Sara Björk: Stelpurnar eru strax byrjaðar að peppa hvora aðra fyrir morgundaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2017 19:00 Í kvöldfréttum Stöðvar tvö heyrði Arnar Björnsson í Tómasi Þór Þórðarsyni, fréttamanni 365 á EM í Hollandi. Arnar fékk þá að vita það hvernig hljóðið var í landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og stelpunum hans í dag? „Það er svona upp og ofan. Hópurinn reynir allur að bera höfuðið hátt en svekkelsið að vera á heimleið eftir síðasta leik tekur á,“ sagði Tómas Þór en hann fór á blaðamannafund íslenska liðsins í dag. Stelpurnar æfðu í Kastalanum í Rotterdam í dag sem er heimavöllur Spörtu en áður en að honum kom sat Freyr blaðamannafund með Söru Björk og EM-nýliðanum Ingibjörgu Sigurðardóttur. Freyr var fyrst spurður út í ástandið á hópnum fyrir lokaleikinn. „Eins og við sáum með Sif Atladóttur þá kláraði hún allar orkubirgðar líkamans á síðustu andartökum leiksins og fékk einnig högg á lærið. Sjúkrateymið er búið að vinna kraftaverk síðustu daga. Alir leikmenn eru leikfærir. Svo er bara spurning hversu mikið er eftir af orku í vöðunum og þá hefur andlegt ástand mikið að segja,“ sagði Freyr Alexandersson. Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir viðurkenndi að síðustu dagar hafa verið erfiðir en markmiðið er skýrt fyrir leikinn annað kvöld. „Dagurinn eftir var erfiðastur þegar að maður áttaði sig á því að maður var að fara heim eftir mót. Við settum okkur háleit markmið en raunhæf finnst mér. Þetta er búið að vera erfitt en við viljum enda þetta mót á sigri og við stelpurnar erum strax byrjaðar að peppa hvora aðra. Það er komin meiri gleði og við byrjum byrjaðar að styðja meira við hvora aðra. Við ætlum okkur að vera tilbúnar á morgun og ætlum að vinna,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir. EM-nýliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir hefur vakið mikla athygli en byrji hún á morgun verður hún búin að spila fleiri leiki á stórmóti en vináttulandsleiki. Hún hefur nýtt dvölina á EM til að læra af okkar bestu fótboltakonum. „Þær eru margar í atvinnumennsku og það gefur mér ákveðna innsýn inn í hvernig þær æfa. Síðan hef ég lært mikið um mína stöðu, hafsentinn. Sif hefur hjálpað mér ótrúlega mikið og Glódís líka og Anna Björk og allar þær. Það er ótrúlega margt sem ég hef lært og þetta var gríðarlega mikið stökk fyrir mig að koma inn á þetta mót og fá alla þessa athygli og það hefur verið ákveðin áskorun fyrir mig að tækla það en ég hef lært mikið af því líka,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir. Stelpurnar kveðja EM annað kvöld sama hvernig fer. Fyrirliðinn átti lokaorðið á fundinum og minnti stelpurnar sínar á að njóta sín í núinu. „Að vera á stórmóti er ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi og maður á bara að njóta þess. Það eru gríðarleg forréttindi að taka þátt í svona stórmóti og því eigum við bara að njóta síðustu dagana,“ sagði Sara Björk. Upptöku frá blaðamannafundinum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar tvö heyrði Arnar Björnsson í Tómasi Þór Þórðarsyni, fréttamanni 365 á EM í Hollandi. Arnar fékk þá að vita það hvernig hljóðið var í landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og stelpunum hans í dag? „Það er svona upp og ofan. Hópurinn reynir allur að bera höfuðið hátt en svekkelsið að vera á heimleið eftir síðasta leik tekur á,“ sagði Tómas Þór en hann fór á blaðamannafund íslenska liðsins í dag. Stelpurnar æfðu í Kastalanum í Rotterdam í dag sem er heimavöllur Spörtu en áður en að honum kom sat Freyr blaðamannafund með Söru Björk og EM-nýliðanum Ingibjörgu Sigurðardóttur. Freyr var fyrst spurður út í ástandið á hópnum fyrir lokaleikinn. „Eins og við sáum með Sif Atladóttur þá kláraði hún allar orkubirgðar líkamans á síðustu andartökum leiksins og fékk einnig högg á lærið. Sjúkrateymið er búið að vinna kraftaverk síðustu daga. Alir leikmenn eru leikfærir. Svo er bara spurning hversu mikið er eftir af orku í vöðunum og þá hefur andlegt ástand mikið að segja,“ sagði Freyr Alexandersson. Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir viðurkenndi að síðustu dagar hafa verið erfiðir en markmiðið er skýrt fyrir leikinn annað kvöld. „Dagurinn eftir var erfiðastur þegar að maður áttaði sig á því að maður var að fara heim eftir mót. Við settum okkur háleit markmið en raunhæf finnst mér. Þetta er búið að vera erfitt en við viljum enda þetta mót á sigri og við stelpurnar erum strax byrjaðar að peppa hvora aðra. Það er komin meiri gleði og við byrjum byrjaðar að styðja meira við hvora aðra. Við ætlum okkur að vera tilbúnar á morgun og ætlum að vinna,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir. EM-nýliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir hefur vakið mikla athygli en byrji hún á morgun verður hún búin að spila fleiri leiki á stórmóti en vináttulandsleiki. Hún hefur nýtt dvölina á EM til að læra af okkar bestu fótboltakonum. „Þær eru margar í atvinnumennsku og það gefur mér ákveðna innsýn inn í hvernig þær æfa. Síðan hef ég lært mikið um mína stöðu, hafsentinn. Sif hefur hjálpað mér ótrúlega mikið og Glódís líka og Anna Björk og allar þær. Það er ótrúlega margt sem ég hef lært og þetta var gríðarlega mikið stökk fyrir mig að koma inn á þetta mót og fá alla þessa athygli og það hefur verið ákveðin áskorun fyrir mig að tækla það en ég hef lært mikið af því líka,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir. Stelpurnar kveðja EM annað kvöld sama hvernig fer. Fyrirliðinn átti lokaorðið á fundinum og minnti stelpurnar sínar á að njóta sín í núinu. „Að vera á stórmóti er ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi og maður á bara að njóta þess. Það eru gríðarleg forréttindi að taka þátt í svona stórmóti og því eigum við bara að njóta síðustu dagana,“ sagði Sara Björk. Upptöku frá blaðamannafundinum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira