Óli Stefán: Skelfilegt að horfa upp á þetta Þór Símon Hafþórsson skrifar 9. ágúst 2017 22:30 Óli Stefán og félagar hafa ekki unnið leik síðan 9. júlí. vísir/andri marinó Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, var ekkert að skafa af hlutunum eftir tap hans manna gegn Víkingi Ó. í kvöld. Grindvíkingar fengu á sig mark strax í upphafi leiks og hreinlega óðu í færum á lokamínútunum þegar liðið hefði átt með réttu að jafna leikinn í 2-2. „Þetta er eins og að fá högg í magann. Við byrjuðum ekki vel, vorum værukærir og vorum að gefa frá okkur svo klaufaleg og barnaleg mörk að það var hreinlega skelfilegt að horfa upp á þetta,“ sagði Óli í viðtali við Vísi strax eftir leik en hann var ekki bara ósáttu við varnarleikinn en sóknarleikurinn fékk líka orð í eyra. „Við sköpum okkur fullt af færum og það er líka barnalegt hvernig við vorum að klára þau. Á meðan staðan er svona á okkur þá er bara blóðug fallbarátta framundan. Við verðum að átta okkur á því.“ Grindavík byrjaði mótið frábærlega og er með 21 stig, eða átta stigum frá fallsæti, en hann segir sú byrjun ekki gefa þeim neitt öryggi og að hann hreinlega nenni ekki að tala um fortíðina. „Mig langar ekkert að tala um fyrri umferðina. Við lifum í nútíðinni og við verðum að fara að gera okkur grein fyrir því að það bíður okkar bara barátta upp á líf og dauða.“ Hann segir eina í stöðunni fyrir liðið sé bara að halda áfram að reyna sitt besta. „Fyrst og fremst verðum við að halda áfram að reyna. Eftir svona hrinu þá liggur greinilega á okkur smá stress og við verðum bara að komast yfir hana. Við verðum að hrinda frá okkur það sem búið er og taka stöðuna eins og hún er núna.“ Mörkin tvö sem Grindavík fékk á sig í kvöld voru úr föstum leikatriðum, aukaspyrnu og víti, en Óli var mjög ósáttur með sína menn og þá sérstaklega í fyrra markinu sem kom á upphafsmínútu leiksins. „Ég var búinn að teikna byrjunina upp fyrir þá og það var ekkert sem kom á óvart. Við teiknuðum þetta upp í gær og þetta átti aldrei að fara svona. Menn þurfa að vera tilbúnir og einbeittir þegar það er búið að setja þetta upp í hendurnar á þeim.“ Enn mættu Grindvíkingar þá ekki einbeittir til leiks? „Alveg klárlega ekki. Sérstaklega þegar við fáum svona mark á okkur í byrjun sem var búið að vara þá sérstaklega við. Við verðum að taka ábyrgð á þessu því þetta er ekki nógu gott.“ Andri Rúnar, framherji Grindavíkur, vildi fá vítaspyrnu á lokamínútu leiksins en Óli vildi ekki tjá sig mikið um það. „Ég sá það ekki en það væri svo sem eftir öllu þessa daganna að það hafi farið í höndunum en ég get ekki dæmt um það.“ Hann vill þó meina að ekki vanti mikið upp á en grunnvinnuna verði að laga fyrir komandi átök. „Við spiluðum alveg nógu vel til þess að fá eitthvað út úr þessum leik, það er alveg klárt.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur Ó. - Grindavík 2-1 | Gríðarlega mikilvægur sigur Ólsara Víkingur Ó. vann afar mikilvægan sigur á Grindavík, 2-1, í 14. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 9. ágúst 2017 22:15 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, var ekkert að skafa af hlutunum eftir tap hans manna gegn Víkingi Ó. í kvöld. Grindvíkingar fengu á sig mark strax í upphafi leiks og hreinlega óðu í færum á lokamínútunum þegar liðið hefði átt með réttu að jafna leikinn í 2-2. „Þetta er eins og að fá högg í magann. Við byrjuðum ekki vel, vorum værukærir og vorum að gefa frá okkur svo klaufaleg og barnaleg mörk að það var hreinlega skelfilegt að horfa upp á þetta,“ sagði Óli í viðtali við Vísi strax eftir leik en hann var ekki bara ósáttu við varnarleikinn en sóknarleikurinn fékk líka orð í eyra. „Við sköpum okkur fullt af færum og það er líka barnalegt hvernig við vorum að klára þau. Á meðan staðan er svona á okkur þá er bara blóðug fallbarátta framundan. Við verðum að átta okkur á því.“ Grindavík byrjaði mótið frábærlega og er með 21 stig, eða átta stigum frá fallsæti, en hann segir sú byrjun ekki gefa þeim neitt öryggi og að hann hreinlega nenni ekki að tala um fortíðina. „Mig langar ekkert að tala um fyrri umferðina. Við lifum í nútíðinni og við verðum að fara að gera okkur grein fyrir því að það bíður okkar bara barátta upp á líf og dauða.“ Hann segir eina í stöðunni fyrir liðið sé bara að halda áfram að reyna sitt besta. „Fyrst og fremst verðum við að halda áfram að reyna. Eftir svona hrinu þá liggur greinilega á okkur smá stress og við verðum bara að komast yfir hana. Við verðum að hrinda frá okkur það sem búið er og taka stöðuna eins og hún er núna.“ Mörkin tvö sem Grindavík fékk á sig í kvöld voru úr föstum leikatriðum, aukaspyrnu og víti, en Óli var mjög ósáttur með sína menn og þá sérstaklega í fyrra markinu sem kom á upphafsmínútu leiksins. „Ég var búinn að teikna byrjunina upp fyrir þá og það var ekkert sem kom á óvart. Við teiknuðum þetta upp í gær og þetta átti aldrei að fara svona. Menn þurfa að vera tilbúnir og einbeittir þegar það er búið að setja þetta upp í hendurnar á þeim.“ Enn mættu Grindvíkingar þá ekki einbeittir til leiks? „Alveg klárlega ekki. Sérstaklega þegar við fáum svona mark á okkur í byrjun sem var búið að vara þá sérstaklega við. Við verðum að taka ábyrgð á þessu því þetta er ekki nógu gott.“ Andri Rúnar, framherji Grindavíkur, vildi fá vítaspyrnu á lokamínútu leiksins en Óli vildi ekki tjá sig mikið um það. „Ég sá það ekki en það væri svo sem eftir öllu þessa daganna að það hafi farið í höndunum en ég get ekki dæmt um það.“ Hann vill þó meina að ekki vanti mikið upp á en grunnvinnuna verði að laga fyrir komandi átök. „Við spiluðum alveg nógu vel til þess að fá eitthvað út úr þessum leik, það er alveg klárt.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur Ó. - Grindavík 2-1 | Gríðarlega mikilvægur sigur Ólsara Víkingur Ó. vann afar mikilvægan sigur á Grindavík, 2-1, í 14. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 9. ágúst 2017 22:15 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Leik lokið: Víkingur Ó. - Grindavík 2-1 | Gríðarlega mikilvægur sigur Ólsara Víkingur Ó. vann afar mikilvægan sigur á Grindavík, 2-1, í 14. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 9. ágúst 2017 22:15