Strákarnir fara yfir yndislegan dag í Doetinchem sem lauk með grátlegu tapi á Tjarnarhæðinni. Dómgæslan á mótinu hingað til fær sína gagnrýni en okkar menn líta líka raunsætt á hlutina af hverju gengi liðsins hefur ekki verið betra, þ.e. stigasöfnunin þótt ekkert vanti upp á framlagið.
Þátturinn var skotinn á Tjarnarhæðinni í gærkvöldi um þremur klukkustundum eftir að leik lauk. Þáttinn má sjá hér að neðan.