Þýskaland og Frakkland komust ekki í undanúrslitin á EM kvenna í fótbolta en átta liða úrslit EM í Hollandi fóru fram um helgina. Það hafa verið óvænt úrslit á Evrópumótinu í ár.
Þýskaland og Frakkland voru með tvö bestu kvennalið Evrópu samkvæmt nýjasta styrkleikalista FIFA. Þýsku stelpurnar duttu út á móti Dönum og Englendingar slógu Frakkana út.
Þýska liðið var búið að vinna síðustu sex Evrópumót og verið í undanúrslitum á öllum Evrópumótum frá og með 1989.
Frakkarnir voru að detta út í átta liða úrslitum á þriðja Evrópumótinu í röð en franska liðið hefur aldrei komist í undanúrslit á EM.
Aðeins ein þjóð inn á topp fimm á listanum komst í undanúrslitin en það eru Englendingar sem voru þriðja hæsta Evrópuliðið á listanum.
Auk Þýskalands og Frakklands þá eru bæði Svíþjóð og Noregur úr leik en landslið þeirra voru bæði inn á topp fimm.
Austurríki er komið í undanúrslit á sínu fyrsta stórmóti en liðið er með fjórtánda besta knattspyrnulandslið Evrópu í kvennaflokki samkvæmt styrkleikalista FIFA.
Bestu þjóðir Evrópu samkvæmt styrkleikalista FIFA:
1. Þýskaland - Úr leik á EM 2017
2. Frakkland - Úr leik
3. England - Í undanúrslitum á EM 2017
4. Svíþjóð - Úr leik
5. Noregur - Úr leik
6. Holland - Í undanúrslitum
7. Spánn - Úr leik
8. Danmörk - Í undanúrslitum
9. Sviss - Úr leik
10. Ítalía - Úr leik
11. Ísland - Úr leik
12. Skotland - Úr leik
13. Belgía - Úr leik
14. Austurríki - Í undanúrslitum
15. Rússland - Úr leik
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2018-10-22T153245.909Z-Manchester_City_FC_badge.svg.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/gracenote/4087.png)