Fótbolti

EM í dag: Typpalingarnir hennar Eddu Garðars

Ritstjórn skrifar
Vísir heilsar frá Hollandi.
Vísir heilsar frá Hollandi. vísir/böddi tg
Það hellirignir á æfingasvæði stelpnanna okkar þar sem okkar menn gera upp blaðamannafund með Frey Alexanderssyni landsliðsþjálfara sem vill að fleiri leikmenn taki skref yfir í sterkari deildir.

Ætli einhver leikmaður íslenska landsliðsins sé með umboðsmann? Af hverju er Fanndís Friðriksdóttir ekki hjá toppliði í Svíþjóð? Innhólfið hjá Frey er fullt af fyrirspurnum um leikmenn Íslands sem hafa vakið áhuga félagsliða víða.

Edda Garðarsdóttir vill bestu dómarana á EM, hvort sem þeir eru með typpi eða ekki. Það hefur ekki breyst frá því 2009. Þetta og margt fleira í EM í dag sem sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir

Enn þá skrefi á eftir þeim bestu

Stelpurnar okkar eru úr leik á EM. Skelfilegur laugardagur sá um það þar sem Ísland tapaði fyrir Sviss og fékk svo engan greiða frá Frakklandi. Litlu hlutirnir féllu ekki með Íslandi sem tapaði fyrir betri liðum.

Endurfundir í Hollandi

"Hann er stuðningsmaður Íslands,“ segir Brynjar Svansson, faðir Dagnýjar Brynjarsdóttur, sem er duglegur að klæða Hollendinga í bláar landsliðstreyjur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×