Einkunnir íslensku stelpnanna: Fanndís besti leikmaður Íslands í dag Íþróttadeild 365 skrifar 22. júlí 2017 18:09 Leikmenn íslenska liðsins fagna marki Fanndísar í dag. Vísir/getty Íslenska liðið þurfti því miður að sætta sig við svekkjandi 1-2 tap gegn Sviss á EM í Hollandi í leik sem lauk rétt í þessu en eftir að hafa komist yfir náði Sviss að svara með tveimur mörkum. Fanndís Friðriksdóttir, besti leikmaður Íslands í dag að mati íþróttadeildar 365, kom Íslandi yfir en Lara Dickenmann sem var stálheppin að sleppa við rautt spjald jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Ramona Bachmann kom Sviss yfir í upphafi seinni hálfleiks og aftur átti Lara stóran þátt í markinu en Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslands, var nálægt því að verja skotið. Þrátt fyrir nokkrar ágætis tilraunir náði íslenska liðið ekki að bæta við marki og lauk leiknum því með 2-1 sigri Sviss. Einkunnir íþróttadeildar 365 má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 6 Var grátlega nálægt því að verja skotið í fyrra marki Sviss og gat lítið gert í því síðara þar sem varnarleikur íslenska liðsins molnaði algjörlega. Greip annars vel inn í og skilaði boltanum vel út úr teignum.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 6 Átti furðulega erfitt með að koma frá sér boltanum oft á tíðum miðað við að það er einn hennar mesti styrkleiki. Náði ekki að hreinsa frá í aðdraganda seinna marks Sviss. Alltaf sterk í návígum og les leikinn óttrúlega vel. Varði úr dauðafæri í uppbótartíma.Sif Atladóttir, miðvörður 6 Lenti í basli með sterka sóknarlínu Svisslendinga og náði ekki að drottna jafnmikið yfir varnarlínunni og í síðasta leik. Var í leikmanninum sem lagði upp fyrra mark Sviss. Var frábær síðustu mínútur leiksins og átti tvö geggjuð hlaup til baka og kom í veg fyrir mark ásamt Guggu.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Var afar örugg á boltanum á sínum öðrum leik á stórmóti og sýndi mikla yfirvegun þegar hún var sett undir pressu. Eins og aðrir varnarmenn Íslands hefði hún átt að gera betur í öðru marki Sviss.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri vængbakvörður 5 Átti í miklu basli með að senda boltann á samherja og var heppin að fá ekki dæmt á sig víti. Eins og síðast kemur ekki mikið út úr henni í sóknarleiknum. Staðsetningar hennar í leiknum alls ekki góðar.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 6 Fyrirliðinn hljóp og hljóp og reyndi að fara fyrir sínu liði. Missti boltann nokkrum sinnum illa en hljóp þá strax til baka og vann hann oftast aftur. Gekk ekki nógu vel að spila boltanum frá sér.Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður 5 Náði ekki að fylgja eftir frábærri EM-frumraun. Var á eftir í alla bolta í fyrri hálfleik og fylgdi ekki eftir markaskorara Sviss í fyrra markinu heldur hljóp út úr teignum. Reif sig verulega í gang í seinni hálfleik.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri vængbakvörður 4 Ekki besti leikur Skagakonunnar. Var oft langt frá sínum mönnum og átti í miklu basli með návígin. Margir sendingafeilar hjá henni í dag.Katrín Ásbjörnsdóttir, hægri kantmaður 6 Var besti leikmaður Íslands í fyrri hálfleik. Sú eina sem reyndi frá fyrstu mínútu að taka boltann niður, róa og koma honum í spil. Var öflug í pressunni og skilaði boltanum vel frá sér. Gerði lítið þær mínútur sem hún spilaði í seinni hálfleik.Fanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 7 Sást ekki framan af fyrri hálfleik en dúkkaði svo upp með fyrsta mark Íslands á mótinu. Hljóp úr sér lifur og lungu og átti gott skot eftir fínan einleik. Alltaf tilbúinn að gera eitthvað með boltann þegar að hún fær hann.Dagný Brynjarsdóttir, framherji 7 Lagði upp mark Íslands með stórbrotinni sendingu og var nokkuð öflug í fyrri hálfleik þó hún hafi einstaka sinnum verið svolítið á eftir leikmönnum Sviss inn á miðjunni. Dró frekar mikið af henni í seinni hálfleik og þá kom ekki nógu mikið út úr henni í föstum leikatirðum.Varamenn:Agla María Albertsdóttir (Kom inn á fyrir Katrínu Ásbjörnsdóttur á 66. mínútu) 5 Var dugleg eftir að hún kom inn á en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.Hólmfríður Magnúsdóttir (Kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur á 82. mínútu) Lék ekki nógu lengi Kom inn til að fá meiri sóknarþunga á hægri kantinn í stað Gunnhildar, komst ekki í takt.Harpa Þorsteinsdóttir (Kom inn á fyrir Sigríði Láru Garðarsdóttur á 88. mínútu) Lék ekki nógu lengi Kom inn og fékk uppbótartímann til að ná að pota inn jöfnunarmarkinu, þurfti að sækja aftarlega á völlinn til að komast í hann. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00 Twitter í hálfleik: Verð að öskra hér því barnið er sofandi | Sýklalyf á ferð og flugi Twitter-samfélagið fylgist að sjálfsögðu vel með Stelpunum Okkar í leiknum gegn Sviss en íslenskir áhorfendur eru að fylgjast með víðsvegar úr heiminum og tók Vísir saman nokkur skemmtileg tíst. 22. júlí 2017 16:53 Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Sjá meira
