Guðrún Brá finnur sig frábærlega í Alpaloftinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2017 13:00 Guðrún Brá Björgvinsdóttir Mynd/GSÍmyndir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr Golfklúbbnum Keili, er að leika frábærlega á Evrópumóti einstaklinga í golfi sem fer þessa dagana fram í Lausanne í Sviss. Guðrún Brá lék á á 69 höggum á fyrsta keppnisdegi eða þremur höggum undir pari og fylgdi því síðan eftir með því að leika á 70 höggum á öðrum keppnisdegi í dag. Alpaloftið er greinilega að hafa mjög góð áhrif á Hafnfirðinginn. Guðrún Brá fékk alls sex fugla og þrjá skolla á fyrsta hringnum en var með fimm fugla og fjóra skolla í dag. Guðrún Brá var reyndar komin níu höggum undir par eftir fyrstu níu holurnar í dag. Fimm fuglar á fyrri níu skiluðu henni upp í efsta sætið en hún fékk síðan fjóra skolla á seinni níu holunum og datt aftur niður í annað sætið. Zhen Bontan frá Frakklandi er efst á sjö höggum undir pari en í Ítalinn Alessandra Fanali deilir öðru sætinu með okkar konu. Báðar hafa þær spilar 36 fyrstu holurnar á fimm höggum undir pari. Saga Traustadóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir, báðar úr GR, taka einnig þátt í mótinu. Saga er í 128. Sæti á tólf höggum yfir pari og Ragnhildur er í 140. Sæti á 22 höggum yfir pari. Allir bestu áhugakylfingar Evrópu taka þátt á þessu móti. Alls verða leiknir 4 hringir á fjórum keppnisdögum og eru 144 keppendur sem taka þátt. Mótið fer fram í Sviss rétt norðan við borgina Lausanne en keppnisvöllurinn er í 850 metra hæð. Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr Golfklúbbnum Keili, er að leika frábærlega á Evrópumóti einstaklinga í golfi sem fer þessa dagana fram í Lausanne í Sviss. Guðrún Brá lék á á 69 höggum á fyrsta keppnisdegi eða þremur höggum undir pari og fylgdi því síðan eftir með því að leika á 70 höggum á öðrum keppnisdegi í dag. Alpaloftið er greinilega að hafa mjög góð áhrif á Hafnfirðinginn. Guðrún Brá fékk alls sex fugla og þrjá skolla á fyrsta hringnum en var með fimm fugla og fjóra skolla í dag. Guðrún Brá var reyndar komin níu höggum undir par eftir fyrstu níu holurnar í dag. Fimm fuglar á fyrri níu skiluðu henni upp í efsta sætið en hún fékk síðan fjóra skolla á seinni níu holunum og datt aftur niður í annað sætið. Zhen Bontan frá Frakklandi er efst á sjö höggum undir pari en í Ítalinn Alessandra Fanali deilir öðru sætinu með okkar konu. Báðar hafa þær spilar 36 fyrstu holurnar á fimm höggum undir pari. Saga Traustadóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir, báðar úr GR, taka einnig þátt í mótinu. Saga er í 128. Sæti á tólf höggum yfir pari og Ragnhildur er í 140. Sæti á 22 höggum yfir pari. Allir bestu áhugakylfingar Evrópu taka þátt á þessu móti. Alls verða leiknir 4 hringir á fjórum keppnisdögum og eru 144 keppendur sem taka þátt. Mótið fer fram í Sviss rétt norðan við borgina Lausanne en keppnisvöllurinn er í 850 metra hæð.
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira