Væri löngu farin út ef atvinnumennskan væri fjölskylduvænni Kolbeinn Tumi Daðason í Rotterdam skrifar 27. júlí 2017 11:15 Harpa vonsvikin eftir tapið gegn Austurríki í Rotterdam í gærkvöldi. Vísir/Getty Harpa Þorsteinsdóttir var jafnsvekkt og aðrir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í gærkvöldi eftir 3-0 tap gegn Austurríki. Harpa byrjaði leikinn sem segja má að hafi markað lokahnykkinn á endurkomu hennar eftir barnsburð í lok febrúar. Harpa, sem var markahæsti leikmaður undankeppni EM 2017, segir að sér hafi liðið vel á vellinum og ekki fundist neitt vanta upp á formið eða hraðann. „Það sem mig vantar á móti er að ég er ekki búin að spila þessa æfingaleiki,“ segir Harpa og telur upp æfingaleikina í janúar, Algarve mótið árlega, æfingaleikina í apríl og aftur í júní. „Auðvitað telur þetta. Ég hefði auðvitað verið betur í stakk búin hefði ég tekið þátt í þessu öllu.“Ýmir Jóhannesson sló í gegn með Hörpu Þorsteinsdóttur, mömmu sinni, á blaðamannafundi eftir baráttuleikinn gegn Frökkum.VÍSIR/VILHELMFraman af leik í kvöld var Harpa töluvert í boltanum en hún hefur þann styrk og eiginleika að geta skýlt bolta vel, haldið honum og skilað frá sér. Eitthvað sem hefur vantað í íslenska liðið á mótinu. Harpa hefur lagt mikið á sig til að vera klár en fimm mánuðir sléttir eru í dag síðan Ýmir, yngri sonur hennar, fæddist. „Ég hef gert allt sem ég mögulega gat gert, ég hefði ekki getað dropa í viðbót. Ég hef gert allt til þess að vera tilbúin.“ Hún segist jafnsvekkt með niðurstöðuna og allar hinar stelpurnar. Jóhannes Karl Sigursteinsson, maður Hörpu, ásamt Ými og Steinari, við sumarhúsið þar sem strákarnir héldu til nærri hóteli landsliðsins á meðan á dvölinni stóð.vísir/björn G. SigurðssonHarpa er nýorðin 31 árs. Hún hefur raðað inn mörkunum í Pepsi-deild kvenna undanfarin ár og verið fyrsti kosturinn í framlínu Íslands sömuleiðis. Freyr hefur kallað eftir meiri fórnfýsi frá leikmönnum að stíga skrefið, fara utan til að æfa og spila með stærri liðum. Harpa hefur nokkrum sinnum farið utan, bæði til Englands og Noregs, en staldrað stutt við. Hún segist samt alltaf opin fyrir að skoða það ef eitthvað spennandi kemur upp að fara í atvinnumennsku. „Algjörlega, það er eitthvað sem ég myndi alltaf skoða. En ég er alltaf með sama svarið. Kvennabolti er bara ekki kominn á þann stað að maður geti farið út með heila fjölskyldu,“ segir Harpa. „Því miður. Ég væri löngu farin út en þetta er bara staðreyndin.“ Harpa segist hafa farið utan með fjögurra ára gamlan son sinn fyrir tveimur árum en það hafi bara ekki gengið.Harpa ásamt Steinari, Ágústu Ýr og Ými.Úr einkasafni„Það er eins og liðin þekki þetta ekki að þurfa að díla við erlendan leikmann sem er með fjölskyldu. Það er ógeðslega erfitt að koma sér út og á framfæri, sérstaklega þegar maður er ekki inni í samfélaginu neins staðar úti,“ segir Harpa. „Ég þyrfti alltaf góðan stuðning og góðan samning. Þetta er ógeðslega erfitt, því miður.“ Harpa fór eins og allir leikmenn Íslands til stuðningsmanna eftir leik. Hún fann mann sinn og börn í stúkunni og fékk glaðning frá Ágústu Ýr, stjúpdóttur sinni. Verðlaunapening um hálsinn númer eitt. „Ég fór alveg að gráta. Það minnti mig á að þó að við stöndum hérna og maður er með blóð og tár úti á velli, og hugsar að fótboltinn sé allt, þá er það ekki allt,“ segir Harpa. „Hún faðmaði mig og sagðist elska mig. Hún gerði það sama hvort leikurinn hefði tapast eða unnist.