Axel: Kylfuberinn þurfti að róa mig niður á leiðinni í umspilið Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. júlí 2017 20:20 Axel púttar á sautjándu holu í dag. Vísir/Andri Marinó „Ég er bara í skýjunum, mig er lengi búið að dreyma um að taka þátt í og vinna Íslandsmót hér á heimavelli. Loksins kom tækifærið og ég er þakklátur fyrir að hafa náð að nýta það,“ sagði Axel Bóasson, kylfingur úr GK, sáttur eftir að hafa borið sigur úr býtum gegn Haraldi Franklín Magnús í umspili upp á Íslandsmeistaratitilinn. Axel er uppalinn hjá Golfklúbbnum Keili og sagði það vera frábært að sigra á heimavelli. „Þetta gerist ekki sætara, ég hef verið að spila vel undanfarin ár á þessu móti og þegar ég lít til baka á helgina er ég mjög sáttur með allt nema eitt högg sem ég vildi taka til baka. Aðstæðurnar um helgina voru ekkert að trufla mig, maður kannast við hvern krók og kima hérna,“ sagði Axel léttur er hann var spurður út í mismunandi aðstæðurnar í dag. Axel kom inn í hringinn með þriggja högga forskot sem fór um tíma upp í sjö högg. „Ég reyndi bara að halda áfram að gera það sem ég var búinn að gera vel fyrstu þrjá dagana, svo tekur stressið við á síðustu tveimur holunum. Þegar ég lít til baka þá tók ég kannski vitlausa ákvörðun þegar ég þurfti bara par á átjándu. Ég læri af þessu, fyrir utan þessar tvær holur var spilamennskan heilt yfir góð. Ég er sigurvegarinn svo ég hlýt að hafa verið að gera eitthvað rétt,“ sagði Axel léttur sem var ekki farinn að hugsa út í sigurinn á sautjándu holu þegar hann var fimm höggum yfir. „Ég fékk skolla á sautjándu og Haraldur fugl og ég vissi að þetta hefði brúað bilið en ég velti mér ekkert upp úr því. Kylfusveinninn fylgdist betur með stöðunni en ég en ég bjóst ekki við því að fá skramba á átjándu.“ Axel kom ósáttur inn í umspilið. „Ég var alveg brjálaður út í sjálfan mig eftir hringinn ef ég á að vera hreinskilinn. Kylfuberinn minn sagði mér að hætta þessu bulli og einbeita mér að réttu hlutunum og það hjálpaði til, ég reyndi bara að setja þetta upp sem holukeppni sem hentar mér vel og ég spilaði þetta bara þannig.“ Axel sagðist hafa verið feginn er hann sá innáhöggið lenda inn á átjándu flöt í umspilinu í öðru höggi. „Það var mikill léttir, ég var örlítið stressaður hvort hann færi ekki yfir grjótið í upphafshögginu en ég reyndi bara finna flötina og rúlla þessu heim. Ég einblíndi bara á að fá að klára þetta á heimavelli.“ Við tekur stutt frí hjá Axeli áður en keppni hefst á ný í atvinnumennskunni en hann á þó eftir annað mót hjá Keili. „Ég er að fara núna í stutt frí, fjóra daga og ég get ekki beðið. Svo tekur við Hvaleyrabikarinn sem hjálpar mér að ná mér niður en vonandi gefur þetta manni aukið sjálfstraust fyrir næstu mót. Ég er búinn að vera að spila vel og að vinna mót getur bara hjálpað.“ Golf Tengdar fréttir Haraldur: Var í ákveðnu spennufalli á leiðinni í umspilið Haraldur Franklín Magnús, kylfingur úr GR, var léttur er blaðamaður Vísis náði á honum eftir að hafa tapað í umspili upp á Íslandsmeistaratitilinn í höggleik gegn Axeli Bóassyni fyrr í dag. 23. júlí 2017 20:00 Axel Íslandsmeistari í annað sinn eftir bráðabana Axel Bóasson, kylfingur úr GK, varð í dag Íslandsmeistari í höggleik í karlaflokki á heimavelli sínum eftir bráðabana en ótrúleg fimm högga sveifla á lokaholunum sendi þetta í bráðabana þótt að Axel hafi leitt um tíma með sjö höggum. 23. júlí 2017 18:15 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
