Gulli Jóns: Fáum ekki mann nema vera vissir um að hann styrki liðið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. júlí 2017 17:10 Gunnlaugur Jónsson vísir/ernir Þjálfari ÍA, Gunnlaugur Jónsson, segir það hafa verið vonbrigði að tapa fyrir FH í dag, en er þokkalega ánægður með frammistöðu sinna manna. Skagamenn töpuðu 2-0 í fyrsta leik 12. umferðar Pepsi deildar karla í Kaplakrika í dag. „Við erum kannski ekki alveg nógu ákveðnir í varnarleiknum í fyrri hálfleik, þeir eru að opna okkur í báðum mörkunum ansi illa. Engu að síður, erum við að fá ágætis sóknir í fyrri hálfleik, og það sem ég er kannski ánægðastur með er að við komum virkilega ákveðnir til leiks í seinni hálfleik, tilbúnir að ná þessu marki sem við þurftum til þess að brjóta upp leikinn.“ „Það voru vonbrigði að ná því ekki (að setja mark á leikinn) og svo undir lok leiksins þá ná þeir meiri völdum og því sem fór,“ sagði Gunnlaugur en hans lið átti fínan kafla í seinni hálfleik þar sem þeir hefðu getað sett eitt mark og hleypt lífi í leikinn. ÍA situr á botni deildarinnar, tveimur stigum frá liði ÍBV, sem á eftir að leika sinn leik í 12. umferðinni. Það er samt engan bilbug að finna á Gunnlaugi. „Staðan er náttúrulega ekkert glæsileg, en við verðum að hafa trú á þessu, og við höfum fulla trú á þessu. Það eru 10 leikir eftir, 30 stig í pottinum, við verðum einfaldlega bara að koma í næsta leik, það er bara þannig. Það er Valur, kannski ekki auðveldasti andstæðingurinn, en við höfum trú á því að við getum náð í úrslit þar, við höfum trú á því að við munum ná að halda þessu liði í efstu deild. Á meðan það er séns á því þá munum við ekki hætta. Verkefnið er vissulega krefjandi en þessi hópur hefur sýnt það margoft að við höfum farið niður í dýpstu dali og komum alltaf upp og það munum við gera aftur, og við munum gera það á þessu ári.“ „Við erum bara að skoða markaðinn, við tökum ekki mann nema við séum alveg 100% á því að hann muni styrkja þetta lið. Það er þannig lagað ekkert stress, við erum að leita, það eru enn þá nokkrir dagar eftir og við sjáum hvað gerist,“ sagði Gunnlaugur aðspurður um viðskipti ÍA í félagaskiptaglugganum, en þau hafa engin verið þrátt fyrir að glugginn hafi verið opinn síðan síðasta laugardag. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍA | FH kláraði Skagamenn í fyrri hálfleik Íslandsmeistararnir settu tvö mörk á fyrsta hálftímanum og það var ekki aftur snúið fyrir Skagamenn. 22. júlí 2017 17:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
Þjálfari ÍA, Gunnlaugur Jónsson, segir það hafa verið vonbrigði að tapa fyrir FH í dag, en er þokkalega ánægður með frammistöðu sinna manna. Skagamenn töpuðu 2-0 í fyrsta leik 12. umferðar Pepsi deildar karla í Kaplakrika í dag. „Við erum kannski ekki alveg nógu ákveðnir í varnarleiknum í fyrri hálfleik, þeir eru að opna okkur í báðum mörkunum ansi illa. Engu að síður, erum við að fá ágætis sóknir í fyrri hálfleik, og það sem ég er kannski ánægðastur með er að við komum virkilega ákveðnir til leiks í seinni hálfleik, tilbúnir að ná þessu marki sem við þurftum til þess að brjóta upp leikinn.“ „Það voru vonbrigði að ná því ekki (að setja mark á leikinn) og svo undir lok leiksins þá ná þeir meiri völdum og því sem fór,“ sagði Gunnlaugur en hans lið átti fínan kafla í seinni hálfleik þar sem þeir hefðu getað sett eitt mark og hleypt lífi í leikinn. ÍA situr á botni deildarinnar, tveimur stigum frá liði ÍBV, sem á eftir að leika sinn leik í 12. umferðinni. Það er samt engan bilbug að finna á Gunnlaugi. „Staðan er náttúrulega ekkert glæsileg, en við verðum að hafa trú á þessu, og við höfum fulla trú á þessu. Það eru 10 leikir eftir, 30 stig í pottinum, við verðum einfaldlega bara að koma í næsta leik, það er bara þannig. Það er Valur, kannski ekki auðveldasti andstæðingurinn, en við höfum trú á því að við getum náð í úrslit þar, við höfum trú á því að við munum ná að halda þessu liði í efstu deild. Á meðan það er séns á því þá munum við ekki hætta. Verkefnið er vissulega krefjandi en þessi hópur hefur sýnt það margoft að við höfum farið niður í dýpstu dali og komum alltaf upp og það munum við gera aftur, og við munum gera það á þessu ári.“ „Við erum bara að skoða markaðinn, við tökum ekki mann nema við séum alveg 100% á því að hann muni styrkja þetta lið. Það er þannig lagað ekkert stress, við erum að leita, það eru enn þá nokkrir dagar eftir og við sjáum hvað gerist,“ sagði Gunnlaugur aðspurður um viðskipti ÍA í félagaskiptaglugganum, en þau hafa engin verið þrátt fyrir að glugginn hafi verið opinn síðan síðasta laugardag.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍA | FH kláraði Skagamenn í fyrri hálfleik Íslandsmeistararnir settu tvö mörk á fyrsta hálftímanum og það var ekki aftur snúið fyrir Skagamenn. 22. júlí 2017 17:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍA | FH kláraði Skagamenn í fyrri hálfleik Íslandsmeistararnir settu tvö mörk á fyrsta hálftímanum og það var ekki aftur snúið fyrir Skagamenn. 22. júlí 2017 17:00