Freyr: Enginn með stjórn á þessum leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2017 18:28 Freyr á hliðarlínunni í leiknum í dag. vísir/getty Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson var að sjálfsögðu ekki sáttur með tapið fyrir Sviss í Doetinchem í C-riðli Evrópumótsins í dag. „Það er sárt að tapa. Þessi leikur var svolítið uppi í loft. Þessar tafir og svona,“ sagði Freyr í samtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir leikinn. „Þetta var skrítinn leikur. Það var enginn með stjórn á þessum leik, hann var úti um allt. Ég er ekki ánægður með það,“ bætti Freyr við en frammistaða rússneska dómarans, Anastasiu Pustovoitova var ekki til útflutnings. Sviss er með frábæra leikmenn innan sinna raða eins og Lönu Dickenmann og Ramonu Bachmann sem skoruðu mörk liðsins. „Það var margt sem við gátum gert betur. Í heildina var hugarfarið í lagi en einstaklingsframtök í liði andstæðinganna fóru illa með okkur,“ sagði Freyr sem var ekki sáttur með varnarleikinn í mörkunum sem Ísland fékk á sig. „Eins og alltaf þegar lið fær á sig mörk var ýmislegt að. Þetta var ekki nógu gott og grundvallaratriði sem klikkuðu og á móti svona leikmönnum er þér refsað.“ Ísland á enn möguleika á að komast áfram þótt staðan sé erfið. Íslenska liðið þarf nú að treysta á að Frakkar vinni Austurríkismenn í kvöld. „Við eigum ennþá möguleika. Það er leikur í kvöld og við sjáum til hvernig hann fer. Nú þurfum við að treysta á aðra og örlögin eru ekki lengur í okkar höndum. Það er staða sem ég vildi ekki vera í. Við jöfnum okkur í kvöld og mætum til Rotterdam til að vinna og vonandi eigum við ennþá möguleika þá,“ sagði Freyr. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00 Fanndís braut ísinn fyrir Ísland á EM | Fyrsta mark Íslands í fimm leikjum Fanndís Friðriksdóttir kom Íslandi yfir með snyrtilegu skoti nú rétt í þessu gegn Sviss á EM í Hollandi en þetta var fyrsta mark íslenska liðsins í rúmlega 400 mínútur frá 2-0 sigri gegn Slóveníu í apríl. 22. júlí 2017 16:39 Einkunnir íslensku stelpnanna: Fanndís besti leikmaður Íslands í dag Fanndís Friðriksdóttir var besti leikmaður Íslands í 1-2 tapi gegn Sviss á EM í Hollandi í dag að mati íþróttadeildar 365 en leikmenn íslenska liðsins áttu misgóðan leik. 22. júlí 2017 18:09 Twitter í hálfleik: Verð að öskra hér því barnið er sofandi | Sýklalyf á ferð og flugi Twitter-samfélagið fylgist að sjálfsögðu vel með Stelpunum Okkar í leiknum gegn Sviss en íslenskir áhorfendur eru að fylgjast með víðsvegar úr heiminum og tók Vísir saman nokkur skemmtileg tíst. 22. júlí 2017 16:53 Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson var að sjálfsögðu ekki sáttur með tapið fyrir Sviss í Doetinchem í C-riðli Evrópumótsins í dag. „Það er sárt að tapa. Þessi leikur var svolítið uppi í loft. Þessar tafir og svona,“ sagði Freyr í samtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir leikinn. „Þetta var skrítinn leikur. Það var enginn með stjórn á þessum leik, hann var úti um allt. Ég er ekki ánægður með það,“ bætti Freyr við en frammistaða rússneska dómarans, Anastasiu Pustovoitova var ekki til útflutnings. Sviss er með frábæra leikmenn innan sinna raða eins og Lönu Dickenmann og Ramonu Bachmann sem skoruðu mörk liðsins. „Það var margt sem við gátum gert betur. Í heildina var hugarfarið í lagi en einstaklingsframtök í liði andstæðinganna fóru illa með okkur,“ sagði Freyr sem var ekki sáttur með varnarleikinn í mörkunum sem Ísland fékk á sig. „Eins og alltaf þegar lið fær á sig mörk var ýmislegt að. Þetta var ekki nógu gott og grundvallaratriði sem klikkuðu og á móti svona leikmönnum er þér refsað.“ Ísland á enn möguleika á að komast áfram þótt staðan sé erfið. Íslenska liðið þarf nú að treysta á að Frakkar vinni Austurríkismenn í kvöld. „Við eigum ennþá möguleika. Það er leikur í kvöld og við sjáum til hvernig hann fer. Nú þurfum við að treysta á aðra og örlögin eru ekki lengur í okkar höndum. Það er staða sem ég vildi ekki vera í. Við jöfnum okkur í kvöld og mætum til Rotterdam til að vinna og vonandi eigum við ennþá möguleika þá,“ sagði Freyr.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00 Fanndís braut ísinn fyrir Ísland á EM | Fyrsta mark Íslands í fimm leikjum Fanndís Friðriksdóttir kom Íslandi yfir með snyrtilegu skoti nú rétt í þessu gegn Sviss á EM í Hollandi en þetta var fyrsta mark íslenska liðsins í rúmlega 400 mínútur frá 2-0 sigri gegn Slóveníu í apríl. 22. júlí 2017 16:39 Einkunnir íslensku stelpnanna: Fanndís besti leikmaður Íslands í dag Fanndís Friðriksdóttir var besti leikmaður Íslands í 1-2 tapi gegn Sviss á EM í Hollandi í dag að mati íþróttadeildar 365 en leikmenn íslenska liðsins áttu misgóðan leik. 22. júlí 2017 18:09 Twitter í hálfleik: Verð að öskra hér því barnið er sofandi | Sýklalyf á ferð og flugi Twitter-samfélagið fylgist að sjálfsögðu vel með Stelpunum Okkar í leiknum gegn Sviss en íslenskir áhorfendur eru að fylgjast með víðsvegar úr heiminum og tók Vísir saman nokkur skemmtileg tíst. 22. júlí 2017 16:53 Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00
Fanndís braut ísinn fyrir Ísland á EM | Fyrsta mark Íslands í fimm leikjum Fanndís Friðriksdóttir kom Íslandi yfir með snyrtilegu skoti nú rétt í þessu gegn Sviss á EM í Hollandi en þetta var fyrsta mark íslenska liðsins í rúmlega 400 mínútur frá 2-0 sigri gegn Slóveníu í apríl. 22. júlí 2017 16:39
Einkunnir íslensku stelpnanna: Fanndís besti leikmaður Íslands í dag Fanndís Friðriksdóttir var besti leikmaður Íslands í 1-2 tapi gegn Sviss á EM í Hollandi í dag að mati íþróttadeildar 365 en leikmenn íslenska liðsins áttu misgóðan leik. 22. júlí 2017 18:09
Twitter í hálfleik: Verð að öskra hér því barnið er sofandi | Sýklalyf á ferð og flugi Twitter-samfélagið fylgist að sjálfsögðu vel með Stelpunum Okkar í leiknum gegn Sviss en íslenskir áhorfendur eru að fylgjast með víðsvegar úr heiminum og tók Vísir saman nokkur skemmtileg tíst. 22. júlí 2017 16:53
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti