Nýkrýndur heimsmeistari á nú tíu bestu tímana frá upphafi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2017 17:33 Adam Peaty með gullið sitt. Vísir/Getty Bretinn Adam Peaty varði í kvöld heimsmeistaratitil sinn í 100 metra bringusundi og setti um leið nýtt heimsmeistaramótsmet á HM í sundi í Búdapest. Bretar unnu tvö gull í kvöld því Ben Proud vann 50 metra flugsundið. Hin ungverska Katinka Hosszú varð heimsmeistari í 200 metra fjórsundi og hin sænska Sarah Sjöström setti nýtt heimsmeistaramótsmet þegar hún vann 100 metra flugsund.Adam Peaty kom í mark í 100 metra bringusundinu á 57,47 sekúndum eða 0,34 sekúndum frá heimsmeti sínu. Hann kom í mark meira en sekúndu á undan næsta manni sem var Kevin Cordes frá Bandaríkjunum en þriðji varð síðan Rússinn Kirill Prigoda. Hinn 22 ára gamli Adam Peaty vann einnig Ólympíugullið í Ríó en hann tvíbætti meistaramótsmetið, fyrst í undanrásum og svo aftur í úrslitum. Eftir þessi tvo flottu sund þá á Adam Peaty nú tíu bestu tímana frá upphafi í 100 metra bringusundi sem er mögnuð staðreynd sem um leið lýsir vel hversu mikill yfirburðarmaður hann er í dag.Landi hans Ben Proud vann 50 metra flugsundið á 22,75 sekúndum en annar var Nicholas Santos frá Brasilíu og þriðji Andriy Hovorov frá Úkraínu.Sarah Sjöström vann þriðja heimsmeistaragullið í röð í 100 metra flugsundi og hefur nú unnið þessa grein fjórum sinnum á HM. Sjöström vann fyrst í Róm 2009 en hefur síðan unnið hana 2013 í Barcelona, 2015 í Kazan og svo nú 2017 í Búdapest. Sjöström kom í mark á 55,53 sekúndum en önnur var Emma McKeon frá Ástralíu og þriðja Kelsi Worrell frá Bandaríkjunum.Katinka Hosszú frá Ungverjalandi kom í mark í 200 metra fjórsundi á 2:07.00 mínútum en önnur var Yui Ohashi frá Japan og þriðja Madisyn Cox frá Bandaríkjunum. Líkt og Sjöström þá vann Hosszú einnig þessa grein á HM 2013 og HM 2015. Sund Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjá meira
Bretinn Adam Peaty varði í kvöld heimsmeistaratitil sinn í 100 metra bringusundi og setti um leið nýtt heimsmeistaramótsmet á HM í sundi í Búdapest. Bretar unnu tvö gull í kvöld því Ben Proud vann 50 metra flugsundið. Hin ungverska Katinka Hosszú varð heimsmeistari í 200 metra fjórsundi og hin sænska Sarah Sjöström setti nýtt heimsmeistaramótsmet þegar hún vann 100 metra flugsund.Adam Peaty kom í mark í 100 metra bringusundinu á 57,47 sekúndum eða 0,34 sekúndum frá heimsmeti sínu. Hann kom í mark meira en sekúndu á undan næsta manni sem var Kevin Cordes frá Bandaríkjunum en þriðji varð síðan Rússinn Kirill Prigoda. Hinn 22 ára gamli Adam Peaty vann einnig Ólympíugullið í Ríó en hann tvíbætti meistaramótsmetið, fyrst í undanrásum og svo aftur í úrslitum. Eftir þessi tvo flottu sund þá á Adam Peaty nú tíu bestu tímana frá upphafi í 100 metra bringusundi sem er mögnuð staðreynd sem um leið lýsir vel hversu mikill yfirburðarmaður hann er í dag.Landi hans Ben Proud vann 50 metra flugsundið á 22,75 sekúndum en annar var Nicholas Santos frá Brasilíu og þriðji Andriy Hovorov frá Úkraínu.Sarah Sjöström vann þriðja heimsmeistaragullið í röð í 100 metra flugsundi og hefur nú unnið þessa grein fjórum sinnum á HM. Sjöström vann fyrst í Róm 2009 en hefur síðan unnið hana 2013 í Barcelona, 2015 í Kazan og svo nú 2017 í Búdapest. Sjöström kom í mark á 55,53 sekúndum en önnur var Emma McKeon frá Ástralíu og þriðja Kelsi Worrell frá Bandaríkjunum.Katinka Hosszú frá Ungverjalandi kom í mark í 200 metra fjórsundi á 2:07.00 mínútum en önnur var Yui Ohashi frá Japan og þriðja Madisyn Cox frá Bandaríkjunum. Líkt og Sjöström þá vann Hosszú einnig þessa grein á HM 2013 og HM 2015.
Sund Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjá meira