Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Elías Orri Njarðarson skrifar 26. júlí 2017 21:58 Guðbjörg stóð í markinu í öllum leikjum Íslands á mótinu visir/getty Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð í marki Íslands í 3-0 tapi gegn Austurríki á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Hollandi. Lið Íslands tapaði öllum leikjunum í riðlinum og var þetta því síðasti leikur liðsins á mótinu. Guðbjörg segir niðurstöðuna úr leiknum vera gríðarleg vonbrigði. „Vonbrigði að sjálfsögðu að vinna ekki leikinn, bara gríðaleg vonbrigði,“ sagði Guðbjörg í samtali við Tómas Þór Þórðarson, fréttamann Vísis, eftir leikinn í kvöld. Leikmenn Íslands settu pressu á sig sjálfa fyrir leikinn en þær höfðu gefið það út að þær ætluðu sér að vinna hann. Það var hinsvegar ekki að sjá það á vellinum í dag en það virtist sem að leikmenn Íslands hafi verið stressaðir og ekki liðið vel inni á vellinum í kvöld. „Við förum í alla leiki til þess að vinna. Stolt okkar var í húfi. Ég get ekki útskýrt afhverju það var svona mikið stress, við vorum búnar að tala um að reyna að spila betur. Við erum kannski ekki lengra komnar í uppspilinu en þetta, þá að við þurfum ekki að halda boltanum og létum okkur leiðast í einhverja gildru hjá þeim,“ sagði Guðbjörg. Aðspurð um hvort að henni þyki Ísland eiga langt í land með að komast upp úr riðli á stórmóti segir hún svo ekki vera. „Mér finnst við miklu betri en við sýndum á þessu móti. Það er rosalega erfitt að finna ástæðuna akkúrat núna, við vorum ótrúlega vel undirbúnar. Freysi er sennilega besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft, ég hef komið víða við á löngum ferli og hann gerði virkilega allt til þess að við værum eins vel undirbúnar og mögulegt var og hann átti miklu meira skilið úr þessu móti. Maður fær hálf illt í hjartað að hafa ekki getað gefið honum það sem hann átti skilið,“ sagði Guðbjörg svekkt. Austurríska liðið hefur verið á eftir því íslenska í töluverðan tíma en hafa verið á góðri siglingu undanfarin ár. Þær voru mun betri en íslenska liðið í kvöld en er það áhyggjuefni fyrir íslenska liðið? „Jú, kannski. Það er samt ekki bara Austurríki sem hefur verið á siglingu seinustu ár heldur mörg lið. Ekki samt að það sé nein afsökun en auðvitað er erfiðara að fara inn í leik þegar maður er að ströggla með „andlegan-balance“ eftir síðasta leik, við vorum náttúrulega dottnar út og þær að berjast um að komast áfram. Það er erfiðara að gíra sig upp í þennan leik þótt að mér fannst við virkilega stíga upp og reyna að sýna okkar innri íþróttamann og gera þetta almennilega. Við ætluðum svo sannarlega að sýna betri leik en við gerðum hér í kvöld,“ sagði Guðbjörg að lokum við Tómas. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00 Freyr: Stundum eins og við séum að kreista vatn úr steini Ísland steinlá fyrir Austurríki í þriðja og síðasta leik sínum á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 21:05 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð í marki Íslands í 3-0 tapi gegn Austurríki á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Hollandi. Lið Íslands tapaði öllum leikjunum í riðlinum og var þetta því síðasti leikur liðsins á mótinu. Guðbjörg segir niðurstöðuna úr leiknum vera gríðarleg vonbrigði. „Vonbrigði að sjálfsögðu að vinna ekki leikinn, bara gríðaleg vonbrigði,“ sagði Guðbjörg í samtali við Tómas Þór Þórðarson, fréttamann Vísis, eftir leikinn í kvöld. Leikmenn Íslands settu pressu á sig sjálfa fyrir leikinn en þær höfðu gefið það út að þær ætluðu sér að vinna hann. Það var hinsvegar ekki að sjá það á vellinum í dag en það virtist sem að leikmenn Íslands hafi verið stressaðir og ekki liðið vel inni á vellinum í kvöld. „Við förum í alla leiki til þess að vinna. Stolt okkar var í húfi. Ég get ekki útskýrt afhverju það var svona mikið stress, við vorum búnar að tala um að reyna að spila betur. Við erum kannski ekki lengra komnar í uppspilinu en þetta, þá að við þurfum ekki að halda boltanum og létum okkur leiðast í einhverja gildru hjá þeim,“ sagði Guðbjörg. Aðspurð um hvort að henni þyki Ísland eiga langt í land með að komast upp úr riðli á stórmóti segir hún svo ekki vera. „Mér finnst við miklu betri en við sýndum á þessu móti. Það er rosalega erfitt að finna ástæðuna akkúrat núna, við vorum ótrúlega vel undirbúnar. Freysi er sennilega besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft, ég hef komið víða við á löngum ferli og hann gerði virkilega allt til þess að við værum eins vel undirbúnar og mögulegt var og hann átti miklu meira skilið úr þessu móti. Maður fær hálf illt í hjartað að hafa ekki getað gefið honum það sem hann átti skilið,“ sagði Guðbjörg svekkt. Austurríska liðið hefur verið á eftir því íslenska í töluverðan tíma en hafa verið á góðri siglingu undanfarin ár. Þær voru mun betri en íslenska liðið í kvöld en er það áhyggjuefni fyrir íslenska liðið? „Jú, kannski. Það er samt ekki bara Austurríki sem hefur verið á siglingu seinustu ár heldur mörg lið. Ekki samt að það sé nein afsökun en auðvitað er erfiðara að fara inn í leik þegar maður er að ströggla með „andlegan-balance“ eftir síðasta leik, við vorum náttúrulega dottnar út og þær að berjast um að komast áfram. Það er erfiðara að gíra sig upp í þennan leik þótt að mér fannst við virkilega stíga upp og reyna að sýna okkar innri íþróttamann og gera þetta almennilega. Við ætluðum svo sannarlega að sýna betri leik en við gerðum hér í kvöld,“ sagði Guðbjörg að lokum við Tómas.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00 Freyr: Stundum eins og við séum að kreista vatn úr steini Ísland steinlá fyrir Austurríki í þriðja og síðasta leik sínum á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 21:05 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sjá meira
Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00
Freyr: Stundum eins og við séum að kreista vatn úr steini Ísland steinlá fyrir Austurríki í þriðja og síðasta leik sínum á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 21:05
Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30
Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37