„Ég er bara í skýjunum, mig er lengi búið að dreyma um að taka þátt í og vinna Íslandsmót hér á heimavelli. Loksins kom tækifærið og ég er þakklátur fyrir að hafa náð að nýta það,“ sagði Axel Bóasson, kylfingur úr GK, sáttur eftir að hafa borið sigur úr býtum gegn Haraldi Franklín Magnús í umspili upp á Íslandsmeistaratitilinn. Axel er uppalinn hjá Golfklúbbnum Keili og sagði það vera frábært að sigra á heimavelli. „Þetta gerist ekki sætara, ég hef verið að spila vel undanfarin ár á þessu móti og þegar ég lít til baka á helgina er ég mjög sáttur með allt nema eitt högg sem ég vildi taka til baka. Aðstæðurnar um helgina voru ekkert að trufla mig, maður kannast við hvern krók og kima hérna,“ sagði Axel léttur er hann var spurður út í mismunandi aðstæðurnar í dag. Axel kom inn í hringinn með þriggja högga forskot sem fór um tíma upp í sjö högg. „Ég reyndi bara að halda áfram að gera það sem ég var búinn að gera vel fyrstu þrjá dagana, svo tekur stressið við á síðustu tveimur holunum. Þegar ég lít til baka þá tók ég kannski vitlausa ákvörðun þegar ég þurfti bara par á átjándu. Ég læri af þessu, fyrir utan þessar tvær holur var spilamennskan heilt yfir góð. Ég er sigurvegarinn svo ég hlýt að hafa verið að gera eitthvað rétt,“ sagði Axel léttur sem var ekki farinn að hugsa út í sigurinn á sautjándu holu þegar hann var fimm höggum yfir. „Ég fékk skolla á sautjándu og Haraldur fugl og ég vissi að þetta hefði brúað bilið en ég velti mér ekkert upp úr því. Kylfusveinninn fylgdist betur með stöðunni en ég en ég bjóst ekki við því að fá skramba á átjándu.“ Axel kom ósáttur inn í umspilið. „Ég var alveg brjálaður út í sjálfan mig eftir hringinn ef ég á að vera hreinskilinn. Kylfuberinn minn sagði mér að hætta þessu bulli og einbeita mér að réttu hlutunum og það hjálpaði til, ég reyndi bara að setja þetta upp sem holukeppni sem hentar mér vel og ég spilaði þetta bara þannig.“ Axel sagðist hafa verið feginn er hann sá innáhöggið lenda inn á átjándu flöt í umspilinu í öðru höggi. „Það var mikill léttir, ég var örlítið stressaður hvort hann færi ekki yfir grjótið í upphafshögginu en ég reyndi bara finna flötina og rúlla þessu heim. Ég einblíndi bara á að fá að klára þetta á heimavelli.“ Við tekur stutt frí hjá Axeli áður en keppni hefst á ný í atvinnumennskunni en hann á þó eftir annað mót hjá Keili. „Ég er að fara núna í stutt frí, fjóra daga og ég get ekki beðið. Svo tekur við Hvaleyrabikarinn sem hjálpar mér að ná mér niður en vonandi gefur þetta manni aukið sjálfstraust fyrir næstu mót. Ég er búinn að vera að spila vel og að vinna mót getur bara hjálpað.“
Golf Tengdar fréttir Haraldur: Var í ákveðnu spennufalli á leiðinni í umspilið Haraldur Franklín Magnús, kylfingur úr GR, var léttur er blaðamaður Vísis náði á honum eftir að hafa tapað í umspili upp á Íslandsmeistaratitilinn í höggleik gegn Axeli Bóassyni fyrr í dag. 23. júlí 2017 20:00 Axel Íslandsmeistari í annað sinn eftir bráðabana Axel Bóasson, kylfingur úr GK, varð í dag Íslandsmeistari í höggleik í karlaflokki á heimavelli sínum eftir bráðabana en ótrúleg fimm högga sveifla á lokaholunum sendi þetta í bráðabana þótt að Axel hafi leitt um tíma með sjö höggum. 23. júlí 2017 18:15 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Haraldur: Var í ákveðnu spennufalli á leiðinni í umspilið Haraldur Franklín Magnús, kylfingur úr GR, var léttur er blaðamaður Vísis náði á honum eftir að hafa tapað í umspili upp á Íslandsmeistaratitilinn í höggleik gegn Axeli Bóassyni fyrr í dag. 23. júlí 2017 20:00
Axel Íslandsmeistari í annað sinn eftir bráðabana Axel Bóasson, kylfingur úr GK, varð í dag Íslandsmeistari í höggleik í karlaflokki á heimavelli sínum eftir bráðabana en ótrúleg fimm högga sveifla á lokaholunum sendi þetta í bráðabana þótt að Axel hafi leitt um tíma með sjö höggum. 23. júlí 2017 18:15