Lífið

Blíð­viðri í borginni: Sól­strandar­dagur í Naut­hóls­vík

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stemningin í Nauthólsvík er æðisleg.
Stemningin í Nauthólsvík er æðisleg. vísir/vilhelm
Ungir sem aldnir nutu veðurblíðunnar á ylströndinni í Nauthólsvík þegar ljósmyndari Vísis var þar á ferð fyrir stundu.

Þar var múgur og margmenni og má fastlega búast við því að fólksfjöldinn aukist þegar líða tekur á daginn og enn hlýnar í veðri.

Margir nutu þess að busla í snjónum og aðrir léku sér í strandblaki. Búist er víð allt að tuttugu stiga hita á höfuðborgarsvæðinu í dag og léttskýjað.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari 365, tók meðfylgjandi myndir.

Strandblakið alltaf vinsælt.vísir/vilhelm
Hörku viðureign.vísir/vilhelm
Gotta að skella sér í pottinn.vísir/vilhelm
Börnin í algjöru aðalhlutverkið í Nauthólsvíkinni.vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
Búast má við því að mikill fjöldi verða í Nauthólsvík í dag.vísir/vilhelm
Það verður væntanlega nóg að gera hjá strandverðinum í dag.vísir/vilhelm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×