Íslenska liðið þurfti því miður að sætta sig við svekkjandi 1-2 tap gegn Sviss á EM í Hollandi í leik sem lauk rétt í þessu en eftir að hafa komist yfir náði Sviss að svara með tveimur mörkum. Fanndís Friðriksdóttir, besti leikmaður Íslands í dag að mati íþróttadeildar 365, kom Íslandi yfir en Lara Dickenmann sem var stálheppin að sleppa við rautt spjald jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Ramona Bachmann kom Sviss yfir í upphafi seinni hálfleiks og aftur átti Lara stóran þátt í markinu en Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslands, var nálægt því að verja skotið. Þrátt fyrir nokkrar ágætis tilraunir náði íslenska liðið ekki að bæta við marki og lauk leiknum því með 2-1 sigri Sviss. Einkunnir íþróttadeildar 365 má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 6 Var grátlega nálægt því að verja skotið í fyrra marki Sviss og gat lítið gert í því síðara þar sem varnarleikur íslenska liðsins molnaði algjörlega. Greip annars vel inn í og skilaði boltanum vel út úr teignum.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 6 Átti furðulega erfitt með að koma frá sér boltanum oft á tíðum miðað við að það er einn hennar mesti styrkleiki. Náði ekki að hreinsa frá í aðdraganda seinna marks Sviss. Alltaf sterk í návígum og les leikinn óttrúlega vel. Varði úr dauðafæri í uppbótartíma.Sif Atladóttir, miðvörður 6 Lenti í basli með sterka sóknarlínu Svisslendinga og náði ekki að drottna jafnmikið yfir varnarlínunni og í síðasta leik. Var í leikmanninum sem lagði upp fyrra mark Sviss. Var frábær síðustu mínútur leiksins og átti tvö geggjuð hlaup til baka og kom í veg fyrir mark ásamt Guggu.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Var afar örugg á boltanum á sínum öðrum leik á stórmóti og sýndi mikla yfirvegun þegar hún var sett undir pressu. Eins og aðrir varnarmenn Íslands hefði hún átt að gera betur í öðru marki Sviss.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri vængbakvörður 5 Átti í miklu basli með að senda boltann á samherja og var heppin að fá ekki dæmt á sig víti. Eins og síðast kemur ekki mikið út úr henni í sóknarleiknum. Staðsetningar hennar í leiknum alls ekki góðar.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 6 Fyrirliðinn hljóp og hljóp og reyndi að fara fyrir sínu liði. Missti boltann nokkrum sinnum illa en hljóp þá strax til baka og vann hann oftast aftur. Gekk ekki nógu vel að spila boltanum frá sér.Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður 5 Náði ekki að fylgja eftir frábærri EM-frumraun. Var á eftir í alla bolta í fyrri hálfleik og fylgdi ekki eftir markaskorara Sviss í fyrra markinu heldur hljóp út úr teignum. Reif sig verulega í gang í seinni hálfleik.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri vængbakvörður 4 Ekki besti leikur Skagakonunnar. Var oft langt frá sínum mönnum og átti í miklu basli með návígin. Margir sendingafeilar hjá henni í dag.Katrín Ásbjörnsdóttir, hægri kantmaður 6 Var besti leikmaður Íslands í fyrri hálfleik. Sú eina sem reyndi frá fyrstu mínútu að taka boltann niður, róa og koma honum í spil. Var öflug í pressunni og skilaði boltanum vel frá sér. Gerði lítið þær mínútur sem hún spilaði í seinni hálfleik.Fanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 7 Sást ekki framan af fyrri hálfleik en dúkkaði svo upp með fyrsta mark Íslands á mótinu. Hljóp úr sér lifur og lungu og átti gott skot eftir fínan einleik. Alltaf tilbúinn að gera eitthvað með boltann þegar að hún fær hann.Dagný Brynjarsdóttir, framherji 7 Lagði upp mark Íslands með stórbrotinni sendingu og var nokkuð öflug í fyrri hálfleik þó hún hafi einstaka sinnum verið svolítið á eftir leikmönnum Sviss inn á miðjunni. Dró frekar mikið af henni í seinni hálfleik og þá kom ekki nógu mikið út úr henni í föstum leikatirðum.Varamenn:Agla María Albertsdóttir (Kom inn á fyrir Katrínu Ásbjörnsdóttur á 66. mínútu) 5 Var dugleg eftir að hún kom inn á en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.Hólmfríður Magnúsdóttir (Kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur á 82. mínútu) Lék ekki nógu lengi Kom inn til að fá meiri sóknarþunga á hægri kantinn í stað Gunnhildar, komst ekki í takt.Harpa Þorsteinsdóttir (Kom inn á fyrir Sigríði Láru Garðarsdóttur á 88. mínútu) Lék ekki nógu lengi Kom inn og fékk uppbótartímann til að ná að pota inn jöfnunarmarkinu, þurfti að sækja aftarlega á völlinn til að komast í hann.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00 Twitter í hálfleik: Verð að öskra hér því barnið er sofandi | Sýklalyf á ferð og flugi Twitter-samfélagið fylgist að sjálfsögðu vel með Stelpunum Okkar í leiknum gegn Sviss en íslenskir áhorfendur eru að fylgjast með víðsvegar úr heiminum og tók Vísir saman nokkur skemmtileg tíst. 22. júlí 2017 16:53 Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00
Twitter í hálfleik: Verð að öskra hér því barnið er sofandi | Sýklalyf á ferð og flugi Twitter-samfélagið fylgist að sjálfsögðu vel með Stelpunum Okkar í leiknum gegn Sviss en íslenskir áhorfendur eru að fylgjast með víðsvegar úr heiminum og tók Vísir saman nokkur skemmtileg tíst. 22. júlí 2017 16:53