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir var jafnsvekkt og aðrir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í gærkvöldi eftir 3-0 tap gegn Austurríki. Harpa byrjaði leikinn sem segja má að hafi markað lokahnykkinn á endurkomu hennar eftir barnsburð í lok febrúar. Harpa, sem var markahæsti leikmaður undankeppni EM 2017, segir að sér hafi liðið vel á vellinum og ekki fundist neitt vanta upp á formið eða hraðann. „Það sem mig vantar á móti er að ég er ekki búin að spila þessa æfingaleiki,“ segir Harpa og telur upp æfingaleikina í janúar, Algarve mótið árlega, æfingaleikina í apríl og aftur í júní. „Auðvitað telur þetta. Ég hefði auðvitað verið betur í stakk búin hefði ég tekið þátt í þessu öllu.“Ýmir Jóhannesson sló í gegn með Hörpu Þorsteinsdóttur, mömmu sinni, á blaðamannafundi eftir baráttuleikinn gegn Frökkum.VÍSIR/VILHELMFraman af leik í kvöld var Harpa töluvert í boltanum en hún hefur þann styrk og eiginleika að geta skýlt bolta vel, haldið honum og skilað frá sér. Eitthvað sem hefur vantað í íslenska liðið á mótinu. Harpa hefur lagt mikið á sig til að vera klár en fimm mánuðir sléttir eru í dag síðan Ýmir, yngri sonur hennar, fæddist. „Ég hef gert allt sem ég mögulega gat gert, ég hefði ekki getað dropa í viðbót. Ég hef gert allt til þess að vera tilbúin.“ Hún segist jafnsvekkt með niðurstöðuna og allar hinar stelpurnar. Jóhannes Karl Sigursteinsson, maður Hörpu, ásamt Ými og Steinari, við sumarhúsið þar sem strákarnir héldu til nærri hóteli landsliðsins á meðan á dvölinni stóð.vísir/björn G. SigurðssonHarpa er nýorðin 31 árs. Hún hefur raðað inn mörkunum í Pepsi-deild kvenna undanfarin ár og verið fyrsti kosturinn í framlínu Íslands sömuleiðis. Freyr hefur kallað eftir meiri fórnfýsi frá leikmönnum að stíga skrefið, fara utan til að æfa og spila með stærri liðum. Harpa hefur nokkrum sinnum farið utan, bæði til Englands og Noregs, en staldrað stutt við. Hún segist samt alltaf opin fyrir að skoða það ef eitthvað spennandi kemur upp að fara í atvinnumennsku. „Algjörlega, það er eitthvað sem ég myndi alltaf skoða. En ég er alltaf með sama svarið. Kvennabolti er bara ekki kominn á þann stað að maður geti farið út með heila fjölskyldu,“ segir Harpa. „Því miður. Ég væri löngu farin út en þetta er bara staðreyndin.“ Harpa segist hafa farið utan með fjögurra ára gamlan son sinn fyrir tveimur árum en það hafi bara ekki gengið.Harpa ásamt Steinari, Ágústu Ýr og Ými.Úr einkasafni„Það er eins og liðin þekki þetta ekki að þurfa að díla við erlendan leikmann sem er með fjölskyldu. Það er ógeðslega erfitt að koma sér út og á framfæri, sérstaklega þegar maður er ekki inni í samfélaginu neins staðar úti,“ segir Harpa. „Ég þyrfti alltaf góðan stuðning og góðan samning. Þetta er ógeðslega erfitt, því miður.“ Harpa fór eins og allir leikmenn Íslands til stuðningsmanna eftir leik. Hún fann mann sinn og börn í stúkunni og fékk glaðning frá Ágústu Ýr, stjúpdóttur sinni. Verðlaunapening um hálsinn númer eitt. „Ég fór alveg að gráta. Það minnti mig á að þó að við stöndum hérna og maður er með blóð og tár úti á velli, og hugsar að fótboltinn sé allt, þá er það ekki allt,“ segir Harpa. „Hún faðmaði mig og sagðist elska mig. Hún gerði það sama hvort leikurinn hefði tapast eða unnist.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Sjá meira