Sara Björk: Dickenmann er vanalega ekki svona gróf Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júlí 2017 14:15 Sara Björk einbeitt á svip. vísir/tom Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, segir að það hafi verið erfitt að kyngja vonbrigðum gærdagsins; að tapa fyrir Sviss og fá svo staðfestingu á því að Íslandi ætti ekki lengur möguleika á að komast í 8-liða úrslit á EM. „Það hefur verið erfitt. Við settum okkur markmið að komast upp úr riðlinum og það er ógeðslega erfitt að sætta sig við að það hafi ekki náðst,“ sagði Sara Björk í samtali við Kolbein Tuma Daðason á æfingu íslenska liðsins í dag. Leikurinn gegn Sviss var harður og okkar stelpur voru sumar hverjar vel merktar í leikslok. „Þær vissu að við spilum fast og þurftu að mæta okkur. Mér fannst það óþarflega mikið og ekkert sérstaklega „fair“. Við erum nokkrar merktar eftir þær. Við hefðum kannski átt að merkja þær aðeins meira,“ sagði Sara Björk. Hún er samherji Löru Dickenmann hjá Wolfsburg en sú svissneska hefði líklega átt að fá rauða spjaldið fyrir gróft brot á Dagnýju Brynjarsdóttur snemma leiks í gær.Lara Dickenmann, fyrirliði Sviss, slapp við rauða spjaldið og skoraði svo jöfnunarmark svissneska liðsins.vísir/getty„Hún er vanalega ekki svona gróf. Fyrir svona brot á maður að fá rautt spjald en við dæmum ekki leikinn, dómarinn verður að gera það,“ sagði Sara Björk sem talaði ekkert við Dickenmann eftir leik. Íslenska liðið hefur fengið frábæran stuðning á EM. Sara Björk segir erfitt að geta ekki fært íslensku stuðningsmönnunum betri úrslit. „Maður er stoltur og ánægður að fá þennan ótrúlega stuðning. Það er gott að hitta fólkið sitt eftir svona leik og brosað aðeins. Með svona stuðning vill maður gefa aðeins til baka. Það hefði verið skemmtilegra að vinna og gefa aðeins meira en þetta féll ekki alveg með okkur. Stuðningurinn er frábær sem hefur gert þetta að magnaðri ferð,“ sagði Sara Björk sem meiddist í leiknum í gær. En hverjar eru líkurnar á að hún verði með gegn Austurríki á miðvikudaginn? „Miklar. Ég verð orðin góð á miðvikudaginn. Ég þarf bara einn dag og svo verð ég góð,“ sagði Sara Björk að lokum. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Dagný: Ég er með takkafar yfir öll rifbeinin Dagný Brynjarsdóttir var ekki sátt með dómarann í tapinu gegn Sviss í kvöld. 22. júlí 2017 19:42 EM í dag: Grátur og gnístan tanna á Tjarnarhæðinni Dómgæslan á mótinu fær sína gagnrýni en okkar menn líta líka raunsætt á hlutina. Af hverju hefur gengi liðsins hefur ekki verið betra, þ.e. stigasöfnunin þótt ekkert vanti upp á framlagið. 23. júlí 2017 10:00 Féllust í faðma á æfingu dagsins Við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu, segir Sif Atladóttir. 23. júlí 2017 13:00 Svona lítur maginn á Dagnýju út eftir tæklinguna frá fyrirliða Sviss Lara Dickenmann slapp með gult spjald þegar hún réðst á Dagnýju Brynjarsdóttur í gær. 23. júlí 2017 12:03 Freyr verður áfram með stelpurnar okkar eftir EM Ég hugsa ekki um neitt annað en það akkurat núna, segir landsliðsþjálfarinn. 23. júlí 2017 12:38 Hólmfríður: Ætlum að fara stoltar héðan af þessu móti Hólmfríður Magnúsdóttir segir það hafa verið frábær tilfinning að hafa komið inn á í leiknum við Sviss í gær á Evrópumótinu í Hollandi. 23. júlí 2017 13:31 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, segir að það hafi verið erfitt að kyngja vonbrigðum gærdagsins; að tapa fyrir Sviss og fá svo staðfestingu á því að Íslandi ætti ekki lengur möguleika á að komast í 8-liða úrslit á EM. „Það hefur verið erfitt. Við settum okkur markmið að komast upp úr riðlinum og það er ógeðslega erfitt að sætta sig við að það hafi ekki náðst,“ sagði Sara Björk í samtali við Kolbein Tuma Daðason á æfingu íslenska liðsins í dag. Leikurinn gegn Sviss var harður og okkar stelpur voru sumar hverjar vel merktar í leikslok. „Þær vissu að við spilum fast og þurftu að mæta okkur. Mér fannst það óþarflega mikið og ekkert sérstaklega „fair“. Við erum nokkrar merktar eftir þær. Við hefðum kannski átt að merkja þær aðeins meira,“ sagði Sara Björk. Hún er samherji Löru Dickenmann hjá Wolfsburg en sú svissneska hefði líklega átt að fá rauða spjaldið fyrir gróft brot á Dagnýju Brynjarsdóttur snemma leiks í gær.Lara Dickenmann, fyrirliði Sviss, slapp við rauða spjaldið og skoraði svo jöfnunarmark svissneska liðsins.vísir/getty„Hún er vanalega ekki svona gróf. Fyrir svona brot á maður að fá rautt spjald en við dæmum ekki leikinn, dómarinn verður að gera það,“ sagði Sara Björk sem talaði ekkert við Dickenmann eftir leik. Íslenska liðið hefur fengið frábæran stuðning á EM. Sara Björk segir erfitt að geta ekki fært íslensku stuðningsmönnunum betri úrslit. „Maður er stoltur og ánægður að fá þennan ótrúlega stuðning. Það er gott að hitta fólkið sitt eftir svona leik og brosað aðeins. Með svona stuðning vill maður gefa aðeins til baka. Það hefði verið skemmtilegra að vinna og gefa aðeins meira en þetta féll ekki alveg með okkur. Stuðningurinn er frábær sem hefur gert þetta að magnaðri ferð,“ sagði Sara Björk sem meiddist í leiknum í gær. En hverjar eru líkurnar á að hún verði með gegn Austurríki á miðvikudaginn? „Miklar. Ég verð orðin góð á miðvikudaginn. Ég þarf bara einn dag og svo verð ég góð,“ sagði Sara Björk að lokum.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Dagný: Ég er með takkafar yfir öll rifbeinin Dagný Brynjarsdóttir var ekki sátt með dómarann í tapinu gegn Sviss í kvöld. 22. júlí 2017 19:42 EM í dag: Grátur og gnístan tanna á Tjarnarhæðinni Dómgæslan á mótinu fær sína gagnrýni en okkar menn líta líka raunsætt á hlutina. Af hverju hefur gengi liðsins hefur ekki verið betra, þ.e. stigasöfnunin þótt ekkert vanti upp á framlagið. 23. júlí 2017 10:00 Féllust í faðma á æfingu dagsins Við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu, segir Sif Atladóttir. 23. júlí 2017 13:00 Svona lítur maginn á Dagnýju út eftir tæklinguna frá fyrirliða Sviss Lara Dickenmann slapp með gult spjald þegar hún réðst á Dagnýju Brynjarsdóttur í gær. 23. júlí 2017 12:03 Freyr verður áfram með stelpurnar okkar eftir EM Ég hugsa ekki um neitt annað en það akkurat núna, segir landsliðsþjálfarinn. 23. júlí 2017 12:38 Hólmfríður: Ætlum að fara stoltar héðan af þessu móti Hólmfríður Magnúsdóttir segir það hafa verið frábær tilfinning að hafa komið inn á í leiknum við Sviss í gær á Evrópumótinu í Hollandi. 23. júlí 2017 13:31 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Dagný: Ég er með takkafar yfir öll rifbeinin Dagný Brynjarsdóttir var ekki sátt með dómarann í tapinu gegn Sviss í kvöld. 22. júlí 2017 19:42
EM í dag: Grátur og gnístan tanna á Tjarnarhæðinni Dómgæslan á mótinu fær sína gagnrýni en okkar menn líta líka raunsætt á hlutina. Af hverju hefur gengi liðsins hefur ekki verið betra, þ.e. stigasöfnunin þótt ekkert vanti upp á framlagið. 23. júlí 2017 10:00
Féllust í faðma á æfingu dagsins Við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu, segir Sif Atladóttir. 23. júlí 2017 13:00
Svona lítur maginn á Dagnýju út eftir tæklinguna frá fyrirliða Sviss Lara Dickenmann slapp með gult spjald þegar hún réðst á Dagnýju Brynjarsdóttur í gær. 23. júlí 2017 12:03
Freyr verður áfram með stelpurnar okkar eftir EM Ég hugsa ekki um neitt annað en það akkurat núna, segir landsliðsþjálfarinn. 23. júlí 2017 12:38
Hólmfríður: Ætlum að fara stoltar héðan af þessu móti Hólmfríður Magnúsdóttir segir það hafa verið frábær tilfinning að hafa komið inn á í leiknum við Sviss í gær á Evrópumótinu í Hollandi. 23. júlí 2017 13:31