Erlent

Einkalögmaður Donald Trump hættur

Atli Ísleifsson skrifar
Marc Kasowitz hafði starfað sem einkalögmaður Trump frá fyrstu árum síðasta áratugar.
Marc Kasowitz hafði starfað sem einkalögmaður Trump frá fyrstu árum síðasta áratugar. Vísir/AFP
Marc Kasowitz er hættur störfum sem einkalögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Frá þessu greina CBS News og fleiri fjölmiðlar. Fréttamaður New York Times segir þó að Kasowitz sé ekki hættur en að hann muni nú sinna veigaminna hlutverki.

Tilkynnt var um uppsögn Mark Corallo, talsmanns Kasowitz, í gær. Ekkert hefur enn verið gefið upp um ástæður þess að Corallo hætti störfum.

Kasowitz hafði starfað sem einkalögmaður Trump frá fyrstu árum síðasta áratugar. Hann fór fyrir lögfræðiteyminu sem gætti hagsmuna Trump í Trump University málinu sem stofnað var árið 2005 og var margoft stefnt vegna ólöglegra og villandi viðskiptahátta. Þá hefur hann einnig gætt hagsmuna Trump í rannsókninni sem snýr að meintum Rússatengslum.

Tölvupóstsamskipti Kasowitz við almannatengil á eftirlaunum vöktu talsverða athygli í síðustu viku þar sem Kasowitz hótaði almannatenglinum öllu illu eftir að sá hafði lagt til að Kasowitz segði af sér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×