Neymar eða 55 þúsund Costco-fílar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 4. ágúst 2017 21:00 Koma Neymar til franska liðsins Paris Saint Germain var staðfest í gær en Brasilíumaðurinn er nú lang dýrasti knattspyrnumaður sögunnar. Neymar kostaði franska félagið um 200 milljónir punda, eða 27 og hálfan milljarð íslenskra króna. stjórn Parísar-liðsins ákvað að einfaldlega að nýta sér klásúlu í samningi Neymar við Barcelona sem skildaði Barcelona til þess að samþykkja tilboðið. Hann skrifaði undir risa samning, er með 106 milljónir króna á viku, eða 424 milljónir á mánuði. Hann er meira en tvöfalt dýrari en Paul Pogba, sem var fyrir gærdaginn, dýrasti knattspyrnumaður heims. Gareth Bale er í þriðja sæti, rétt ódýrari en Pogba og þar á eftir liðsfélagi hans Cristiano Ronaldo sem skipti um lið árið 2009 og var þá lang dýrastur í sögunni. Upphæðin hefur vakið mikla athygli, enda úr öllum takti við fyrri met af þessu tagi. Fyrir peninginn sem Neymar kostaði hefði stjórn París Saint Germain getað keypt 55 þúsund Costco-fíla. Fyrir upphæðina sem Neymar kostaði hefði verið hægt að kaupa 56 náttborð í Ikea fyrir hvern einasta Íslending. Og stjórn Paris Saint Germain hefði getað bókað Íslandsvinina til þess að spila í einkapartíi, á hverjum degi í heilt ár, miðað við verðskrá sem birtist í fjölmiðlum erlendis. Og launin, þau geta keypt ýmislegt. Ef við gefum okkur að sextán þúsund manns verði á Þjóðhátíð í Eyjum og að Neymar hafi sýnt fyrirhyggju og keypt miðana í forsölu – þá hefði hann verið tæpa átján daga að þéna nóg til að kaupa miða handa öllum viðstöddum. Neymar fær nefnilega rúmar 15 milljónir á dag, tæplega 631 þúsund krónur á hvern klukkutíma og meira en 10 þúsund 515 krónur á hverja mínútu sólarhringsins. Og fyrir að horfa á fréttina sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan hefði Neymar þénað 17525 krónur. Íslenski boltinn Tengdar fréttir PSG staðfestir kaupin á Neymar Neymar er formlega genginn í raðir PSG í Frakklandi fyrir 222 milljónir evra. 3. ágúst 2017 20:27 Stuðningsmenn PSG fjölmenntu og tóku vel á móti Neymar | Myndir Neymar var í dag kynntur sem nýr leikmaður franska liðsins Paris Saint Germain og hélt um leið sin fyrsta blaðamannafund og fór í sína fyrstu myndatöku í búningi PSG. 4. ágúst 2017 15:30 Neymar: Ég þurfti nýja áskorun Brasilíumaðurinn Neymar hefur útskýrt þá ákvörðun sína að yfirgefa Barcelona og semja við franska félagið Paris Saint Germain. 4. ágúst 2017 09:00 Búið að borga fyrir Neymar Barcelona hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að búið sé að borga riftunarverð í samningi Neymars sem hljóðar upp á litlar 200 milljónir punda. 3. ágúst 2017 17:29 Neymar fær 5,5 milljarða í árslaun hjá PSG Það verður svo sannarlega kostnaðarsamt fyrir franska félagið Paris Saint-Germain að fá til sín Brasilíumanninn Neymar frá Barcelona. 3. ágúst 2017 08:30 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Sjá meira
