Óvinnufær í hálft ár eftir handtökuna Ólöf Skaftadóttir skrifar 28. júlí 2017 06:00 Rannsókn fer nú fram í máli tveggja lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku. Vísir/Eyþór Búist er við að maðurinn sem varð fyrir meintri árás af hendi tveggja lögregluþjóna fyrir utan Hamborgarabúlluna í Kópavogi í maí verði frá vinnu í að minnsta kosti sex mánuði sökum áverkanna sem hann hlaut. Vitni segir lögreglumennina hafa verið varaða við því að þeir myndu fótbrjóta manninn. Maðurinn mun samkvæmt heimildum þurfa langa sjúkraþjálfun og endurhæfingu. Tveir lögreglumenn, karl og kona, sæta rannsókn vegna málsins, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Þau eru grunuð um að hafa veist að tveimur pólskum karlmönnum eftir að hafa verið kölluð til vegna drykkjuláta inni á veitingastaðnum. Báðir hlutu áverka en aðeins annar mannanna lagði fram kæru. Sá sem fótbrotnaði er á fimmtugsaldri og kom hingað til lands í byrjun árs og starfaði hér sem bifvélavirki. Hann hafði hins vegar ekki rétt á veikindaleyfi og var því sagt upp störfum vegna meiðslanna. Maðurinn þurfti að gangast undir skurðaðgerð og hefur ekki mátt stíga í fótinn. Vitni að atvikinu segja lögreglumennina hafa lamið mennina tvo ítrekað með kylfum og svo slengt bílhurðinni fast á fætur annars mannsins þegar hann neitaði að fara inn í lögreglubíl. Eitt vitni segir lögreglumennina sömuleiðis hafa barið manninn í fótinn með kylfu, svo fast að maðurinn hafi verið frá af sársauka. Lögreglumennirnir hafi jafnframt beðið nærstadda um aðstoð og að minnsta kosti einn hafi reynt að aðstoða við að koma manninum inn í bíl. Hins vegar hafi ekki verið að sjá að mennirnir tveir hefðu veist að lögreglu eða beitt hana ofbeldi af nokkru tagi, þrátt fyrir að hinn fótbrotni hafi sýnt mikinn mótþróa við handtökuna. Félagi mannsins hafi svo verið skilinn eftir og að gestir veitingastaðarins hafi verið mjög óttaslegnir, enda hafi maðurinn verið mjög æstur og ögrandi. Lögreglumennirnir eru enn við störf Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Formaðurinn segir manneklu hjá lögreglunni leiða til slysa Undirmönnun innan lögreglunnar er mikið vandamál að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Vill ekki tjá sig um handtökuna fyrir utan Hamborgarabúlluna og meint harðræði lögreglumannanna. 28. júlí 2017 06:00 Lögreglumenn kærðir fyrir gróft ofbeldi Rannsókn fer nú fram í máli tveggja lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku. 27. júlí 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Búist er við að maðurinn sem varð fyrir meintri árás af hendi tveggja lögregluþjóna fyrir utan Hamborgarabúlluna í Kópavogi í maí verði frá vinnu í að minnsta kosti sex mánuði sökum áverkanna sem hann hlaut. Vitni segir lögreglumennina hafa verið varaða við því að þeir myndu fótbrjóta manninn. Maðurinn mun samkvæmt heimildum þurfa langa sjúkraþjálfun og endurhæfingu. Tveir lögreglumenn, karl og kona, sæta rannsókn vegna málsins, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Þau eru grunuð um að hafa veist að tveimur pólskum karlmönnum eftir að hafa verið kölluð til vegna drykkjuláta inni á veitingastaðnum. Báðir hlutu áverka en aðeins annar mannanna lagði fram kæru. Sá sem fótbrotnaði er á fimmtugsaldri og kom hingað til lands í byrjun árs og starfaði hér sem bifvélavirki. Hann hafði hins vegar ekki rétt á veikindaleyfi og var því sagt upp störfum vegna meiðslanna. Maðurinn þurfti að gangast undir skurðaðgerð og hefur ekki mátt stíga í fótinn. Vitni að atvikinu segja lögreglumennina hafa lamið mennina tvo ítrekað með kylfum og svo slengt bílhurðinni fast á fætur annars mannsins þegar hann neitaði að fara inn í lögreglubíl. Eitt vitni segir lögreglumennina sömuleiðis hafa barið manninn í fótinn með kylfu, svo fast að maðurinn hafi verið frá af sársauka. Lögreglumennirnir hafi jafnframt beðið nærstadda um aðstoð og að minnsta kosti einn hafi reynt að aðstoða við að koma manninum inn í bíl. Hins vegar hafi ekki verið að sjá að mennirnir tveir hefðu veist að lögreglu eða beitt hana ofbeldi af nokkru tagi, þrátt fyrir að hinn fótbrotni hafi sýnt mikinn mótþróa við handtökuna. Félagi mannsins hafi svo verið skilinn eftir og að gestir veitingastaðarins hafi verið mjög óttaslegnir, enda hafi maðurinn verið mjög æstur og ögrandi. Lögreglumennirnir eru enn við störf
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Formaðurinn segir manneklu hjá lögreglunni leiða til slysa Undirmönnun innan lögreglunnar er mikið vandamál að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Vill ekki tjá sig um handtökuna fyrir utan Hamborgarabúlluna og meint harðræði lögreglumannanna. 28. júlí 2017 06:00 Lögreglumenn kærðir fyrir gróft ofbeldi Rannsókn fer nú fram í máli tveggja lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku. 27. júlí 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Formaðurinn segir manneklu hjá lögreglunni leiða til slysa Undirmönnun innan lögreglunnar er mikið vandamál að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Vill ekki tjá sig um handtökuna fyrir utan Hamborgarabúlluna og meint harðræði lögreglumannanna. 28. júlí 2017 06:00
Lögreglumenn kærðir fyrir gróft ofbeldi Rannsókn fer nú fram í máli tveggja lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku. 27. júlí 2017 06:00