Útlendingastofnun bætir Georgíu og Kósóvó við á lista yfir örugg ríki Atli Ísleifsson skrifar 20. júlí 2017 10:38 Alls bárust Útlendingastofnun fimm hundruð umsóknir um hæli á fyrri hluta þessa árs. Vísir/Stefán Útlendingastofnun hefur sett Georgíu og Kósóvó á lista stofnunarinnar yfir örugg ríki, en talsverður fjöldi hælisleitenda hefur á síðustu misserum komið hingað til lands frá ríkjunum tveimur. Almennt er ríkisborgurum ríkja á lista yfir örugg ríki ekki veitt hæli hér á landi og þeim snúið aftur til síns upprunaríkis, líkt og fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar. Alls bárust Útlendingastofnun fimm hundruð umsóknir um hæli á fyrri hluta þessa árs. Flestar komu frá albönskum ríkisborgurum, eða 147, en næstflestar frá Georgíumönnum, eða 62. Þrettán umsóknir bárust frá einstaklingum frá Kósóvó. Fram kemur að starfsmenn Útlendingastofnunar hafi kannað aðstæður í Georgíu í þaula í tengslum við hælisumsóknir fólks frá landinu og fyrir liggi að allar forsendur séu fyrir hendi til að skilgreina Georgíu sem öruggt ríki. Sömu sögu sé að segja um Kósóvó.Grundvallarmannréttindi almennt virtÁ heimasíðu Útlendingastofnunar kemur fram að grundvallarmannréttindi séu almennt talin virt í ríkjum á lista yfir „örugg ríki“ og mál hælisleitenda með ríkisfang í þessum löndum fari að öllu jöfnu í forgangsmeðferð hjá Útlendingastofnun. „Yfirleitt er ríkisborgurum þessara ríkja sem sækja um hæli hér á landi ekki veitt hæli og þeim snúið aftur til síns upprunaríkis. Hvert mál er þó skoðað sérstaklega á eigin forsendum með tilliti til viðeigandi upplýsinga á hverjum tíma og það eitt að hælisleitandi sé frá ríki á listanum getur aldrei leitt til þess að Útlendingastofnun taki mál hans ekki til skoðunar eða synji umsókn hans án undangenginnar rannsóknar. Þegar það á við eru mál ríkisborgara landa á listanum tekin til almennrar efnismeðferðar og er listinn því aðeins til hliðsjónar,“ segir á heimasíðu stofnunarinnar. Georgía Kósovó Tengdar fréttir Hælisumsóknum fjölgaði um 60 prósent milli ára Samanlagður fjöldi umsókna á fyrstu fimm mánuðum ársins var 370 sem eru tæplega 60 prósent fleiri umsóknir en bárust á sama tíma á síðasta ári. 15. júní 2017 12:52 Allt að 2000 muni sækja um alþjóðlega vernd Áttatíu prósent fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra. 6. júlí 2017 11:23 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Útlendingastofnun hefur sett Georgíu og Kósóvó á lista stofnunarinnar yfir örugg ríki, en talsverður fjöldi hælisleitenda hefur á síðustu misserum komið hingað til lands frá ríkjunum tveimur. Almennt er ríkisborgurum ríkja á lista yfir örugg ríki ekki veitt hæli hér á landi og þeim snúið aftur til síns upprunaríkis, líkt og fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar. Alls bárust Útlendingastofnun fimm hundruð umsóknir um hæli á fyrri hluta þessa árs. Flestar komu frá albönskum ríkisborgurum, eða 147, en næstflestar frá Georgíumönnum, eða 62. Þrettán umsóknir bárust frá einstaklingum frá Kósóvó. Fram kemur að starfsmenn Útlendingastofnunar hafi kannað aðstæður í Georgíu í þaula í tengslum við hælisumsóknir fólks frá landinu og fyrir liggi að allar forsendur séu fyrir hendi til að skilgreina Georgíu sem öruggt ríki. Sömu sögu sé að segja um Kósóvó.Grundvallarmannréttindi almennt virtÁ heimasíðu Útlendingastofnunar kemur fram að grundvallarmannréttindi séu almennt talin virt í ríkjum á lista yfir „örugg ríki“ og mál hælisleitenda með ríkisfang í þessum löndum fari að öllu jöfnu í forgangsmeðferð hjá Útlendingastofnun. „Yfirleitt er ríkisborgurum þessara ríkja sem sækja um hæli hér á landi ekki veitt hæli og þeim snúið aftur til síns upprunaríkis. Hvert mál er þó skoðað sérstaklega á eigin forsendum með tilliti til viðeigandi upplýsinga á hverjum tíma og það eitt að hælisleitandi sé frá ríki á listanum getur aldrei leitt til þess að Útlendingastofnun taki mál hans ekki til skoðunar eða synji umsókn hans án undangenginnar rannsóknar. Þegar það á við eru mál ríkisborgara landa á listanum tekin til almennrar efnismeðferðar og er listinn því aðeins til hliðsjónar,“ segir á heimasíðu stofnunarinnar.
Georgía Kósovó Tengdar fréttir Hælisumsóknum fjölgaði um 60 prósent milli ára Samanlagður fjöldi umsókna á fyrstu fimm mánuðum ársins var 370 sem eru tæplega 60 prósent fleiri umsóknir en bárust á sama tíma á síðasta ári. 15. júní 2017 12:52 Allt að 2000 muni sækja um alþjóðlega vernd Áttatíu prósent fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra. 6. júlí 2017 11:23 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Hælisumsóknum fjölgaði um 60 prósent milli ára Samanlagður fjöldi umsókna á fyrstu fimm mánuðum ársins var 370 sem eru tæplega 60 prósent fleiri umsóknir en bárust á sama tíma á síðasta ári. 15. júní 2017 12:52
Allt að 2000 muni sækja um alþjóðlega vernd Áttatíu prósent fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra. 6. júlí 2017 11:23