Maðurinn sem féll í Gullfoss hét Nika Begades Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júlí 2017 10:46 Myndin sem lögreglan á Suðurlandi hefur birt af Nika er úr öryggismyndavélum við Gullfoss. vísir Maðurinn sem féll í Gullfoss þann 19. júlí síðastliðinn hét Nika Begades og 22 ára gamall frá Georgíu. Hann var búsettur í Reykjanesbæ og hafði stöðu hælisleitanda hér á landi. Nika var einhleypur og barnlaus. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Leitað hefur verið að Nika síðan á miðvikudag og verður leit haldið áfram í dag. Hún verður þó nokkuð minni í sniðum en verið hefur þar sem engar líkur eru taldar á því að maðurinn hafi lifað fallið af. Leitin hefur engan árangur borið en leitarskilyrði eru erfið þar sem Hvítá er straumþung og djúp jökulá. „Gljúfrið sem hún rennur í gegnum er djúpt og skorið og því erfitt og jafnvel ómögulegt yfirferðar á köflum. Saga árinnar í gegnum áranna rás segir að ekki séu miklar líkur á því að hún skili fljótt af sér það sem hún tekur, því gæti slíkt ferli tekið nokkra mánuði og jafnvel ár áður en nokkur merki um mann finnast, ef þá nokkurn tímann,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Lögreglan á Suðurlandi birti mynd af Nika úr öryggismyndavélum við Gullfoss skömmu fyrir óhappið. Biður lögreglan þá sem telja sig hafa séð hann þarna á svæðinu fyrir slysið að hafa samband í gegnum netfangið sudurland@logreglan.is. Tilkynninguna lögreglunnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Lögreglan á Suðurlandi, ásamt björgunarsveitum Landsbjargar og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur leitað frá því í fyrradag, að ungum manni sem féll niður Gullfoss. Nokkuð hefur verið dregið úr leit, en henni verður haldið áfram í dag með minna sniði, en síðustu daga. Engar líkur eru taldar á því að pilturinn hafi lifað af fallið og hefur leit engan árangur borið fram til þessa.Eins og áður hefur komið fram fann lögreglan vísbendingar um hann út frá bifreið sem fannst á svæðinu og samsvara lýsingar vitna af atburðinum við myndir sem lögregla fékk úr eftirlitsmyndavélum við Gullfoss. Sporhundur frá Landsbjörg rakti svo spor úr bílnum upp fyrir útsýnispallana og niður undir ánna. Ekki er vitað nákvæmlega hvað gerðist, en málið er rannsakað sem slys.Pilturinn sem féll í Gullfoss þann 19.júlí s.l. hét Nika Begades 22 ára gamall frá Georgíu. Hann var búsettur í Reykjanesbæ og hafði stöðu hælisleitanda hér á landi. Hann var einhleypur og barnlaus.Meðfylgjandi er mynd af honum úr öryggismyndavélum við Gullfoss skömmu fyrir óhappið og eru þeir sem telja sig hafa séð hann þarna á svæðinu fyrir slysið beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi í gegnum netfangið sudurland@logreglan.is.Leitarskilyrði eru erfið á staðnum þar sem áin er straumþung og djúp jökulá. Gljúfrið sem hún rennur í gegnum er djúpt og skorið og því erfitt og jafnvel ómögulegt yfirferðar á köflum. Saga árinnar í gegnum áranna rás segir að ekki séu miklar líkur á því að hún skili fljótt af sér það sem hún tekur, því gæti slíkt ferli tekið nokkra mánuði og jafnvel ár áður en nokkur merki um mann finnast, ef þá nokkurn tímann.Lögreglan vill þakka öllum þeim sem komið hafa að leitinni á einn eða annan hátt fyrir aðstoðina. Leit við Gullfoss Tengdar fréttir Net strengt milli stólpa við nýju brúna við Hvítá Leitin við Gullfoss og Hvítá árangurslaus enn sem komið er. 20. júlí 2017 14:05 Dregið úr leit við Gullfoss í dag Dregið verður úr leit í dag að manni sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þó átti eftir að ákveða nákvæmlega með hvaða hætti leit færi fram þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. 21. júlí 2017 06:00 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Maðurinn sem féll í Gullfoss þann 19. júlí síðastliðinn hét Nika Begades og 22 ára gamall frá Georgíu. Hann var búsettur í Reykjanesbæ og hafði stöðu hælisleitanda hér á landi. Nika var einhleypur og barnlaus. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Leitað hefur verið að Nika síðan á miðvikudag og verður leit haldið áfram í dag. Hún verður þó nokkuð minni í sniðum en verið hefur þar sem engar líkur eru taldar á því að maðurinn hafi lifað fallið af. Leitin hefur engan árangur borið en leitarskilyrði eru erfið þar sem Hvítá er straumþung og djúp jökulá. „Gljúfrið sem hún rennur í gegnum er djúpt og skorið og því erfitt og jafnvel ómögulegt yfirferðar á köflum. Saga árinnar í gegnum áranna rás segir að ekki séu miklar líkur á því að hún skili fljótt af sér það sem hún tekur, því gæti slíkt ferli tekið nokkra mánuði og jafnvel ár áður en nokkur merki um mann finnast, ef þá nokkurn tímann,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Lögreglan á Suðurlandi birti mynd af Nika úr öryggismyndavélum við Gullfoss skömmu fyrir óhappið. Biður lögreglan þá sem telja sig hafa séð hann þarna á svæðinu fyrir slysið að hafa samband í gegnum netfangið sudurland@logreglan.is. Tilkynninguna lögreglunnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Lögreglan á Suðurlandi, ásamt björgunarsveitum Landsbjargar og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur leitað frá því í fyrradag, að ungum manni sem féll niður Gullfoss. Nokkuð hefur verið dregið úr leit, en henni verður haldið áfram í dag með minna sniði, en síðustu daga. Engar líkur eru taldar á því að pilturinn hafi lifað af fallið og hefur leit engan árangur borið fram til þessa.Eins og áður hefur komið fram fann lögreglan vísbendingar um hann út frá bifreið sem fannst á svæðinu og samsvara lýsingar vitna af atburðinum við myndir sem lögregla fékk úr eftirlitsmyndavélum við Gullfoss. Sporhundur frá Landsbjörg rakti svo spor úr bílnum upp fyrir útsýnispallana og niður undir ánna. Ekki er vitað nákvæmlega hvað gerðist, en málið er rannsakað sem slys.Pilturinn sem féll í Gullfoss þann 19.júlí s.l. hét Nika Begades 22 ára gamall frá Georgíu. Hann var búsettur í Reykjanesbæ og hafði stöðu hælisleitanda hér á landi. Hann var einhleypur og barnlaus.Meðfylgjandi er mynd af honum úr öryggismyndavélum við Gullfoss skömmu fyrir óhappið og eru þeir sem telja sig hafa séð hann þarna á svæðinu fyrir slysið beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi í gegnum netfangið sudurland@logreglan.is.Leitarskilyrði eru erfið á staðnum þar sem áin er straumþung og djúp jökulá. Gljúfrið sem hún rennur í gegnum er djúpt og skorið og því erfitt og jafnvel ómögulegt yfirferðar á köflum. Saga árinnar í gegnum áranna rás segir að ekki séu miklar líkur á því að hún skili fljótt af sér það sem hún tekur, því gæti slíkt ferli tekið nokkra mánuði og jafnvel ár áður en nokkur merki um mann finnast, ef þá nokkurn tímann.Lögreglan vill þakka öllum þeim sem komið hafa að leitinni á einn eða annan hátt fyrir aðstoðina.
Leit við Gullfoss Tengdar fréttir Net strengt milli stólpa við nýju brúna við Hvítá Leitin við Gullfoss og Hvítá árangurslaus enn sem komið er. 20. júlí 2017 14:05 Dregið úr leit við Gullfoss í dag Dregið verður úr leit í dag að manni sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þó átti eftir að ákveða nákvæmlega með hvaða hætti leit færi fram þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. 21. júlí 2017 06:00 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Net strengt milli stólpa við nýju brúna við Hvítá Leitin við Gullfoss og Hvítá árangurslaus enn sem komið er. 20. júlí 2017 14:05
Dregið úr leit við Gullfoss í dag Dregið verður úr leit í dag að manni sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þó átti eftir að ákveða nákvæmlega með hvaða hætti leit færi fram þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. 21. júlí 2017 06:00