Gjá myndast milli Trump og flokksins Samúel Karl Ólason skrifar 9. ágúst 2017 19:45 Trump og McConnell. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi Mitch McConnell, leiðtoga meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, á Twitter nú í kvöld. Þá gagnrýndi forsetinn þingmanninn fyrir það að ekki hafi tekist að afnema heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfislög Bandaríkjanna, sem í daglegu tali nefnast Obamacare. McConnell sagði nýverið að forsetinn hefði haft of miklar væntingar varðandi hraða hins lýðræðislega ferlis. „Ég held ekki. Eftir að hafa hlustað á „afnema og skipta út“ í sjö ár, af hverju var það ekki gert?“ skrifar Trump á Twitter.Senator Mitch McConnell said I had "excessive expectations," but I don't think so. After 7 years of hearing Repeal & Replace, why not done?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017 Sean Hannity, fréttamaður Fox og einn helsti stuðningsmaður Trump, gagnrýndi McConnell einnig á Twitter í dag. Hannity sagði McConnell vera auman og kjarklausan leiðtoga sem stæði ekki við orð sín. Hann ætti að hætta á þinginu. Hannity er þó ekki eini bandamaður Trump sem hefur gagnrýnt McConnell að undanförnu. Það gerði Dan Scavino yngri einnig, en hann stjórnar samfélagsmiðlum Hvíta hússins.. @SenateMajLdr No Senator, YOU are a WEAK, SPINELESS leader who does not keep his word and you need to Retire! https://t.co/BL4uf7WLM1…— Sean Hannity (@seanhannity) August 9, 2017 More excuses. @SenateMajLdr must have needed another 4 years - in addition to the 7 years -- to repeal and replace Obamacare..... https://t.co/6FOVBm6BQU— Dan Scavino Jr. (@DanScavino) August 9, 2017 Gagnrýni Trump og bandamanna hans kemur á slæmum tíma fyrir forsetann sem þarf að treysta á hjálp McConnell til að koma fyrirhuguðum skattabreytingum sínum í gegnum þingið. McConnell nýtur mikillar virðingar meðal þingmanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Þá hefur Trump einnig deilt við þingmenn Repúblikanaflokksins að undanförnu vegna Jeff Sessions, dómsmálaráðherra og fyrrverandi öldungadeildarþingmanns. Trump hefur gagnrýnt hann harðlega fyrir að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluðu. Fjöldi þingmanna hefur gagnrýnt forsetann fyrir gagnrýni hans á Sessions.Washington Post segir samband Trump og flokksins hafa beðið hnekki að undanförnu, en þeim hefur hingað til ekki tekist að koma neinu stóru máli í gegn. Þrátt fyrir að þeir séu með meirihluta í báðum deildum þingsins. Varðandi heilbrigðisfrumvarpið þá tóks McConnell ekki að semja til frumvarp sem allir þingmenn flokksins sættu sig við. Undir lokin reyndi öldungadeildin að greiða atkvæði um að fella niður Obamacare en ákvörðunin tæki ekki gildi fyrr en eftir tvö ár. Nokkrir þingmenn flokksins sættu sig ekki við þá óvissu og felldu frumvarpið. Donald Trump Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi Mitch McConnell, leiðtoga meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, á Twitter nú í kvöld. Þá gagnrýndi forsetinn þingmanninn fyrir það að ekki hafi tekist að afnema heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfislög Bandaríkjanna, sem í daglegu tali nefnast Obamacare. McConnell sagði nýverið að forsetinn hefði haft of miklar væntingar varðandi hraða hins lýðræðislega ferlis. „Ég held ekki. Eftir að hafa hlustað á „afnema og skipta út“ í sjö ár, af hverju var það ekki gert?“ skrifar Trump á Twitter.Senator Mitch McConnell said I had "excessive expectations," but I don't think so. After 7 years of hearing Repeal & Replace, why not done?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017 Sean Hannity, fréttamaður Fox og einn helsti stuðningsmaður Trump, gagnrýndi McConnell einnig á Twitter í dag. Hannity sagði McConnell vera auman og kjarklausan leiðtoga sem stæði ekki við orð sín. Hann ætti að hætta á þinginu. Hannity er þó ekki eini bandamaður Trump sem hefur gagnrýnt McConnell að undanförnu. Það gerði Dan Scavino yngri einnig, en hann stjórnar samfélagsmiðlum Hvíta hússins.. @SenateMajLdr No Senator, YOU are a WEAK, SPINELESS leader who does not keep his word and you need to Retire! https://t.co/BL4uf7WLM1…— Sean Hannity (@seanhannity) August 9, 2017 More excuses. @SenateMajLdr must have needed another 4 years - in addition to the 7 years -- to repeal and replace Obamacare..... https://t.co/6FOVBm6BQU— Dan Scavino Jr. (@DanScavino) August 9, 2017 Gagnrýni Trump og bandamanna hans kemur á slæmum tíma fyrir forsetann sem þarf að treysta á hjálp McConnell til að koma fyrirhuguðum skattabreytingum sínum í gegnum þingið. McConnell nýtur mikillar virðingar meðal þingmanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Þá hefur Trump einnig deilt við þingmenn Repúblikanaflokksins að undanförnu vegna Jeff Sessions, dómsmálaráðherra og fyrrverandi öldungadeildarþingmanns. Trump hefur gagnrýnt hann harðlega fyrir að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluðu. Fjöldi þingmanna hefur gagnrýnt forsetann fyrir gagnrýni hans á Sessions.Washington Post segir samband Trump og flokksins hafa beðið hnekki að undanförnu, en þeim hefur hingað til ekki tekist að koma neinu stóru máli í gegn. Þrátt fyrir að þeir séu með meirihluta í báðum deildum þingsins. Varðandi heilbrigðisfrumvarpið þá tóks McConnell ekki að semja til frumvarp sem allir þingmenn flokksins sættu sig við. Undir lokin reyndi öldungadeildin að greiða atkvæði um að fella niður Obamacare en ákvörðunin tæki ekki gildi fyrr en eftir tvö ár. Nokkrir þingmenn flokksins sættu sig ekki við þá óvissu og felldu frumvarpið.
Donald Trump Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira