Ítalski dómarinn mun ekkert trufla Frey gegn Austurríki Kolbeinn Tumi Daðason í Rotterdam skrifar 26. júlí 2017 08:30 Wendie Renard fær afar ódýrt gult spjald frá Vitulano dómara í leik Frakka og Íslands. Skömmu síðar slapp Sigríður Lára Garðarsdóttir með skrekkinn en tækling hennar verðskuldaði gult spjald hið minnsta. Vísir/Getty Carina Vitulano, ítalski dómarinn sem dæmdi viðureign Íslands og Frakklands í fyrsta leik þjóðanna á EM, verður í hlutverki fjórða dómara í leik Íslands og Austurríkis á morgun. Freyr var spurður að því á blaðamannafundi í gær hvort hann yrði með óbragð í munni þegar hann myndi hitta hana á morgun. Dómgæsla hennar í fyrrnefndum leik Íslands og Frakklands og svo sömuleiðis í viðureign Englands og Spánverja hefur vakið athygli vegna undarlegra ákvarðana. Reyndar þótti athyglisvert að Vitulano fékk annan leik eftir dómgæsluna í leik Frakklands og Íslands. „Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu,“ sagði Freyr. Dómarinn á morgun er frá Þýskalandi og heitir Riem Hussein og á hliðarlínunni er landa hennar Christina Biehl og Chrysoula Kourompylia frá Grikklandi. Sú ítalska er svo fjórði dómari. „Hún er hérna á vegum UEFA og ég held að hún sé að gera sitt allra besta. Ég hef ekkert vont bragð í munni gagnvart henni. Hún mun ekki trufla mig neitt.“ Hin þýska Hussein hefur dæmt einn leik á mótinu, viðureign Hollands og Danmerkur í A-riðli sem lauk með 1-0 sigri þeirra appelsínugulu. Hún gaf þrjú gul spjöld í leiknum. Hussein, sem er 37 ára, hefur ekki áður dæmt á stórmóti en þó dæmt leiki í undankeppni stórmóta, Meistaradeild Evrópu og í þýsku bundesligunni.Fundinn með blaðamönnum í gær má sjá hér að neðan. Freyr svarar spurningunni varðandi dómgæsluna eftir rúmar þrettán mínútur. EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Fleiri fréttir Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Sjá meira
Carina Vitulano, ítalski dómarinn sem dæmdi viðureign Íslands og Frakklands í fyrsta leik þjóðanna á EM, verður í hlutverki fjórða dómara í leik Íslands og Austurríkis á morgun. Freyr var spurður að því á blaðamannafundi í gær hvort hann yrði með óbragð í munni þegar hann myndi hitta hana á morgun. Dómgæsla hennar í fyrrnefndum leik Íslands og Frakklands og svo sömuleiðis í viðureign Englands og Spánverja hefur vakið athygli vegna undarlegra ákvarðana. Reyndar þótti athyglisvert að Vitulano fékk annan leik eftir dómgæsluna í leik Frakklands og Íslands. „Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu,“ sagði Freyr. Dómarinn á morgun er frá Þýskalandi og heitir Riem Hussein og á hliðarlínunni er landa hennar Christina Biehl og Chrysoula Kourompylia frá Grikklandi. Sú ítalska er svo fjórði dómari. „Hún er hérna á vegum UEFA og ég held að hún sé að gera sitt allra besta. Ég hef ekkert vont bragð í munni gagnvart henni. Hún mun ekki trufla mig neitt.“ Hin þýska Hussein hefur dæmt einn leik á mótinu, viðureign Hollands og Danmerkur í A-riðli sem lauk með 1-0 sigri þeirra appelsínugulu. Hún gaf þrjú gul spjöld í leiknum. Hussein, sem er 37 ára, hefur ekki áður dæmt á stórmóti en þó dæmt leiki í undankeppni stórmóta, Meistaradeild Evrópu og í þýsku bundesligunni.Fundinn með blaðamönnum í gær má sjá hér að neðan. Freyr svarar spurningunni varðandi dómgæsluna eftir rúmar þrettán mínútur.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Fleiri fréttir Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Sjá meira