Golf

Íslandsmeistarinn getur tryggt sér sæti á Opna breska í dag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valdís Þóra varð Íslandsmeistari í golfi um þarsíðustu helgi.
Valdís Þóra varð Íslandsmeistari í golfi um þarsíðustu helgi. vísir/andri marinó
Valdís Þóra Jónsdóttir fær tækifæri til að tryggja sér sæti á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag.

Valdís, sem er nýkrýndur Íslandsmeistari í golfi, keppir þá á úrtökumóti á Castle Course vellinum í St. Andrews í Skotlandi. Hún á rástíma klukkan 11:00.

Alls taka 112 kylfingar þátt á þessu lokaúrtökumóti fyrir Opna breska. Tuttugu efstu komast inn á mótið sem hefst á fimmtudaginn.

Fyrr í mánuðinum keppti Valdís á sínu fyrsta risamóti; Opna bandaríska meistaramótinu í New Jersey.

Ísland gæti átt tvo fulltrúa á Opna breska en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér keppnisrétt á því í gær með góðum árangri á Opna skoska meistaramótinu í Aberdeen í Skotlandi.


Tengdar fréttir

Ólafía Þórunn verður með á opna breska

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður með á opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Kingsbarns Golf Links golfvellinum í Skotlandi um Verslunarmannahelgina.

Ólafía í 13. sæti á opna skoska

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk keppni í dag á opna skoska meistaramótinu sem fór fram í Dundonald í Skotlandi. Ólafía endaði hringina fjóra samtals á einu höggi yfir pari.

Lengi dreymt um að vinna titilinn hér

Heimamaðurinn Axel Bóasson glutraði niður góðu forskoti á Íslandsmótinu í golfi en hafði betur gegn Haraldi Franklín Magnús í umspili um Íslandsmeistaratitilinn. Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra fann fyrir meiri pressu en stóð undir henni og vann sinn þriðja titil.

Valdís Þóra Íslandsmeistari í þriðja sinn

Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr GL, er Íslandsmeistari í höggleik í kvennaflokki í þriðja sinn á ferlinum eftir æsispennandi lokahring þar sem hún hafði betur gegn heimakonunni Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur úr GK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×