Koma Neymar til franska liðsins Paris Saint Germain var staðfest í gær en Brasilíumaðurinn er nú lang dýrasti knattspyrnumaður sögunnar. Neymar kostaði franska félagið um 200 milljónir punda, eða 27 og hálfan milljarð íslenskra króna. stjórn Parísar-liðsins ákvað að einfaldlega að nýta sér klásúlu í samningi Neymar við Barcelona sem skildaði Barcelona til þess að samþykkja tilboðið. Hann skrifaði undir risa samning, er með 106 milljónir króna á viku, eða 424 milljónir á mánuði. Hann er meira en tvöfalt dýrari en Paul Pogba, sem var fyrir gærdaginn, dýrasti knattspyrnumaður heims. Gareth Bale er í þriðja sæti, rétt ódýrari en Pogba og þar á eftir liðsfélagi hans Cristiano Ronaldo sem skipti um lið árið 2009 og var þá lang dýrastur í sögunni. Upphæðin hefur vakið mikla athygli, enda úr öllum takti við fyrri met af þessu tagi. Fyrir peninginn sem Neymar kostaði hefði stjórn París Saint Germain getað keypt 55 þúsund Costco-fíla. Fyrir upphæðina sem Neymar kostaði hefði verið hægt að kaupa 56 náttborð í Ikea fyrir hvern einasta Íslending. Og stjórn Paris Saint Germain hefði getað bókað Íslandsvinina til þess að spila í einkapartíi, á hverjum degi í heilt ár, miðað við verðskrá sem birtist í fjölmiðlum erlendis. Og launin, þau geta keypt ýmislegt. Ef við gefum okkur að sextán þúsund manns verði á Þjóðhátíð í Eyjum og að Neymar hafi sýnt fyrirhyggju og keypt miðana í forsölu – þá hefði hann verið tæpa átján daga að þéna nóg til að kaupa miða handa öllum viðstöddum. Neymar fær nefnilega rúmar 15 milljónir á dag, tæplega 631 þúsund krónur á hvern klukkutíma og meira en 10 þúsund 515 krónur á hverja mínútu sólarhringsins. Og fyrir að horfa á fréttina sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan hefði Neymar þénað 17525 krónur.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir PSG staðfestir kaupin á Neymar Neymar er formlega genginn í raðir PSG í Frakklandi fyrir 222 milljónir evra. 3. ágúst 2017 20:27 Stuðningsmenn PSG fjölmenntu og tóku vel á móti Neymar | Myndir Neymar var í dag kynntur sem nýr leikmaður franska liðsins Paris Saint Germain og hélt um leið sin fyrsta blaðamannafund og fór í sína fyrstu myndatöku í búningi PSG. 4. ágúst 2017 15:30 Neymar: Ég þurfti nýja áskorun Brasilíumaðurinn Neymar hefur útskýrt þá ákvörðun sína að yfirgefa Barcelona og semja við franska félagið Paris Saint Germain. 4. ágúst 2017 09:00 Búið að borga fyrir Neymar Barcelona hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að búið sé að borga riftunarverð í samningi Neymars sem hljóðar upp á litlar 200 milljónir punda. 3. ágúst 2017 17:29 Neymar fær 5,5 milljarða í árslaun hjá PSG Það verður svo sannarlega kostnaðarsamt fyrir franska félagið Paris Saint-Germain að fá til sín Brasilíumanninn Neymar frá Barcelona. 3. ágúst 2017 08:30 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Sjá meira
PSG staðfestir kaupin á Neymar Neymar er formlega genginn í raðir PSG í Frakklandi fyrir 222 milljónir evra. 3. ágúst 2017 20:27
Stuðningsmenn PSG fjölmenntu og tóku vel á móti Neymar | Myndir Neymar var í dag kynntur sem nýr leikmaður franska liðsins Paris Saint Germain og hélt um leið sin fyrsta blaðamannafund og fór í sína fyrstu myndatöku í búningi PSG. 4. ágúst 2017 15:30
Neymar: Ég þurfti nýja áskorun Brasilíumaðurinn Neymar hefur útskýrt þá ákvörðun sína að yfirgefa Barcelona og semja við franska félagið Paris Saint Germain. 4. ágúst 2017 09:00
Búið að borga fyrir Neymar Barcelona hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að búið sé að borga riftunarverð í samningi Neymars sem hljóðar upp á litlar 200 milljónir punda. 3. ágúst 2017 17:29
Neymar fær 5,5 milljarða í árslaun hjá PSG Það verður svo sannarlega kostnaðarsamt fyrir franska félagið Paris Saint-Germain að fá til sín Brasilíumanninn Neymar frá Barcelona. 3. ágúst 2017 08:30