“ segir hann. „Það er búið að leggja geðveika vinnu í strúktúrspælinguna á þessari mynd. Hún gerist á fimmtán árum og ekki í réttri tímaröð.“ Spurður um hvað gerir þá félaga svona samstiga segir Baldvin að traustið sé upp á 100 prósent. „Við getum verið fullkomlega hreinskilnir hvor við annan. Ef hugmyndir hans eru ömurlegar þá get ég sagt honum það. En við erum óhræddir við að drepa það sem við höldum að okkur finnist gott til að byrja með og svo hendum við því. Okkur finnst gaman að sitja saman og skrifa. Biggi hefur menntað sig í sálfræði og er svolítið með þá hlið hjá sér.“ Baldvin segir að Birgir hafi setið í sálfræðitíma í Háskólanum í fyrra þar sem rætt var um að áfallastreituröskun hefði aldrei verið sýnd rétt í bíómyndum, nema í Vonarstræti. Þá hló allur bekkurinn því kennarinn hafði ekki hugmynd um að Biggi hafði skrifað handritið að hluta til. „Þegar við erum farnir að skrifa handritið sjálft, þá situr Biggi oft við tölvuna og ég stend og er að leika. Við erum báðir hrikalega lélegir leikarar, sérstaklega Biggi. Díalógur frá honum er geggjaður í bíómynd en hræðilegur þegar hann flytur hann sjálfur.“ Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Mín fyrsta mynd af Reyni sterka er bara einhver gæi í Súperman-búningi,“ segir leikstjórinn Baldvin Z sem hefur verið með aflraunamanninn Reyni Örn Leósson á heilanum síðan hann var sex ára gamall. Nú er Baldvin búinn að leggja lokahönd á heimildarmynd um manninn og verður hún frumsýnd í haust. Þetta hófst þegar annar sonur Reynis var í pössum hjá móður Baldvins og drengirnir voru að rífast um hvor pabbinn væri sterkari. „Ég vissi reyndar að pabbi hans væri dáinn en hann sagði mér sögur af því að pabbi sinn hefði lyft hestum, slitið keðjur og brotist í gegnum veggi,“ segir Baldvin. „Ég fer til mömmu og spyr hana út í þetta, haldandi að þetta sé helber lygi. „Þetta er alveg satt,“ segir hún. „Hann var svona sterkur“,“ segir Baldvin. „Svo fer maður að heyra fleiri sögur, og fullt af sögum sem margir afskrifuðu bara sem sögusagnir, reyndust síðan vera hárréttar. Kjálkinn fellur alveg í gólfið þegar maður heyrir sumar þeirra.“ Reynir setti þrjú heimsmet sem eru viðkurkennd í Heimsmetabók Guinness og standa þau enn. Reynir lést árið 1982, aðeins 43 ára að aldri, en heimildarmynd Baldvins fjallar um ævi hans, frá erfiðum uppvaxtarárum til afreka hans og síðustu ára. Myndinni lýsir hann sem sínu fyrsta „bucket list“-verkefni enda hefur þetta verið í bígerð í meira en fimmtán ár. „Hver einasti maður sem hittir mig á lífsleiðinni og þekkir mig spyr mig: „Hvenær kemur Reynir sterki?“ segir hann. „Það var aldrei efi í mér um að ég myndi klára þessa mynd. Á hverju ári gerðist alltaf eitthvað nýtt og kom einhver ný þróun.“Þrjóskan borgaði sig „Það er miklu erfiðara að gera heimildarmynd heldur en bíómynd, meiri hausverkur. Að reyna að setja þessa sögu á tímalínu var algjört kaos. Ég man ekki hversu oft ég byrjaði að klippa og hætta við,“ segir Baldvin og bætir við að útkoman hafi farið aðeins að smella betur saman þegar Birgir Örn Stefánsson, betur þekktur sem Biggi í Maus, kom inn í verkefnið og aðstoðaði með handritsgerðina. „Og Úlfur klippari, sem kom inn í teymið á síðasta ári, hann náði að líma þetta saman með mér. Ég var með tonn af viðtölum og myndefnið sem ég fann árið 2008 hjá syni Reynis var einn stærsti gullmolinn sem við fengum fyrir þetta verkefni.“ Baldvin segir að heimildarmyndin byggi á upptökum sem áður hafa hvergi verið gefnar út. Í þeim sést Reynir til dæmis framkvæma ýmsa hluti og í flestum tilfellum var tökumaður í för með honum. „Við eigum þetta myndefni til og einn tökumaðurinn segir meira að segja sjálfur frá. Fólk er líka að fara að fá söguna hans Reynis í réttu ljósi. Auðvitað eru yfirnáttúrulegar sögusagnir um margt, en í þessari mynd fáum við að heyra réttu sögurnar.“ Leikstjórinn sýndi nýlega fjölskyldu Reynis fullbúnu myndina við jákvæðar viðtökur, þar sem var grátið og faðmast eftir á að sögn Baldvins. Þetta létti af mikilli spennu. „Þau eru náttúrulega búin að ganga í gegnum þetta með mér síðan árið 2000,“ segir hann. „Þau voru svo ótrúlega ánægð með þrjóskuna í mér, að vilja gera þessa mynd.“Neyslusaga næst á dagskrá Baldvin situr aldeilis ekki auðum höndum um þessar mundir. Fyrir utan að þróa sjónvarpsseríu með Andra Ómarssyni og Abbý Hafliða, sem unnu að Rétti með honum, ásamt Herði Rúnarssyni og hafa saman stofnað fyrirtækið Glassriver, þá hefjast tökur í næstu viku á dramanu Lof mér að falla, verkefni sem átti sér ótrúlega skrítið upphaf að sögn leikstjórans. „Árið 2011 fæ ég tilboð um að gera eitthvert forvarnarverkefni sem átti að fara af stað en það var sett á hilluna. Ég fer að kynna mér alls konar forvarnir og einhverjar sögur,“ segir hann. Í kringum þann tíma var Baldvin aðstoðarleikstjóri á hrollvekjunni Frost. Þar var hann að vinna með Kristínu Kristjánsdóttur sminku. „Eftir að ég var búinn að segja henni frá þessu forvarnarverkefni þá spyr hún mig hvort ég kannist við söguna um Kristínu Gerði,“ segir hann og bætir við að hann hafi ekki þekkt til hennar þá. „Það reyndist vera einhver rosalegasta saga sem ég hef heyrt á ævi minni. Þetta er stelpa sem tekur sitt eigið líf í kringum aldamótin. Ég hitti mömmu hennar og systur sem héldu utan um dagbækur sem hún skildi eftir. Eftir þann hitting og í gegnum Jóhannes Kr, enda ég með þessar dagbækur og við Biggi byrjum að lesa. En eftir að hafa lesið dagbækurnar og unnið töluvert í hugmyndavinnu handritsins fannst okkur vanta meira úr nútímanum, þetta voru allt frekar gamlar sögur, frá í kringum 89-90. Mig langaði að vita meira um hvernig þetta væri í dag og þá kom Jóhannes okkur í samband við nokkrar stelpur, sem voru í neyslu á þeim tíma sem ég hitti þær, og úr þessum dagbókum og frásögnum þessara stelpna fæddist hugmyndin að þessari bíómynd,“ segir hann. Titillinn Lof mér að falla var eitthvað sem Baldvin dreymdi, en heitið hefur ekkert með samnefndu söguna hans Þorsteins Bachmann úr Vonarstræti að gera.Vantaði alla von í handritið Lof mér að falla segir frá hinni fimmtán ára Magneu, sem kynnist Stellu, sem er átján ára, og þróar sterkar tilfinningar til hennar. Stella notfærir sér þetta og leiðir Magneu inn í grimman heim sem tekur toll af þeim báðum. Baldvin segir að markmiðið sé að skapa ákveðna tilfinningu með þessari kvikmynd. „Það er sú tilfinning að vera aðstandandi fíkils. Það eru svo mikil vonbrigði og sorg í kringum þetta,“ segir hann. „Þessar stelpur sem við töluðum við eru allar edrú í dag. Í heljarinnar neyslu þegar við hittum þær, og alveg massívar sögur sem þær sögðu okkur. Þær voru sautján ára, og þá fer maður að spyrja sig: Hvað með foreldrana? Það er mjög áhugavert að reyna að skilja þann part, með fjölskyldutengslin. Sumir hugsa kannski Hvernig gastu leyft barninu þínu að fara þangað? En það er ekki spurningin. Spurningin er: Hvernig ætlarðu að bjarga barninu þegar það er komið þangað? Þetta er algjörlega ekki í þínum höndum. Fíknin er eitt sterkasta niðurbrotsaflið sem við höfum. Hún sigrar allt. Þú verður svo eigingjarn þegar þú ert í fíkninni, tilbúinn að fórna öllu fyrir alla. Ástin er einnig gríðarlega sterkt afl sem er á hinum pólnum, en þetta er saga um það þegar fíknin sigrar ástina.“ Leikstjórinn segir að foreldrar leikaranna hafi eðlilega spurt sig: „Af hverju ertu að segja svona sögur?“ og því svaraði hann einfaldlega: „Af hverju ekki?“Sálfræðiþátturinn í fyrirrúmi Þeir Baldvin og Birgir eru farnir að mynda gefandi samstarf sem vaxið hefur á undanförnum árum. „Með Vonarstræti skrifaði ég einn útlínuna og svo skrifuðum við handritið saman, en núna erum við báðir í þessu frá grunni. Við erum báðir veikir fyrir mannlega þættinum,“ segir hann. „Það er búið að leggja geðveika vinnu í strúktúrspælinguna á þessari mynd. Hún gerist á fimmtán árum og ekki í réttri tímaröð.“ Spurður um hvað gerir þá félaga svona samstiga segir Baldvin að traustið sé upp á 100 prósent. „Við getum verið fullkomlega hreinskilnir hvor við annan. Ef hugmyndir hans eru ömurlegar þá get ég sagt honum það. En við erum óhræddir við að drepa það sem við höldum að okkur finnist gott til að byrja með og svo hendum við því. Okkur finnst gaman að sitja saman og skrifa. Biggi hefur menntað sig í sálfræði og er svolítið með þá hlið hjá sér.“ Baldvin segir að Birgir hafi setið í sálfræðitíma í Háskólanum í fyrra þar sem rætt var um að áfallastreituröskun hefði aldrei verið sýnd rétt í bíómyndum, nema í Vonarstræti. Þá hló allur bekkurinn því kennarinn hafði ekki hugmynd um að Biggi hafði skrifað handritið að hluta til. „Þegar við erum farnir að skrifa handritið sjálft, þá situr Biggi oft við tölvuna og ég stend og er að leika. Við erum báðir hrikalega lélegir leikarar, sérstaklega Biggi. Díalógur frá honum er geggjaður í bíómynd en hræðilegur þegar hann flytur hann sjálfur.“
Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira