Umdeildar upptökur af Díönu sýndar í Bretlandi Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2017 20:04 Díana prinsessa. Vísir/AFP Mjög svo umdeildar upptökur af Díönu, prinsessu Wales, frá árunum 1992 og 1993 verða birtar í Bretlandi á næstunni. Þar ræðir Díana meðal annars hjónaband sitt við Karl Bretaprins á opinskáan hátt og segir meðal annars að brúðkaupsdaginn þeirra hafi verið sá versti í lífi hennar. Upptökurnar voru teknar af Peter Settelen, raddþjálfa prinsessunnar, þegar hann var að þjálfa hana í framgöngu og ræðuhöldum. Fjölskylda Díönu hélt því lengi fram að upptökurnar væru þeirra eign, en eftir nokkurra ára málaferli fékk Settelen þær aftur í sína vörslu árið 2004. Hluti þeirra var birtur af NBC í Bandaríkjunum árið 2004 og þótti það mjög umdeild og vakti birtingin mikla reiði samkvæmt frétt Telegraph. Þær hafa aldrei verið sýndar í Bretlandi.Hins vegar keypti Channel 4 réttinn af upptökunum og segja forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar að ákvörðun sona Díönu að ræða móður sína opinberlega setji fordæmi fyrir sýningu upptakanna. Hluti þeirra hefur aldrei verið sýndur áður. BBC keypti þó nokkrar mínútur árið 2007 og talið var að það hefði kostað 30 þúsund pund. Nota átti efnið fyrir heimildarmynd til að marka að tíu ár voru liðin frá því að Díana dó. BBC hætti hins vegar við að sýna heimildarmyndina þar sem það þótti ekki við hæfi. Framleiðandi myndar BBC hefur einnig verið fenginn til að gera nýju myndina fyrir Channel 4 og mun hún bera sama nafn og mynd BBC: Diana: In Her Own Words.Hittust einungis þrettán sinnum fyrir brúðkaupið Samkvæmt Telegraph segir Díana frá því að hún og Karl hafi einungis hist þrettán sinnum áður en þau giftu sig. Þá ræddi hún kynlíf þerra hjóna og sagði þau hefðu stundað það á um þriggja vikna fresti. Þá ræðir hún einnig skilnað þeirra hjóna og segir að ef hún fengi að ráða myndi Karl „fara á brott með konunni sinni og aldrei koma aftur“. Þar á hún líklega við Camillu Parker Bowles, sem er nú eiginkona Karls. Díana og Karl skyldu árið 1996 eftir margra ára deilur. Í upptökunum sem sýndar voru árið 2004 í Bandaríkjunum sagði Díana frá því þegar hún komst að framhjáhaldi Karls árið 1986. Hún sagðist hafa farið grátandi til drottningarinnar og spurt hvað væri til ráða. Díana segir Elísabetu drottningu hafa svarað: „Ég veit það ekki. Karl er vonlaus.“Heimildarmyndin Diana: In Her Own Words verður sýnd á Stöð 2 fimmtudaginn 31. ágúst Gömlu heimildarmynd NBC frá 2004 má sjá hér að neðan. Kóngafólk Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Sjá meira
Mjög svo umdeildar upptökur af Díönu, prinsessu Wales, frá árunum 1992 og 1993 verða birtar í Bretlandi á næstunni. Þar ræðir Díana meðal annars hjónaband sitt við Karl Bretaprins á opinskáan hátt og segir meðal annars að brúðkaupsdaginn þeirra hafi verið sá versti í lífi hennar. Upptökurnar voru teknar af Peter Settelen, raddþjálfa prinsessunnar, þegar hann var að þjálfa hana í framgöngu og ræðuhöldum. Fjölskylda Díönu hélt því lengi fram að upptökurnar væru þeirra eign, en eftir nokkurra ára málaferli fékk Settelen þær aftur í sína vörslu árið 2004. Hluti þeirra var birtur af NBC í Bandaríkjunum árið 2004 og þótti það mjög umdeild og vakti birtingin mikla reiði samkvæmt frétt Telegraph. Þær hafa aldrei verið sýndar í Bretlandi.Hins vegar keypti Channel 4 réttinn af upptökunum og segja forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar að ákvörðun sona Díönu að ræða móður sína opinberlega setji fordæmi fyrir sýningu upptakanna. Hluti þeirra hefur aldrei verið sýndur áður. BBC keypti þó nokkrar mínútur árið 2007 og talið var að það hefði kostað 30 þúsund pund. Nota átti efnið fyrir heimildarmynd til að marka að tíu ár voru liðin frá því að Díana dó. BBC hætti hins vegar við að sýna heimildarmyndina þar sem það þótti ekki við hæfi. Framleiðandi myndar BBC hefur einnig verið fenginn til að gera nýju myndina fyrir Channel 4 og mun hún bera sama nafn og mynd BBC: Diana: In Her Own Words.Hittust einungis þrettán sinnum fyrir brúðkaupið Samkvæmt Telegraph segir Díana frá því að hún og Karl hafi einungis hist þrettán sinnum áður en þau giftu sig. Þá ræddi hún kynlíf þerra hjóna og sagði þau hefðu stundað það á um þriggja vikna fresti. Þá ræðir hún einnig skilnað þeirra hjóna og segir að ef hún fengi að ráða myndi Karl „fara á brott með konunni sinni og aldrei koma aftur“. Þar á hún líklega við Camillu Parker Bowles, sem er nú eiginkona Karls. Díana og Karl skyldu árið 1996 eftir margra ára deilur. Í upptökunum sem sýndar voru árið 2004 í Bandaríkjunum sagði Díana frá því þegar hún komst að framhjáhaldi Karls árið 1986. Hún sagðist hafa farið grátandi til drottningarinnar og spurt hvað væri til ráða. Díana segir Elísabetu drottningu hafa svarað: „Ég veit það ekki. Karl er vonlaus.“Heimildarmyndin Diana: In Her Own Words verður sýnd á Stöð 2 fimmtudaginn 31. ágúst Gömlu heimildarmynd NBC frá 2004 má sjá hér að neðan.
Kóngafólk Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent